Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Side 30

Fréttatíminn - 06.03.2015, Side 30
F aðir minn var alkóhólisti, skapstór og hélt fjölskyldunni í heljargreipum. Móðir mín var mjög óörugg og bæld því það var hann sem hafði valdið. Að vera lítill drengur við þessar aðstæður leiddi til þess að ég varð óttasleginn. Pabbi var aggressívur en ég var pas- sívur, ég var hræddur og fór að tipla á tánum inni á heimilinu,“ segir Kjartan Pálmason, ráðgjafi hjá Lausninni fjöl- skyldumiðstöð. Hann er alinn upp úti á landi, er yngstur fimm systkina og segir foreldra sína hafa verið af gamla skólanum. „Meðvirkni er í raun vanþroski sem verður til vegna þess að við fáum ekki nægilega heilbrigðar kringumstæður til að þroskast. Upphafið má yfirleitt rekja til æskunnar og þeirra aðstæðna sem við ölumst upp við. Við upplifum vanlíðan og sársauka, og í staðinn fyrir að vaxa upp sem við sjálf förum við að laga okkur að aðstæðum þannig að okkar upprunalega eðli tekur breyt- ingum. Það er það sem gerðist hjá mér. Ég fór ómeðvitað að einangra mig. Ég lét lítið fyrir mér fara á heimilinu, ótt- aðist að segja mína skoðun og forðaðist hvers konar átök. Ég setti álit annarra ofar mínu. Afleiðingarnar voru þær að ég varð félagslega vanhæfur, sjálfs- virðingin þroskaðist ekki því umhverf- ið braut niður röddina mína. Þarna þróaði ég með mér hlutverk sem innan meðferðargeirans er kallað hlutverk týnda barnsins,“ segir hann. Við erum öll breysk Kjartan er einn af stofnendum Lausn- arinnar þar sem hann starfar sem ráð- gjafi. Kjartan er menntaður guðfræð- ingur og hefur lokið embættisprófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur einnig sótt námskeið erlendis hjá Piu Mellody sem er einn helsti brautryðjandinn í skilgreiningu á meðvirkni og hefur gefið út ýmsar bækur og kennsluefni um greiningar, orsakir og meðhöndlun vandans. Ein þekktasta bók Piu er nýkomin út hjá Forlaginu undir heitinu: „Meðvirkni – orsakir, einkenni og úrræði“ en hún hefur selst í hundruðum þúsunda eintaka víða um heim. Pia telur að róta meðvirkni sé oft að finna í bernsku hins meðvirka og til að læknast af meðvirkni þurfi fólk að byrja á að græða sárin sem það varð fyrir í upp- eldinu. Kjartan segir að stærsti hluti starfsins í Lausninni byggi á hug- myndafræði Piu. „Ég þekki á eigin skinni hversu vel þetta virkar. Pia er í dag 73 ára, þekking hennar byggir á margra áratuga vinnu, aðferðum sem hún hefur þróað eftir mikil áföll í eigin lífi og síðan deilt með öðrum,“ segir hann. Kjartan segist í raun telja að með- virkni sé að finna alls staðar, bara í mismiklum mæli. „Við erum öll breysk. Ég lít ekki á meðvirkni sem áfellisdóm heldur sem leiðsögn. Ef fólk upplifir meðvirkt háttarlag í sínu lífi þá eru til leiðir fyrir fólk til að laga það. Hér áður fyrr var helst talað um meðvirkni í tengslum við alkóhólisma en það er í raun bara ein birtingar- myndin. Meðvirkni getur átt sér stað barn sem elst upp við deilur foreldra, skilnað, mikla búferlaflutninga, geð- raskanir. Börn eru í raun bara eins og litlir svampar, þau eru einstaklingar í mótunarferli sem eru einfaldlega að sækjast eftir því að læra af umhverfi sínu. Lítil börn eru sérlega óvarin og við óeðlilegar aðstæður verður tilvera þeirra skekkt,“ segir hann. Hetjan og týnda barnið Þrátt fyrir að hafa upphaflega verið í hlutverki týnda barnsins á heimilinu þróaðist hlutverk Kjartans yfir í að vera „svarti sauðurinn“ þegar hann var um 8 ára gamall. „Ég fór þá að verða mjög uppátektasamur og leið verr og verr. Um 11 ára byrjaði ég að drekka og þróa minn alkóhólisma. 