Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 30
Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is Þ egar hagfræðingurinn, stjórn- málamaðurinn, tónskáldið og píanóleikarinn José Antonio Abreu sat fyrir rúmum fjörutíu árum og velti fyrir sér bágu standi síns elskaða heimalands, Venesúela; komst hann að þeirri niðurstöðu að vandi samfélagsins væri ekki félagslegur, ekki efnahagslegur, ekki stjórnmálalegur og ekki stjórnsýslulegur, þótt öll þessi svið væru veik og lasburða og að því er virtist ófær um að rísa undir nokkrum bata í samfélaginu. Vene- súela var fátækt land þrátt fyrir auðlindir. Auðnum var hins vegar misskipt þannig að fáir lifðu vel en fjöldinn sá vart til sólar. Stjórnmálahefðin var föst í þjarki og rúmaði ekki vitrænt samtal um framtíð landsins. Og stjórnsýslan var spillt og þjónaði sjálfri sér og hinum valdamiklu en ekki almennum hagsmunum landsmanna. Svo vitnað sé til íslenskrar samfélagsumræðu þá var virðing fyrir stofnunum samfélagsins lítil og traust á þær hrunið. Samfélagið virtist ferðast stjórn- laust til einhvers staðar sem kannski enginn vildi heimsækja, en samt var eins og það gæti ekki snúið af braut eða stöðvað ferðina. Flestir gerðu sér grein fyrir að margt væri að og fátt í góðu lagi; en samt var ekki að sjá neinn bata á nokkrum sköpuðum hlut. Þótt vandi efnahagslífsins væri greindur þá virtist það ekki leiða til lausnar. Vandinn hélt áfram að vaxa, jafnvel hraðar en áður. Á sama hátt skipti engu þótt allir væru sammála um að umræðan leiddi fólk ekki að lausnum heldur ýtti undir ósætti, vantraust og illindi. Þótt öllum væri þetta ljóst þá breyttist umræðan ekki heldur hélt hún áfram að mylja undir sig allan góðan ásetning. Trú eða list José Antonio Abreu velti þessari stöðu sam- félagsins fyrir sér og komst að því að vandinn hlyti að vera djúpstæður og rót hans liggja einhvers staðar að baki þeim vandamálum sem fólk teldi sig vera að glíma við. Það væri ástæða þess að ekkert breyttist. Fólk var sífellt að berjast við afleiðingar, en sæi ekki orsök vandans. Þess vegna breyttist ekkert, versnaði jafnvel. Fólk fékk sífellt nýjar og nýjar afleiðingar djúpstæðs vanda í fangið. Og skiljanlega var það orðið örvæntingarfullt, pirrað og reitt. Það var sama hvað það sagði, ekkert hafði áhrif. Það var sama hvað það gerði, ekkert breyttist. Abreu segist hafa áttað sig á að vandi sam- félagsins í Venesúela væri ekki efnahags- legur, ekki félagslegur, ekki stjórnmálalegur og ekki stjórnsýslulegur heldur andlegur. Samfélagið virkaði ekki vegna þess að eng- inn vissi í raun hver staða hans innan sam- félagsins var; hvar ábyrgð hans lagi, hverjar skyldur hans væru og hvers hans gæti vænst af öðrum. Samfélagið hafði tapað tilgangi sínum. Hol þjóðernisupphafning herfor- ingjastjórna var löngu geld, en það var eins og nýjar hugsanir hefðu ekki náð að skapa inntak og samstöðu, þótt þeim hefði tekist að afhjúpa innihaldsleysi gamalla hugmynda. Abreu komast að því að til að tæknileg lausn gæti af sér farsæla niðurstöðu þyrfti að beita henni á innblásinn máta. Barn lærir mest og best í leik. Sá sem veit hvers vegna, þolir hvað sem er hvernig. Það er tilgangurinn sem gefur okkur og samfélagi okkur meiningu og Má bjóða yður til andlegs hruns Sú hugmynd er gömul og rótgróin að æðri tilgangur gefi verkum okkur inntak og merkingu svo þau geti orðið frjósöm og til farsældar fyrir okkur sjálf og samfélagið. Hrun eru þá afleiðing þess að við höfum týnt tilgangnum eða svikið hann. Hrun í matarvenjum, sjúkdómar vegna lélegs matar og offita, vegna of mikillar neyslu, ættu þá að segja okkur að við höfum týnt tilganginum með því að setjast að