Fréttatíminn - 06.03.2015, Síða 2
1 sprey
á dag,
3ja mánaða
skammtur
NÚ ENNÞÁ ÖFLUGRA
D-VÍTAMÍN
Spreyjað
undir
tungu
Gott
bragð
Vörn
gegn
kvefi og
flensu
w
w
w.
ge
ng
ur
ve
l.i
s
.
.
.
Útsölustaðir: flest apótek, heilsubúðir og verslanir
Forsetinn setti
ljósmyndasamkeppni
blindra
Ljósmyndasamkeppni blindra, „Blindir
sjá“, var ræst af forseta Íslands, Ólafi
Ragnari Grímssyni, í gær, fimmtudag.
Ljósmyndasamkeppnin er á vegum JCI
Íslands í samstarfi við Blindrafélagið en
JCI er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á
aldrinum 18 til 40 ára sem hefur áhuga á
að efla hæfileika sína og hafa jákvæð áhrif
í kringum sig.
Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á
málefnum blindra og sjónskertra og rétt-
indum þeirra sem og allra annarra til að
taka fullan þátt í þjóðfélaginu. Sú staðre-
ynd að blindir einstaklingar geta líka tekið
myndir með því að nota önnur skynfæri en
sjónina er góð áminning um að láta ekki
hindranir stoppa okkur í að taka þátt og
njóta lífsins. Skilyrði fyrir þátttöku er að
viðkomandi hafi skerta sjón eða sé löglega
blindur. Verðlaunaafhending mun fara
fram í október næstkomandi, á 100
ára afmælishátíð JCI.
10 ára afmæli
sjálfstæða skóla
Samtök sjálfstætt starfandi
skóla (SSSK) fagna 10 ára afmæli
sínu dag, 6. mars. Tæplega 50
leik- og grunnskólar heyra undir
samtökin, 36 leikskólar með
um þrjú þúsund nemendur
og 11 grunnskólar með um eitt þúsund
nemendur. Meðal sjálfstætt starfandi leiks-
og grunnskóla eru skólar Hjallastefnunnar,
Ísaksskóli, Landakotsskóli og leikskólinn
Regnboginn. Stofnfundur samtakanna
var haldinn 10. mars 2005. Á stofnfundi-
num tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
þáverandi menntamálaráðherra til máls.
Hún fagnaði stofnun samtakanna og taldi
brýna nauðsyn á að samtökin gætu miðlað
upplýsingum til hagsmunaaðila, fjölmiðla,
ríkisvalds og sveitarfélaga. Sagði hún að
tryggja þyrfti valfrelsi í skólamálum og
að sjálfstæðir skólar væru ekki ógnun við
menntakerfi landsins heldur tækifæri til að
auka við menntunina í landinu.
Eyrarrósarlistinn 2015
birtur
Listi yfir tíu verkefni sem eiga möguleika
á að hljóta Eyrarrósina í ár hefur verið
kynntur en Eyrarrósin er viðurkenning
sem veitt er framúrskarandi menningar-
verkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar.
Verkefnin tíu eru: Braggast á Sólstöðum í
Bragganum í Öxarfirði, Nes Listamiðstöð
á Skagaströnd, Ferskir vindar – alþjóð-
leg listahátíð í Garði, Orgelsmiðjan á
Stokkseyri, Frystiklefinn – menning-
armiðstöð á Rifi, Sköpunarmiðstöðin
Stöðvarfirði, Listasafn Árnesinga,
Verksmiðjan á Hjalteyri, Listasafnið
á Akureyri og Þjóðlagasetrið á Sig-
lufirði. Eyrarrósin verður afhent 4.
apríl á Ísafirði. Dorrit Moussaieff
forsetafrú, verndari Eyrarrósa-
rinnar, afhendir verðlaunin.
Nýr vefur Fréttatímans kominn í loftið
Vefur Fréttatímans, frettatiminn.is, er
kominn í loftið og hefur tekið stakka-
skiptum. Hann er mun aðgengilegri og
myndrænni en áður var. Eftir sem áður
er þar að finna efni blaðsins en hér
eftir bætast við regluleg skrif á vefinn,
auk þess sem Gunnar Smári Egilsson
bloggar þar um þjóðmálin. Þar er enn
fremur að finna matarskrif hans frá
París, sem birtast vikulega í blaðinu og hafa vakið mikla athygli.
Þ etta kom þannig til að ég var á ferðalagi um sveitasæluna á Íslandi fyrir þremur árum með vini mín-
um, dr. Rick Líndal, sem býr í Toronto.
Hann er sálfræðingur og gríðarlegur
fagurkeri og við vorum svona að horfa á
kýrnar og dást að þeim og þá dettur svona
upp úr Rick: „Þessi júgur, þau hljóta
nú aldeilis að þola mikið.“ Jú, þau þola
miklar byrðar hugsaði ég og fraus svo
bara í sætinu yfir þessari hugmynd sem
kom í kjölfarið. Og svo fórum við bara og
fengum okkur ís og veltum framhaldinu
fyrir okkur,“ segir Elín Edda Árnadóttir
leikmyndahönnuður.
