Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Page 54

Fréttatíminn - 06.03.2015, Page 54
54 matur & vín Helgin 6.-8. mars 2015 Bakarar framtíðarinnar keppa um KORNAX bikarinn Hin árlega nemakeppni í bakstri er nú í fullum gangi. For- keppnin fór fram í síðustu viku og úrslitin verða í dag, föstu- dag. KORNAX stendur að keppninni í samvinnu við Bakaradeild Menntaskólans í Kópavogi, Landssamband bakarameistara og Klúbb bakarameistara. K eppendur í árlegri nema-keppni í bakstri sýna listir sínar í formi matbrauða- gerðar, smábrauðagerðar, vínar- brauðagerðar, borðskreytingum úr brauðdeigi auk þess sem uppstill- ing telur einnig til stiga. Hver kepp- andi velur sér þema sem hann vinn- ur með í gegnum keppnina. Fjórir keppendur keppa til úrslita. Verð- launin eru ekki af verri endanum, en vinningshafi hlýtur ferðavinn- ing, Kornax bikar til eignar og far- andbikar frá Klúbbi bakarameistara sem vinningshafi varðveitir í eitt ár. Ásgeir Þór Tómasson, fagstjóri bakaradeildar við MK, og Stefán Gaukur Rafnsson, bakari hjá Korn- ax, eru sammála um að keppni sem þessi veiti nemum einstakt tækifæri til að auka við faglega færni og öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel í verkefnum eins og verklegu loka- prófi og sveinsprófi. Auk þess hefur sigurvegara keppninnar gefist tæki- færi til að taka þátt í sambærilegum keppnum erlendis. „Bakaranámið er mikil listiðn þar sem sköpunarhæfi- leikar nemenda koma glögglega í ljós,“ segir Ásgeir Þór og nefnir dæmi þess efnis að nemendur hafi uppgötvað leynda sköpunarhæfileika á meðan náminu stendur. Í ár taka sjö keppendur þátt og ljóst er að nóg er af efnilegum bökurum á landinu. Unnið í samstarfi við KORNAX Keppendur í nemakeppni KORNAX 2015 Íris Björk Óskarsdóttir Sveinsbakarí Hvaða þema varð fyrir valinu og hvers vegna? Skrautstykkið mitt sækir innblástur í norræna goðafræði og ég vinn með norrænt þema út frá því. Ég hef alltaf haft gaman af gömlu sögunum úr ásatrúnni auk þess sem ég á móður frá Noregi og föður frá Íslandi. Við Norðurlöndin eigum langa sögu saman og samtvinnaða menningu ásamt skemmti- legum hefðum í mat og drykk. Framtíðarplön? Markmiðið er að skoða heiminn og sérhæfa mig á mínu áhugasviði sem er köku- og eftirréttagerð og súkkulaðivinna. Birgir Þór Sigurjónsson Passion Reykjavík Hvaða þema varð fyrir valinu og hvers vegna? Frost, vegna þess að maður þekkir lítið annað þessa dagana. Framtíðarplön? Að eiga frábæra fjölskyldu og verða betri bakari og halda áfram að læra og þróast. Gunnlaugur Ingason Kökulist Hvaða þema varð fyrir valinu og hvers vegna? Þemað mitt er karnival. Ástæðan fyrir því er að nú um miðjan febrúar var karnival hátíðin haldin um allan heim og fannst mér sniðugt að hafa það sem þema eftir að hafa séð fréttir og myndir af karnival hátíðunum. Framtíðarplön? Mig langar að komast út í einhvern tíma, annað hvort á meðan náminu stendur eða strax eftir útskrift. Þá er það aðallega Danmörk sem heillar. Ég ætla sjálfur að fara í rekstur, fljótlega eftir að ég hef lokið náminu. Anna María Guðmundsdóttir Mosfellsbakarí Hvaða þema varð fyrir valinu og hvers vegna? Þemað er Provence af því að ég hef komið þangað fjórum sinnum og heillast mikið af menningu, mat og landslagi. Framtíðarplön? Mín framtíðarplön eru til að byrja með að klára námið, vinna svo í nokkur ár og safna mér reynslu og safna peningum, svo langar mig rosalega að flytja til suður Frakklands og vinna í bakaríum þar, og svo á endanum að opna mitt eigið kaffihús. Fannar Sævarsson Okkar bakarí Hvaða þema varð fyrir valinu og hvers vegna? Ég var með Fjallabrauð sem eru mjög vinsæl í bakaríinu hans pabba á Ísafirði (Bakarinn) og langaði að tengja skrautstykkið við það. Holuhraun varð fyrir valinu þar sem það hefur verið fyrirferðamikið að undanförnu. Framtíðarplön? Útskrifast sem bakari og stúdent. Tíminn mun svo leiða í ljós hvert framhaldið verður. Hálfdán Þór Þorsteinsson Sauðárkróksbakarí Hvaða þema varð fyrir valinu og hvers vegna? Skrautstykkið mitt er gamaldags kringla og mig langaði einfaldlega að fara aftur í gömlu og góðu dagana þegar bakaríin voru allsráðandi. Framtíðarplön? Auka kunnáttu mína í bakstri. Davíð Þór Vilhjálmsson Gæðabakstur Hvaða þema varð fyrir valinu og hvers vegna? Þemað var áttblaðarós vegna þess að mér finnst hún falleg. Framtíðarplön? Meiri bakstur. Úrslit Keppendurnir sjö sem taka þátt í nemakeppni KORNAX í ár. Fjórir komast áfram í úrslitin sem fram fara í dag, föstudag. Ljósmyndir/Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.