matarborðinu eða svikið hann. afl. Og það er andlegur vandi þegar höfum misst sjónar af tilgangi eða stöðu okkar í heiminum. Ekki trúarlegur, heldur andlegur. En hvernig læknar maður andlegan vanda? spurði Abreu sjálfan sig. Hann taldi aðeins tvö þroskakerfi duga til einhvers. Annars vegar trú og hins vegar list. Þótt hann væri alinn upp í kaþólsku og liti á sig sem kristinn mann; taldi Abreu sig ekki vita neitt um trú eða trúarbrögð sem gæti gagnast öðrum. Trú hans var einkanleg og til heimabrúks. En Abreu vissi margt um list og einkum tónlist. Hann hafði lært á píanó miklu lengur en hann hafði hugsað um hagfræði eða stjórnmál, samdi tónverk og stjórnaði hljómsveitum. Hann fór því út í fátækrahverfi Caracas og kenndi börnum að spila á hljóðfæri án endurgjalds, einum sér en líka saman í sveit. Í fyrsta tíma mættu ell- efu börn. Í dag sækir um hálf milljón barna í Venesúela tónlistarnám til el sistema, en svo kallast hreyfingin sem spratt af hugrenning- um José Antonio Abreu fyrir fjörutíu árum. Abreu trúir að tónlistarnámið sé andlegt. Það breyti sjálfsmynd fátæks barns að vera ekki lengur eitt af öllum hinum börnunum heldur barnið sem spilar á fiðlu eða básúnu. Tónlistin og hljóðfærið færa líka barninu verðmæti sem eru í raun utan og ofan við hið veraldlega líf. Allir í el sistema spila í hljóm- sveitum frá fyrsta degi og það eflir samstöðu og samkennd, kennir börnum að stilla sam- an strengi og hvetja hvert annað. Eldri börn hjálpa hinum yngri og þeim sem eru komin skemmra á veg. Til að el sistema gangi upp þurfa allir að gefa til þess, en allir geta líka tekið til sín það sem þeir þurfa. El sistema hefur haft mikil áhrif á líf þúsunda barna og ungmenna í Venesúela, en það hefur líka haft mikil áhrif á tónlistarlífið í landinu og reyndar út um allan heim. Um það mætti skrifa langa grein. En það ætla ég ekki að gera í þetta sinn, heldur segja ykkur hvernig greining José Antonio Abreu á vanda samfélagsins í Vene- súela fyrir fjörutíu árum tengist mat. Guðlaus veröld En áður en ég kem að því vil ég þó aðeins nefna íslamska hugtakið jahiliyyah. Þetta er baneitrað hugtak sem gegnir lykilatriði í hugmyndafræði herskárra íslamskra öfga- hópa og hefur verið notað sem réttlæting fyrir grimmdarverkum gagnvart þeim sem ekki aðhyllast íslam eða ekki rétta túlkun íslam, að mati þeirra sem ofbeldinu beita. En við skulum samt skoða þetta hugtak og reyna að átta okkur á inntaki þess. Upphaflega var jahiliyyah notað af íslömskum fræðimönnum til að skilgreina samfélag araba fyrir Múhameð. Þeir bentu á að margt hefði verið líkt með fólki þá og nú. Hefðir og siðir hirðingja hefðu innifalið sam- kennd og samhjálp og margt í samfélaginu ýtt undir rétta breytni út frá mælistikum trúarbragða sem síðar urðu til og sem þetta fólk gat með engu móti þekkt. Þau voru enn ekki til þegar fólkið lifði og starfaði. En hver var þá munurinn á þessum samfélögum, spurðu fræðimennirnir. Þeir gátu ekki bent á neinn nógu veigamikinn augljósan mun á lífi venjulegs fólks fyrir og eftir Múhameð; það sinnti meira og minna sömu skyldum og áður og, að því er virtist, ekki með svo ólíku hugarfari. En þegar horft var til samfélags- ins sem heildar sáu fræðimennirnir mikinn eðlismun. Fyrir tíma Múhameðs höfðu arabískir hirðingar lifað dreift og án sam- eiginlegs markmiðs eða tilgangs. Eftir Mú- hameð var veröldin allt önnur. Arabar höfðu lagt undir sig stærstan hluta Norður-Afríku og Mið-Austurlönd og veldi þeirra náði langt inn í Evrópu, bæði austan frá og vestan. Íslam var í raun eina heimsveldið fyrir utan Kína. Innan þess var varðveittur menningar- og þekkingararfur Forn-Grikkja og hann blandaðist þar