Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 06.03.2015, Qupperneq 32
32 fjölskyldan Hóf er best í öllu H versu gamalt var barnið þitt þegar það byrjaði að sýna símanum þínum áhuga? Ekki heimasímanum sem enginn hefur lengur áhuga á heldur snjallsímanum þar sem barnið sá þig skoða og tala og pikka og fletta með tilþrifum. Auðvitað mjög ungt og þótt barnið hafi í byrjun ekki ráðið vel við verk- efnið, má reika með að á öðru aldursári hafi snjalltæki heimilisins verið orðin því ansi töm. Fyrst í stað finnst okkur þessi áhugi barnsins og fljótsprottin leiknin vera bara skemmtileg og heillandi og svo kemur að því að okkur hentar ágætlega að nýta snjalltækin í uppeldinu. Hvað er til dæmis þægilegra en að rétta rellandi barni farsímann sinn eða spjaldtölvuna til að kaupa sér augnabliksfrið á kaffihúsinu með vinkonunum, í þreytandi bílferðum eða rétt meðan pabbinn klárar að svara tölvu- póstinum í sínu eigin snjalltæki? Já, og hver amast lengur við því þótt kveikt sé á sjónvarpinu lungann úr vökutíma og viðveru fjölskyldunnar á heimilinu? Það eru fæstir að horfa og oft er nánast þaggað niður í hljóðinu þótt myndin sjálf flökti á skjánum í bak- grunni heimilislífsins þar sem börn og fullorðnir rýna fremur hver um sig á sinn einkaskjá, stóran sem smáan. Snjallheimur, skjátími, skjálíf? Hefðum við trúað okkar eigin augum ef við hefðum getað séð inn í framtíðina í lok síðustu aldar? Bæði við og börnin okkar erum að meðhöndla tækni sem við vitum óskap- lega lítið um, hvort sem horft er til uppeldislegra afleiðinga af skjálífinu eða umhverfislegra áhrifa af bylgjum frá þráðlausum netum og farsímum. Svo lítið vitum við að stundum finnst mér sem snjallbörnin okkar séu í aftursæti fjöl- skyldubílsins á sjöunda áratugnum og foreldrarnir mokkreykjandi – en bara frammí og skildu ekkert í bráðbílveikum afkvæmum sínum. Engum datt í hug að börnin ættu að njóta vafans ef eitthvað gæti verið bogið við afleiðingar reyk- inganna sem reyndar fæstum datt í hug á þeim tíma. Deildar meiningar eru um umhverfisafleiðingar en Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin (WHO) setti bylgjur frá þráðlausum netum og farsímum í vafaflokk með mögulega krabbameinsvaldandi umhverfisþáttum fyrir þremur árum. Í byrjun þessa árs setti franska þingið bann við þráðlausum netum í leikskólum og miklar takmarkanir í grunnskólum til að vernda börn fyrir rafmengun frá snallsímum, spjaldtölvum og þráðlausu neti þar sem heilar barna og ungmenna drekka í sig þre- falt meiri rafmengun en heilar fullorðinna. Ef börn eiga að njóta vafans ættu barna- fjölskyldur að slökkva á þráðlausa netinu nema þá stuttu stund sem samkomulag er um að fjölskyldan skreppi í netheimana. Þá er komið að uppeldislegum afleiðingum skjálífsins. Við vitum að margt á skjánum hefur neikvæðar afleiðingar á börn algjörlega óháð skjárýni foreldra á það sem er siðlega þóknanlegt í áhorfi. Bjart ljósið, glamparnir ásamt tifi í myndinni og bliki frá skjánum, sterkir litir og hraðar skiptingar og klippingar geta verið sem árás á óvarið taugakerfi lítilla barna hvort sem þau horfa beint eða sjá skjáinn út undan sér. Vegna þessa hafa komið fram kenningar um að skjálífið stuðli að þróun athyglisbrests hjá börnum. Fleiri neikvæðar afleiðingar eru einnig í umræðunni; tölvufíkn ungmenna og fullorðinna svo og snjalltækjasókn barna sem mörg hver emja eins og stungnir grísir ef snjalltækið er tekið af þeim. Sálfræðingar eru farnir að ræða um alvarleika þess að börn verði háð snjalltækjum rétt eins og efnafíklar og sýni sömu viðbrögð þegar „efnið“ er tekið frá þeim. Hér hvílir ábyrgðin á okkur, hinum fullorðnu rétt eins og í notkun sælgætis og annars sem börn fá aldrei nóg af og verður að skammta af skynsemi. Rétt eins og við slökkvum á netbeini heimilisins, leggjum við snjalltæki til hliðar nema á ákveðnum stundum og það gildir bæði fyrir börn og fullorðna og þegar barnið sér foreldrið leggja snjallsímann sinn í skálina, gerir barnið það sama með gleði. Slökkvum á sjónvarpi eða höfum það þar sem skjárinn er ekki stöðugt í augsýn. Þar með getur barnið notið jákvæðrar reynslu og auðgað líf sitt með allri heims- ins tækni en með varnarskjöld foreldra sinna sem láta vafann vera réttu megin á heimilinu. Það er nefnilega með snjalltæknina eins og allt annað; hóf er best í öllu. Bæði við og börnin okkar erum að meðhöndla tækni sem við vitum óskaplega lítið um, hvort sem horft er til upp- eldislegra afleiðinga af skjálífinu eða umhverfislegra áhrifa af bylgjum frá þráðlausum netum og farsímum. Snjallbörn í snjallheimi Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is Heimur barna Helgin 6.-8. mars 2015 Flóðatafla fyrir helgina 7.-8. mars 2015: Háfjara, Háfjara, árdegis Lokar Opnar síðdegis Lokar 7. mars 01.21 03.21 11.37 13.37 15.37 8. mars 01.50 03.50 12.05 14.05 16.05 Tímar eru miðaðir við 2 klst. fyrir og eftir háfjöru, bæði síðdegis og árdegis. Ævintýraferð út í Gróttuvita Gönguferð út í Gróttuvita er frábær fjölskylduskemmtun og gott tækifæri til að kynna börnin fyrir náttúrulög- máli flóðs og fjöru. Flestum börnum þykir það vera mikið ævintýri að ganga út í vita vitandi það að þau þurfi að fylgjast með sjávarföllunum. Opið er í Gróttu um það bil 3 klukkustund- ir fyrir og eftir háfjöru þannig að um helgina eru kjöraðstæður. VALENCIA 1.–5. APRÍL – PÁSKAFERÐ BEINT FLUG MEÐ ICELANDAIR OG GISTING Í 4 NÆTUR Á 4 STJÖRNU HÓTELI Í HJARTA BORGARINNAR NETVERÐ FRÁ 99.900 KR. NÁNAR Á UU.IS Innifalið er flug, gisting, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn, 20 kg taska og handfarangur. VARSTU BÚIN AÐ FRÉTTA AÐ Á FISKISLÓÐ 39 ER ... landsins m esta úrval b óka, á Forlagsve rði? stærsta kor tadeild land sins? www.forlagid.is Gunnar Smári skrifar um þjóðmálin og hefur tekið upp þráðinn við matarskrif Nýr vefur Fréttatímans er kominn í loftið www.frettatiminn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.