Fréttatíminn - 06.03.2015, Side 18
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Kosning til
stjórnar VR
2015–2017
Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félags
manna VR vegna kjörs í sjö stjórnarsæti og þrjú
til vara hófst 5. mars og lýkur kl. 12 á hádegi
þann 12. mars. Kosningin er skv. 20. gr. laga VR.
Allar nánari upplýsingar fást á vr.is eða á
skrifstofu félagsins í síma 510 1700.
Kjörstjórn VR
Þ
egar hugsað er
um feril Gunn-
ars Þórðarsonar
þá liggja rúmir
fimm áratugir
að baki og hundruð laga.
Hann er þó hlédrægur að
venju þegar ferilinn ber á
góma. „Þetta hefur haldist
ágætlega,“ segir hann og
Hvað á ég að
gera annað
en að spila?
Ég hef aldrei
gert neitt
annað
Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson varð sjötugur í janúar
og ætlar af því tilefni að halda stórtónleika í Eldborgarsal
Hörpu þann 29. mars næstkomandi, þar sem margir af
þekktustu söngvurum landsins heiðra listamanninn með
því að flytja mörg af hans þekktustu lögum. Gunnar segist
ekki velta aldrinum mikið fyrir sér og segir þetta ennþá
vera gaman. Hvort sem það er að semja óperur eða spila á
Kringlukránni með gömlum félögum.
glottir. „Ég ætla að taka bara
það sem mér þykir best á
þessum tónleikum.“
Ertu með misjafnar skoð-
anir á því hvað er best?
„Já maður var ekki alltaf í
stuði,“ segir Gunnar. „Fyrsta
lagið sem ég samdi var eitt-
hvert gítarlag í Shadows
stíl sem hét 79 mílur, en
fyrsta lagið sem sló í gegn
var Fyrsti kossinn. Ætli
Bláu augun þín sé samt
ekki þekktasta lagið,“ segir
Gunnar.
Hvert er uppáhaldslagið
þitt?
„Ætli það sé ekki Himinn
og jörð, öll sú plata. Borgar-
bragur hefur líka verið í
uppáhaldi,“ segir Gunnar
en platan Borgarbragur var
gefin út í tilefni af afmæli
Reykjavíkurborgar.
Er með aðra óperu í
smíðum
Gunnar Þórðarson frum-
flutti óperuna Ragnheiði á
síðasta ári og segir það hafa
verið langþráðan draum. „Ég
var búinn að vera með hana
lengi í maganum og það var
mjög ánægjulegt,“ segir
Gunnar. „Ég vissi að þetta
yrði erfitt en ég vildi bara
ögra mér. Ég var rúmlega
þrítugur þegar ég byrjaði að
lesa nótur og mig hafði lengi
langað að gera óperu. Ferlið
er langt en óperan er miklu
opnara hugtak en poppið.
Í óperunni á ég auðveldara
með að nota allt sem ég
kann. Maður þarf að vera
innan marka þegar maður
semur popptónlist, ef fólk
á að hlusta á hana,“ segir
Gunnar.
Hvað gerir Gunnar Þórðar-
son næst?
„Ég er með aðra óperu
í smíðum og ætla að láta
hana vera tilbúna eftir tvö ár
kannski.“
Varstu smeykur um við-
brögð frá klassíska geiranum?
„Nei, ég hef alltaf bara
fundið velvild þaðan til mín.
Við eigum svo gott fólk í
þessum geira. Þetta gekk
allt frekar mjúkt fyrir sig
og maður var bara rólegur,“
segir Gunnar. „Petri Sakari
stjórnandi vann þetta af
mikilli alúð.“
Fyrsti kossinn ekki
uppáhaldslagið
Á tónleikunum í Hörpu ætlar
Gunnar að draga ýmis lög
upp úr pokanum sem eru
kannski ekki reglulega á
dagskrá hjá honum. „Ég ætla
að tína ýmislegt til. Sum
lögin hef ég aldrei spilað,
en þetta verður eitthvað frá
öllum árunum.“
Er alltaf jafn gaman að
spila lög eins og Fyrsta koss-
inn?
„Já, já,“ segir Gunnar og
glottir. „Það er kannski ekki
uppáhaldslagið mitt.“
Gunnar kemur reglulega
fram með gömlum vinum
á Kringlukránni og spilar
gömlu lögin á dansleikjum
og segist ekki vera kominn
með leið á því að spila þetta
gamla efni. „Mér finnst þetta
alltaf skemmtilegt og svo
er þetta svo góð æfing fyrir
fingurna. Ég þekki þessi lög
svo vel og það er alltaf jafn
gaman að spila þetta. Maður
hættir aldrei,“ segir Gunn-
ar. „Hvað á maður að gera
annað? Ég hef aldrei gert
neitt annað.“
Ungir menn með fulla
vasa fjár
Hljómar frá Keflavík urðu
18 viðtal Helgin 6.-8. mars 2015