arabískri hugsun og áhrifum frá Asíu svo úr varð stórkostleg menning og þróttmikið samfélag á flestum sviðum. Til að skýra þennan mun á ástandi sam- félagsins fyrir og eftir Múhameð settu fræðimennirnir þennan merkimiða á gamla heiminn; jahiliyyah. Það merkir guðlaus veröld eða heimur án guðlegrar leiðsagn- ar. Jahiliyyah er ástand þar sem þú hefur kannski allt til alls en það nýtist þér ekki til farsældar. Þú átt þitt tjald og þinn úlfalda, stendur þína plikt og vinnur af elju og dugn- aði, sinnir þínu fólki en samt verður það þér og samfélaginu ekki til blessunar. Ekki fyrr en þú leyfir Guði eða Allah að ráða ferðinni. Þá verða sömu athafnir og gjörðir og engan ávexti báru skyndilega öllum til blessunar og farsældar. Af þeim rís nýtt og öflugt samfélag sem rúmar stærri verk og máttugri hugsanir en áður. Trúarlega trixið í þessari útskýringu er náttúrlega að fólk getur ekki áttað sig á í hverju galdurinn er fólginn. Það verður að beygja sig undir leiðsögn Guðs eða Allah til að sömu verk fái nýja merkingu og skili betri árangri. Ef hægt væri að útskýra galdurinn þyrfti maðurinn ekki á Guði að halda. Hann gæti orðið farsæll fyrir eigin til- verknað og eigið afl. Íslensk þjóðernistrúarbrögð Í sjálfu sér er þessi útskýring íslamskra fræðimanna fyrir þúsund árum hvorki frum- leg né sérstök. Kristnir fræðimenn svöruðu með sama hætti spurningunni um hvort fólki hafi getað haft gott hjartalag áður en Jesús steig til jarðar með boðskap sinn. Þór- bergur Þórðarson benti á að sumir gáfaðir menn gætu ekki nýtt gáfur sínar sjálfum sér til farsældar; þeir væru gáfaðir en karater- ískt heimskir. Íslensk þjóðernistrú byggir að mörgu leyti á þessu hugtaki, jahiliyyah, þótt okkur sé það ekki tungutamt. Samkvæmt þessari ríkistrú voru Íslendingar farsælir þegar þeir voru frjálsir þegnar sjálfs síns í öndverðu, en þegar þeir gengu útlenskum kóngi á vald snérist öll þeirra hugsun gegn þeim og öll þeirra verk misfórust. Í því standi var Ísland alla tíð frá 1262 og þar til Jón Sigurðsson barði í borðið 589 árum seinna og mótmælti þessu helvítis fokking fokki. Þá loks risu Ís- lendingar á fætur og hrópuðu: Vér mótmæl- um allir! Samkvæmt þjóðtrúnni reis þá upp ný veröld. Íslendingum farnaðist aftur vel þegar frelsishugsjónin blés þeim í brjóst og vegna anda hennar varð hugsun þeirra skýr og verk þeirra gjöful. Á undraskömmum tíma tókst þjóðinni að brjótast úr örbirgð til bjargálna. Gott ef hún gerði það ekki á nýju heimsmeti. Um leið og Íslendingar létu þjóð- frelsið og fullveldið leiða sig urðu verk, sem áður leiddu ekki til neins, að einhverju allt öðru og stærra. Ný veröld varð til. Íslending- ar höfðu yfirgefið sitt jahiliyyah. Gallinn við svona „before-and-after“-skýr- ingar er að þær falla á andlitið þegar aftur Þótt umræðan á Íslandi notist ekki við andleg hugtök er eðli hennar eftir Hrun engu að síður leit að nýju samfélagslegu inntaki eftir áföllin. Sú hugmyndin er útbreidd og sterk að Hrunið sé einskonar refsing fyrir svik þjóðarinnar gagnvart einhverjum tilteknum gildum. Styrmir Gunnarsson sá fyrir sér hvernig andlegt hrun sjálf- stæðisbaráttunnar hafði leitt útlenska hagsmuni inn að miðju íslenskra stjórnmála og boðaði kenningar um umsátur útlendinga um íslenskt sam- félag og stórhættulega undir- gefni afla innan samfélagsins við útlenska hagsmuni. José Antonio Abreu sá fyrir sér hvernig andlegt hrun hafði dregið afl úr samfé- laginu í Venesúela og gat af sér ókeypis tónlistarnám fyrir börn. Sayyid Qutb sá fyrir sér hvernig andlegt hrun hafði umbreytt ríkjum íslam og gat af sér Al-Qaeda. 30 matartíminn Helgin 22.-24. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.