Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 90

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 90
útivist & hlaup Helgin 22.-24. maí 201514 P áll Ásgeir Ásgeirsson hefur skrifað leiðsögubækur um Ísland í meira en 20 ár. Sú fyrsta kom út hjá Máli og menn- ingu vorið 1994 og fjallaði um fjórar gönguleiðir á hálendi Íslands. Nán- ar tiltekið voru það Laugavegurinn, Kjalvegur, Öskjuvegur og Lóns- öræfi sem fjallað var um og miðað við að ferðamenn gengju með allt á bakinu án utanaðkomandi aðstoðar. Þessi bók kom svo aftur út 2013 í nokkuð uppfærðri útgáfu þar sem ýmislegt hafði breyst á 20 árum. Gönguleiðinni um Fimmvörðuháls var bætt við. Páll Ásgeir hefur ferðast um Ís- land í 30 ár, eða þar um bil, og gerir enn. Hann er leiðsögumaður í ferð- um fyrir Ferðafélag Íslands og hef- ur undanfarin sex ár stjórnað geysi- lega vinsælum gönguverkefnum fyrir félagið sem mjög mikil þátt- taka hefur verið í. Þekktast þeirra er verkefnið Eitt fjall á viku. Á sumrin eru það einkum lengri ferðir á vegum Ferðafélags Íslands sem Páll Ásgeir leiðsegir í og eru Hornstrandir og Fjallabak meðal þeirra slóða sem oftast eru á dag- skránni. Hinn forni Kjalvegur er ákaflega áhugaverð gönguleið og sú göngu- leið sem félagar úr Ferðafélagi Ís- lands fóru oftast um á fyrstu árum félagsins fyrir nærri 90 árum. Leiðin er sögurík, þétt vörðuð leið um fagra náttúru, vel merkt og hentar flestum sem fást vilja við gönguferðir. Í sumar leiðir Páll Ásgeir farþega Ferðafélags Íslands í fyrsta áfanga raðgöngu sem á fjórum árum á að liggja umhverfis Langjökul. Í sumar verður gengið frá Hveravöllum og í Hvítárnes. Gist verður í skálum Ferðafélagsins í Þjófadölum, Þver- brekknamúla og Hvítárnesi meðan húsrúm leyfir en þátttakendur geta einnig gist í tjöldum. Á þessari leið er gert ráð fyrir að víkja ofurlítið frá hinni hefðbundnu leið og kanna afskekkta staði í ná- grenni leiðarinnar eftir því sem veð- ur leyfir. Þar má helsta nefna staði eins og Fögruhlíð í Jökulkrók, Fróð- árdali og leirur Fúlukvíslar en allir þessir staðir eru sérlega fáfarnir og áhugaverðir.  Útivist Páll ásgeir ásgeirsson hefur skrifað leiðsögubækur í 20 ár Fréttatíminn hitar upp fyrir útivistarsumarið. Hér tökum við púlsinn á Páli Ásgeiri Ásgeirssyni sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka um landið. Hann er fararstjóri í athyglisverðum ferðum á vegum Ferðafélags Íslands. Páll og Rósa Sigrún Jónsdóttir hafa ferðast um landið í þrjá áratugi og skrifað um ferðir sínar. Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir, eiginkona hans, hafa ferðast saman um landið í áratugi og skrifað um ferðir sínar. Ljósmynd/Hari Á fjöllum með Páli og Rósu Hvítárnes – Hveravellir Um Kjalveg hinn forna Hinn forni Kjalvegur liggur um hálendið milli Langjökuls og Hofsjökuls. Í norðri má segja að leiðin greinist eftir því hvort menn hyggjast halda niður í Skagafjörð eða Húnaþing og eins má segja að í suðri greinist hún eftir því hvort menn voru á ferð niður í Hreppa eða Biskupstungur. Allt að einu þá er það einungis sá hluti leiðarinnar sem liggur milli jöklanna sem ber nafnið Kjalvegur. Í þessari leiðarlýsingu er miðað við að göngumaður hefji ferð sína í Hvítárnesi og ljúki henni á Hveravöllum. Til þess að komast í Hvítárnes er annað hvort hægt að fá einhvern til þess að aka sér inn eftir en einnig ganga langferðabifreiðar um Kjalveg á sumrum og hægt að taka sér far með þeim og stíga af í Hvítárnesi og um borð aftur á Hveravöllum. Gist í Þjófadölum Ferð okkar hefst í Hvítárnesi þar sem við gistum fyrstu nóttina í elsta sæluhúsi Ferðafélags Íslands. Það var byggt 1930 og hefur