Þriggja ára þróunarferli
Taskan er ekki bara sérstök og 100% ís-
lensk hugarsmíð heldur er bæði efnið og
framleiðslan 100% íslensk. „Mér finnst
vera algjör forréttindi að geta tekið svona
þróunarverkefni að mér, með svona al-
gjörlega nýjum formerkjum því þetta hef-
ur aldrei verið gert áður. Fyrst þurftum
við auðvitað að finna sútara sem er ekki
auðvelt mál. Við fórum til Karls Bjarna-
sonar hjá Sjávarleðri á Sauðárkróki, sem
er algjör forystumaður í sútun á Íslandi.
Við þurftum að finna út úr því hvort þetta
væri yfir höfuð hægt og það tók svona
hálft ár. Fyrsti afraksturinn var í frekar
stífu formi en svo fyrir svona ári síðan
fór sútunarferlið að skila afurðinni svona
mjúkri og góðri. Þetta er alveg ótrúlega
magnað leður að vinna með því það er svo
mjúkt og létt. Rákir húðarinnar liggja á
ská og það vita allar saumakonur að efnið
er teygjanlegast þegar það liggur á ská.
Svo litaði hann Karl sútari leðrið fyrir
okkur í allskonar fallegum litum. Alls tók
ferlið um þrjú ár.“
Hver taska er einstök
„Það er auðvitað engin
taska eins því ekkert
júgur er eins,“ segir Elín
Edda. „Það sem snýr að
mér sem hönnuði er að
búa til form sem er áhuga-
vert og það vann ég með
mjög góðum leðursmiði,
honum Sigurjóni hjá Leð-
urverkstæði Reykjavíkur.
Svo ákváðum við að nota
íslenskt geitaskinn í efri
hluta töskunnar þannig að
hún er 100% íslensk fram-
leiðsla.“
Þegar líftíma mjólkur-
kúa lýkur og þær fara í
sláturhúsið er júgrunum
alltaf hent. „Ég hafði heyrt
að júgrin hafi verið notuð
í fátæktinni hér áður fyrr
til matar en að súta þau á
þennan hátt til að nýta þau
hef ég ekki heyrt um áður.
Við þurftum að sækja um
það lögformlega að geta
nýtt þetta hráefni og erum
með öll leyfi. Við eigum smá lager núna
af júgrum en þegar þau klárast þá þurfum
við bara að panta fleiri.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Hönnun Handtöskur gerðar úr kýrjúgrum
Júgrin þola miklar byrðar
Á Hönnunarmars mun Búkollu handtaskan eftir leikmyndahönnuðinn Elínu Eddu Árnadóttur líta
dagsins ljós í fyrsta sinn. Taskan er unnin úr ansi óvenjulegum efniviði sem ekki hefur verið mikið
nýttur hingað til, kýrjúgrum. Elín Edda fékk hugmyndina að töskunni þegar hún og samstarfs-
maður hennar, Rick Líndal, lágu í sveitasælunni úti í móa og veltu því fyrir sér hvað kýrjúgrin
hlytu nú að þola miklar byrðar.
Búkollu töskurnar
verða til í ýmsum
litaútgáfum og hafa
fengið nöfnin Venus,
Andromeda, Milky Way
og Cordelia. Ljósmynd/
Hari
Búkollu töskurnar hennar Elínar Eddu eru framleiddar undir formerkjum Slow-fashion. Þær eru ekki fjöldaframleiddar heldur
handgerðar, einstakar og aðeins til í litlu upplagi. Verðið hefur ekki enn verið reiknað út þar sem stutt er síðan fyrstu töskurnar
voru tilbúnar en þær verða til sýningar og sölu á Hönnunarmars. Ljósmynd/Hari
drónaflug samgöngustofa óskaði eftir umsögnum um reglugerðardrög
Síðustu forvöð fyrir umsagnir um dróna
Umsagnarfrestur um drög að reglu-
gerð um starfrækslu ómannaðra
loftfara, svokallaðra dróna, rennur
út hjá Samgöngustofu í dag, föstu-
dag. Samgöngustofu hafa á undan-
förnum mánuðum í auknum mæli
borist fyrirspurnir um ómönnuð
loftför og hefur frá hausti unnið að
reglugerðinni. Þórhildur Elínardótt-
ir, upplýsingafulltrúi Samgöngu-
stofu, segir að þegar óformlegum
umsagnarfresti sé lokið verði unnið
úr öllum umsögnum auk annarra
gagna sem hefur verið aflað á und-
anförnum mánuðum. „Þegar reglu-
gerðardrögin verða tilbúin af okkar
hálfu verða þau send innanríkis-
ráðuneytinu og fara þá í hið hefð-
bundna, formlega umsagnarferli,“
segir hún.
Eins og staðan er nú gilda al-
mennt sömu reglur um ómönnuð
loftför og mönnuð. Í gildi eru einn-
ig sértækar reglur fyrir flugvéla
líkön og það er mat Samgöngustofu
að þær reglur nái líka til ómannaðra
loftfara.
Einstaklingur eða fyrirtæki sem
óskar eftir að starfrækja ómann-
að loftfar, yfir 5 kg, skal sækja um
leyfi fyrir slíkri starfrækslu til Sam-
göngustofu. Hún metur umsóknir á
grundvelli þeirra reglna sem gilda
um loftför. -eh
Miklir möguleikar fylgja notkun dróna
en enn er ekki komin sérstök reglugerð
um þá hér á landi. NordicPhotos/Getty
2 fréttir Helgin 6.-8. mars 2015