Fréttatíminn - 06.03.2015, Qupperneq 60
Yfirlitssýn-
ing Iðunnar
Ágústs-
dóttur
stendur til
19. apríl.
Akureyri ListAsAfnið og MjóLkurbúðin
Sýningar þriggja ættliða í Listagilinu
Í Listagilinu á Akureyri má um
helgina sjá sýningar þriggja
ættliða. Yfirlitssýning á verkum
Iðunnar Ágústsdóttur verður
opnuð í Listasafninu á Akur-
eyri, Ketilhúsi, á morgun,
laugardag klukkan 15. Tilefni
sýningarinnar er 75 ára afmæli
listakonunnar sem er fædd og
uppalin á Akureyri.
Iðunn hóf myndlistarferil
sinn 1977 en fyrsta einkasýning
hennar var haldin 1979 í Gallerí
Háhól. Hún var einn meðlima
Myndhópsins sem stofnaður
var 1979. Iðunn vann aðal-
lega með olíuliti og pastelkrít í
verkum sínum. Hennar helstu
viðfangsefni á ferlinum eru
landslagið, náttúran, fólk og hið
dulræna. Iðunn hefur haldið
fjölmargar einkasýningar og
tekið þátt í fjölda samsýninga
bæði hérlendis og erlendis.
Sýningarstjóri er sonur Ið-
unnar, Eiríkur Arnar Magn-
ússon myndlistarmaður, en
hann opnar sama dag, klukkan
16, sýningu á eigin verkum í
Mjólkurbúðinni í Listagilinu.
Sunnudaginn 8. mars lýkur
svo yfirlitssýningu á verkum
móður Iðunnar, Elísabetar
Geirmundsdóttur, Listakonan í
Fjörunni.
Í tilefni af síðustu sýning-
arhelginni verður boðið til
söngveislu í austursal Lista-
safnsins klukkan 14 á morgun,
laugardag. Nemendur Tón-
listarskólans á Akureyri og Kór
Akureyrarkirkju munu flytja
söngdagskrá með lögum og
ljóðum Elísabetar. Aðgangur er
ókeypis.
Hennar helstu
viðfangsefni á
ferlinum eru
landslagið,
náttúran, fólk
og hið dulræna.
Garðar Stefánsson gerði heimildarmynd um krónuna að loknu hagfræðinámi.
kvikMyndir ný heiMiLdArMynd uM krónunA
Fengu ekki
svör frá Davíð
Íslenska krónan er ný íslensk heimildarmynd sem frumsýnd
verður á boðssýningu í Bíó Paradís á morgun, laugardaginn
7. mars. Almennar sýningar hefjast sunnudaginn 8. mars. Í
Íslensku krónunni er, eins og titillinn gefur til kynna, fjallað
um gjaldmiðil okkar Íslendinga. Sögu hans, stöðu og framtíð.
Að sýningu lokinni á laugardag, klukkan 17, fer fram umræðu-
fundur um stöðu og framtíð íslensku krónunnar. Þátttakendur
í pallborði eru Garðar Stefánsson leikstjóri, Már Guðmundsson
seðlabankastjóri, Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur og
Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR. Umræðum stýrir framleiðandi
myndarinnar, Atli Bollason.
A ðstandendur heimildar-myndarinnar Íslenska krónan, hafa lagt kapp á að myndin sé auðskilin
og fræðandi án þess þó að fórna
fjölbreytni í skoðunum né gagnrýn-
inni hugsun. Leikstjórinn Garðar
Stefánsson segir hugmyndina hafa
orðið til í hagfræðideild Háskóla Ís-
lands. „Hugmyndin kviknaði þegar
ég var sjálfur að klára hagfræðinám
í kringum 2007,“ segir Garðar. „Ég
hafði alltaf heillast af þessum mann-
gerða heimi peninga sem við lifum
í. Spurningunni um hvort krónan sé
góð og hlutir sem maður pældi lítið
í,“ segir Garðar sem vildi gera mynd
þar sem útskýrt væri hvernig þessir
hlutir virka. „Það var svona grunn-
pælingin sem hvatti mig áfram.
Ég plataði Atla Bollason með mér
í þetta verkefni en hann framleiddi
myndina,“ segir Garðar. „Hann var
pínu hræddur við hagfræðihlutann
af þessu en vildi að allar spurningar
fengju séns í þessu.“
Ráðist var í gerð myndarinnar í
góðærinu þegar Íslendingar töldu
sig einhverja ríkustu þjóð í heimi,
því gengi krónunnar var svo hátt.
Hugmyndin var að bæta þekkingu
áhorfenda á hagfræði svo þeir gætu
sjálfir metið hvort Íslendingar væru
jafnmiklir galdrakarlar í fjármálum
eins og af var látið. Nú, þegar efna-
hagslífið fer batnandi er líklega ekki
vanþörf á að bæta skilning lands-
manna á peningamálum á ný og ljá
þeim hugtakaforða til að hugsa með
gagnrýnum hætti um efnahagsmál.
Myndin tók 7 ár í framleiðslu
og talaði Garðar við mikinn fjölda
fólks við gerð hennar. „Þróunin
átti sér stað frá þeim tíma sem allir
vildu tala við mig í það að enginn
vildi tala,“ segir Garðar. „Við send-
um Davíð Oddssyni bréf um efn-
ið, en því var aldrei svarað. Hann
var seðlabankastjóri árið 2008 og
hefði getað svarað mörgum spurn-
ingum,“ segir Garðar. Meðal við-
mælenda eru Már Guðmundsson
seðlabankastjóri, Einar Már Guð-
mundsson rithöfundur, Kristrún
Tinna Gunnarsdóttir hagfræðing-
ur, Heiðar Már Guðjónsson fjár-
festir, Vigdís Hauksdóttir þingkona,
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð-
ingur og Eyja Margrét Brynjars-
dóttir heimspekingur, auk fjölda
annarra sérfræðinga og leikmanna
sem eiga það sameiginlegt að nota
krónuna á hverjum degi til að borga
fyrir nauðsynjar.
„Markmiðið er ekki að sanna,
eða afsanna neitt. Heldur setja fram
spurningar um hlutverk krónunnar
á aðgengilegan hátt,“ segir Garðar
Stefánsson leikstjóri.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
60 menning Helgin 6.-8. mars 2015