Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Síða 48

Fréttatíminn - 05.06.2015, Síða 48
Helgin 5.-7. júní 201548 tíska Lítið mál að tolla í tískunni á hjólinu Alexander Schepsky fer flestallar sínar ferðir á reiðhjóli. Hann er hrifinn af reiðhjólamenningunni á Íslandi sem er alltaf að aukast en segir að það sé algjör óþarfi að klæða sig í spandex- gallann fyrir styttri hjólaferðir innanbæjar. Fatahönnuðir séu vel með á nótunum og nú er hægt að finna fallegan fatnað sem hentar vel fyrir hjólreiðar. A lexander Schepsky ólst upp í Þýskalandi þar sem hjól eru álitin fyrst og fremst farartæki. „Þú átt ekki að þurfa að hjóla í spandexgalla þegar þú ert að koma þér milli staða, en það er vissulega þægilegra að hjóla í reið- hjólavænum fatnaði,“ segir Alex- ander. „Fatahönnuðir eru vel með á nótunum og taka þátt í reiðhjóla- menningunni með því að hanna sérstakan fatnað sem hentar vel fyrir hjólreiðar innanbæjar.“ Fyrir þremur árum ákvað Alexander því að opna verslun sem sameinar þetta tvennt, hjólreiðar og tísku. Í reið- hjólaverzluninni Berlín er því hægt að fá falleg borgarhjól og fatnað sem er smart og þægilegt að hjóla í. Regnslá fyrir dömur og herra Reiðhjólaverzlunin Berlín tók þátt í tískusýningu sem fór fram á KEX hostel á dögunum þar sem módel gengu tískupallinn í klassískum reiðhjólafatnaði. Þar var meðal annars að finna regnslá frá merk- inu Otto. „Regnsláin einkennist af fallegri suður-amerískri hönnun og er auk þess regnheld og með endurskini. Sláin hefur slegið í gegn í tískuheiminum í London og er nú fáanleg á Íslandi. Hægt er að tylla slánni á stýrið á hjólinu og þá myndast eins konar tjald svo vatnið rennur frá þér og á jörðina og hlífir þannig buxunum um leið,“ segir Alexander. Sláin kemur í einni stærð og er ætluð konum jafnt sem körlum. „Íslenskir karlmenn eru kannski ekki alveg tilbúnir fyrir slá af þessu tagi, en það kemur að því,“ segir Alexander, en sjálfur notar hann slána oft þegar hann bregður sér á hjólið. Sláin er fáanleg í mis- munandi litum og einnig úr galla- efni sem er jafnframt regnhelt. Það er því fátt sem stendur í vegi fyrir því að tolla í tískunni á hjólinu í sum- ar, hvort sem það mun einkennast af sól eða rigningu. Gói var meðal þeirra sem gekk tískupallinn á sér- stakri hjólreiða- tískusýningu sem fram fór á Kex hostel á dögunum. Konur jafnt sem karlar taka sig vel út í regnslánni sem kemur í mörgum litum og tvenns konar efni, bómull og galla- efni. Efnið er svo klætt með vatnsheldu nylonefni. Regnsláin frá Otto var meðal fatnaðar sem sýndur var á tískusýningu á KEX hostel á dögunum þar sem eingöngu var sýndur klassískur reiðhjólafatnaður. Hjólreiðafatnaður þarf alls ekki að einkennast af eintómu spandexi eins og hér má sjá. Gabor sérverslun Fákafeni 9 S: 553-7060 www.gabor . i s - f a cebook . com/gaborse r ve r s lun Opið mán-fös 11-18 , lau 11-16 Vorum að taka upp nýjar vörur!

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.