Fréttatíminn - 05.06.2015, Side 60
MEXICO,
GUATEMALA &
BELIZE
Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA
4. - 19. OKTÓBER
Verð kr. 568.320.-
Innifalið í verði: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri
Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna
menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída, gamlar
menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims
og upplifum regnskóginn. Endum svo álúxus hóteli við Karabíska,
þar sem allt er innifalið.
14. maí - 20. júní / 14 May-20 June 2015
TVEIR HRAFNAR
listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík
+354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885
art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
Opið/Open
Fim-fös;12-17/Thu-Fri; 12pm-5pm
Lau;13-16/Sat; 1pm-4pm
og eftir samkomulagi/and by appointment
Hulda Hákon
„björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar”
“cliffs, sunshine, heroes, sky, sea and birds”
Sýningin er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015.
Aðrir tónleikar í tónleikaröðinni
Klassík í Vatnsmýrinni verða
haldnir miðvikudaginn 10. júní
klukkan 20 í Norræna húsinu.
Finnsku tónlistarmennirnir Marko
Ylönen sellóleikari og Martti
Rautio píanóleikara koma fram á
tónleikunum, en þeir eru í fremstu
röð finnskra hljóðfæraleikara í
dag.
Tónverkin sem þeir flytja eru
samin rétt fyrir og um fyrri heim-
styrjöld, eða frá árunum 1912-
1915, og eru eftir tónskáldin
Sibelius, Prokofief, Kodaly, Jana-
cek, Webern og Debussy. Marko
Ylönen, sem starfar sem prófessor
við Síbelíus Akademíuna, verður
staddur hér á landi dagana 9.-18.
júní þar sem hann verður einn af
gestakennurum Alþjóðlegu tón-
listarakademíunnar í Hörpu og eru
tónleikarnir haldnir í samstarfi við
hana. Martti Rautio, sem starfar
einnig við Síbelíusar Akademíuna
sem fyrirlesari í kammertónlist,
heldur yfir 50 tónleika á hverju ári
um allan heim. Þeir hafa starfað
mikið saman undanfarin ár og
gefið út hljómdiska með fjölbreytri
tónlist fyrir selló og píanó.
Aðgangseyrir á tónleikana er
2000 krónur en 1000 krónur fyrir
eldri borgara, öryrkja og félags-
menn FÍT – klassískrar deildar
FÍH. -hf
Ungu leikararnir Arnór Björns-
son og Óli Gunnar Gunnarsson,
sem getið hafa sér gott orð
fyrir leikritið Unglinginn í Gafl-
araleikhúsinu, eru á leið til
Kína í sumar. Þeir kynntu verk
sitt í kínverska sendiráðinu í
vikunni. Ljósmynd/Hari
Listir ÍsLendingar á ListahátÍð Í tianjin Í fyrsta sinn
Íslensk ungmenni til Kína í sumar
Í slensk ungmenni munu taka þátt í alþjóðlegri listahátíð æskufólks
í Tianjin borg í Kína í júlí.
Alls fara sex ungmenni á há-
tíðina og er ferðin skipulögð
af Kínversk-íslenska menn-
ingarfélaginu í samstarfi við
Kínversku vináttusamtökin.
Hátíðin er haldin á nokkurra
ára fresti en þetta er í fyrsta
skipti sem Íslendingar eiga
fulltrúa á henni.
Tveir hópar ungmenna fara
fyrir Íslands hönd. Annars
vegar er það Trío Borealis
sem er skipað Lilju Cardew,
Laufey Lin og Júníu Lin Jóns-
dætrum. Þær hafa starfað
saman sem tríó í tæp tvö ár.
Hins vegar eru það ungir leik-
arar úr Gaflaraleikhúsinu sem
flytja verkið Unglinginn. Flytj-
endur verksins eru þeir Arnór
Björnsson, Óli Gunnar Gunn-
arsson og Ásgrímur Gunnars-
son sem er tæknimaður.
Í vikunni bauð Zhang Wei-
dong, sendiherra Kína á Ís-
landi, til móttöku í kínverska
sendiráðinu þar sem ung-
mennin kynntu framlag sitt
á hátíðinni við góðar undir-
tektir.
Martti Rautio kemur fram í Norræna
húsinu í næstu viku.
tónLeikar kLassÍk Í Vatsmýrinni
Finnskir snill-
ingar í heimsókn
Efstiás 22 í Svínadal
HVALFJARÐARSVEIT
Fallegt sumarhús við Eyrarvatn
Hvalfjarðarsveit, 45 mín akstur frá
Höfuðborgarsvæðinu. 7,300 fm
endaleigulóð í suðurhlíð. Steypt plata,
hitaveita, sólskáli og heitur pottur.
Öryggishlið. Fjölskylduvænn staður.
STÆRÐ: 85 fm
SUMARHÚS HERB: 5
23.900.000
Heyrumst
Jóhanna Gústavsdóttir
Sölufulltrúi
698 9470
johanna@fastlind.is
Heyrumst
Þórunn Gísladóttir
Löggiltur fasteignasali
510 7900
thorunn@fastlind.is
60 menning Helgin 5.-7. júní 2015