25 ára gamall hafði ég brennt allar brýr að baki mér og var kominn í meðferð,“ segir hann. Kjartan tekur fram að þau hlutverk sem börn fara í séu af ýmsum toga. „Oft fer elsta systkinið í hlutverk hetjunnar. Það barn leggur sig fram við að vera alltaf til staðar og standa sig vel, það tekur ábyrgð á heimili eða tilfinningum foreldra. Það upplifir höfnun en reynir að vera hetja til að fá staðfestingu á eigin verðmæti. Þau börn sem fóru í hlutverk hetjunnar eru sem fullorðnir líklegir til sýna af sér stjórnsemi og ráðskast með aðra. Týndu börnin halda hins vegar áfram að vera passív, óvarin og félagslega illa sett. Það sem þau eiga sameiginlegt á fullorðins aldri er að sjálfsvirðing, sjálfstraust og sjálfsþekking er ekki í lagi, þau kunna illa að setja heilbrigð mörk og að hegðun þeirra er langt frá því sem kallast getur heilbrigt.“ Hann segir aldrei of seint fyrir fólk að leita sér aðstoðar vegna meðvirkni. „Það er aldrei of seint að vinna að því að verða betri manneskja og ráða betur við lífið. Þegar fólk fær aðstoð er það í raun að laga þá skekkju sem varð til, tekur sjálft við uppeldi sínu og elur sig upp miðað við hvernig það er í eðli sínu.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ég setti álit annarra ofar mínu. CEWE framköllun á ELKO.is BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN LJÓSMYNDABÓK EÐA PERSÓNULEGA GJÖF Sjá nánar á elko.is/framkollun 5 stærðir í boði. 30x30 til 60x40 cm. (e.Premium Double-Sided Cushions) Verð frá 4.315 kr. 21x21 cm. Tvær gerðir af kápum. (e. Square Photobook) Verð frá 3.272 kr. UV prentun á 5 mm frauðplastplötu. (e. Foam Board Print) Verð frá 2.546 kr. PÚÐI MEÐ MYNDLJÓSMYNDABÓK VEGGMYNDIR Á FRAUÐPLAST 16% afsláttur 10% afsláttur 15% afsláttur AFSLÁTTARKÓÐI: 15CUSHIONS AFSLÁTTARKÓÐI: 15CFB9 AFSLÁTTARKÓÐI: 15FOAM11 Börn eru eins og litlir svampar Kjartan Pálmason, ráðgjafi hjá Lausninni fjöl- skyldumiðstöð, segir meðvirkni vera vanþroska sem verður til vegna þess að einstaklingurinn fær ekki nægi- legar heilbrigðar aðstæður til að þroskast. Hann ólst upp hjá skapstórum föður með áfengis- vanda og óöruggri móður sem hélt sig til hliðar, og varð sjálfur meðvirkur vegna ástandsins á heimilinu. Kjartan hefur sótt nám- skeið hjá Piu Mellow sem er einn helsti brautryðjandi þegar kemur að skil- greiningu og ráðgjöf vegna meðvirkni. Hún er ennfremur höfundur bókar um meðvirkni sem er nýkomin út á ís- lensku. Kjartan Pálmason, ráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldu- miðstöð, glímdi sjálfur við meðvirkni og var afar óöruggur og átti erfitt uppdráttar félagslega. Ljósmynd/Hari 30 viðtal Helgin 6.-8. mars 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.