reglulega verið endurbætt síðan. Þar geta gist tæplega 30 manns í kojum eða á svefnlofti. Úr Hvítárnesi liggur leiðin að Þver- brekknamúla þar sem Ferðafélag Íslands á góðan skála. Þar er gott að gista. Fallegt er í nágrenni Þver- brekknamúla. Fram undan skálanum er votlendi sem fjöldi uppsprettna tryggir ríkulegan gróður og Hrútfell, 1396 metra hátt, gnæfir í norðri. Eldra nafn á þessu fjalli úr munni norðanmanna mun vera Regnbúða- jökull. Þetta er tígulegt fjall, krýnt jökulhveli og teygja sig fimm mis- stórar jökultungur niður af kollinum. Frá Þverbrekknamúla liggur leiðin áfram norður Kjalhraun austan við Fúlukvísl. Fyrst göngum við yfir brúna á kvíslinni og beygjum svo til norðurs þar sem kvíslin beygir. Síðan liggur leiðin um slétt hraun og graslendi í Þjófadali undir Þjófadalafjöllum. Sá sem ferðast með bakpoka getur ráðið sínum næturstað en ágætt er að gista í Þjófa- dölum. Vel mætti hugsa sér að skipta leiðinni þannig milli daga að ganga úr Hvítár- nesi í Þverbrekknamúla, gista þar í tvær nætur og nota lausan dag til þess að ganga á Hrútfellið. Þaðan mætti ganga í Þjófadali, gista þar og enda svo á Hveravöllum. Þessari leið má auðveldlega snúa við og byrja á Hveravöllum og enda í Hvítárnesi. Hveravellir Hveravellir hafa verið áfangastaður ferðamanna á leið um hálendið frá landnámi en staðurinn varð ekki áningarstaður ferðamanna í hefðbundnum skilningi orðsins fyrr en 1938 þegar Ferðafélag Íslands reisti eldri skálann af tveimur sem hér standa. Í lok tuttugustu aldar varð Kjalvegur fólksbílafær milli byggða þegar brú var sett á Seyðisá og við það mun umferð á Hveravöllum hafa aukist. Um svipað leyti lauk ráðsmennsku Ferðafélags Íslands á Hveravöllum en þar hafði félagið átt skála frá 1938. Rekstraraðilar á vegum Svínavatnshrepps tóku við og hafa annast staðinn síðan. Hveravellir eru heillandi og söguríkur staður þar sem Fjalla-Eyvindur og Magnús sálarháski eiga sinn skerf hvor en leiðir manna hafa legið um þessar slóðir allt frá landnámi. 25. maí: Hvítasunnuhlaup Hauka. 14 og 17,5 km. Utanvegahlaup um uppland Hafnar- fjarðar. Ræst klukkan 10 frá Ásvöllum í Hafnarfirði. 30. maí: Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins. 3 og 10 km. Hefst kl. 19 við hús Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. 6. júní: Mývatnsmaraþon. 3, 10, 21 og 42 km. Hlaupið hefst og endar í Jarðböðunum við Mývatn og hlaupið verður eftir þjóðveginum í kringum Mývatn. 20. júní: Mt. Esja Ultra fjallahlaup verður haldið í fjórða skiptið. Þrjár vegalengdir eru í boði með mismunandi hækkunum. 4. júlí: Þorvaldsdalsskokkið, elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi. Hlaupið hefst við Fornhaga í Hörgárdal og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd. Hlaupið hefst kl. 12 en kl. 11 fer rúta frá Árskógsskóla fyrir þá sem vilja geyma bílinn við rásmarkið. 5. júlí: Vestmannaeyjahlaupið. 5, 10 og 21,1 km. Hlaupið hefst við Íþróttamið- stöðina kl. 12 og eru öll hlaupin ræst á sama tíma. 22. ágúst: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Stærsta hlaup sumarsins. Þátttak- endur geta valið á milli sex vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig. Hlaup sumarsins o ft getur verið hvetjandi að stefna að þátttöku í hlaupi og æfa sérstak- lega með það í huga. Fjöldamörg hlaup af ýmsum gerðum verða haldin víða um land í sumar. Því er um að gera að skoða dag- skrána og finna hlaup við hæfi. Á vefnum hlaup.is má nálgast upp- lýsingar um hlaupin, auk þess sem skráning fer einnig fram á vefnum. Hér má líta á nokkur hlaup sem fara fram í sumar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.