Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 38
12 ára F í Breiðagerðisskóla T Tvö og tvö saman í röð. Þannig gengum við daglega alla vetur í skólastofuna okkar í Breiðagerðisskóla, frá því hitt- umst fyrst í 7 ára bekk þar til kláruðum fullnaðarpróf, sem svo var kallað, í 12 ára bekk. Alltaf tók kennarinn okkar í F-bekknum, Svavar Helgason, vel á móti okkur, glæsilegur að vallarsýn og ekki síðri í lund. Við bárum virðingu fyrir honum en vera kann að stöku sinnum hafi hann þurft að hasta á strákahópinn svo röðin héldist rétt. Stúlkurnar voru prúðari. Það var barnmargt í hverfinu og skól- inn þrísetinn. Það þætti sjálfsagt ekki gott í dag en þá var ekki um annað að ræða. Við börnin höfðum ekki áhyggjur af því, mættum bara þegar okkur bar. Svavar sá um sinn hóp og leiddi til þroska í lestri, skrift og reikningi. Þess utan fórum við sundtíma, því allir urðu að læra sund, og í leikfimi til Árna Njálssonar, knattspyrnu- kappa úr Val, það er að segja við strákarn- ir. Kristín, kona Árna, kenndi stelpunum leikfimi – og gætti þess síðar, þegar ung- lingsárin nálguðust, að ekki væri vangað á dansæfingum. Árni þurfti stöku sinnum að ávíta yngispilta sem voru ekki nógu hrein- ir á fótunum og senda í sturtu. Annars var gott að vera í leikfimi hjá Árna. Hann sinnti grunnþörfum kennslunnar í kaðlak- lifri og stökki yfir hest en skipti annars í lið og leyfði okkur að spila handbolta. Þar var grunnur lagður að handboltveldi Vals en enn frekar Víkings enda Breiða- gerðisskólinn í hjarta Víkingshverfisins, við hlið Víkingsvallarins og félagsheimili Víkings, sem einnig var notað til kennslu vegna húsnæðisskorts. Síðar flutti Víking- ur sig um set, í Fossvoginn, en strengur margra þeirra sem voru í F-bekk Svavars á þessum árum er enn sterkur til félagsins þótt hópurinn hafi dreifst um allar koppa- grundir. Árni fylgdi okkur raunar yfir í Réttarholtsskólann, gagnfræðaskólann sem tók við okkur að námi loknu í Breiða- gerðisskólanum, og hélt þar áfram að móta handboltahetjur og landsliðsmenn fram- tíðar, marga af köppum Víkings á níunda áratug liðinnar aldar, sem nýlega voru valdir besta félagslið Íslands fyrr og síðar. Fremstu handboltakappar okkar í 12 ára F voru síðar stórskytta Víkings, Guðjón Magnússon, og Valsarinn og síðar lands- liðsmarkvörðurinn, Ólafur Benediktsson. Það verður að viðurkennast að útskrift- arárið okkar úr Breiðagerðisskólanum var mér ekki ofarlega í huga þegar mér barst síðla vetrar tölvuskeyti frá bekkjarsystur minni frá þessum barnaskólaárum. Þar sagði hún mér að nú í vor væru fimmtíu ár liðin frá þessum tímamótum og því ætlaði bekkurinn að koma saman, fara í röð fyrir utan skólastof- una og fá leyfi skóla- stjór- ans til að setjast þar á lítinn stól við lítið borð og rifja upp liðn- ar stundir. Stofnuð hafði verið sérstök Facebook-grúppa vegna atburðarins en vegna þeirrar sérvisku minnar að vilja ekki vera á Facebook fékk ég tölvuskeyt- ið. Ég samþykkti þegar í stað að mæta og mín ágæta eiginkona hljóp undir bagga og gerðist meðlimur í grúppunni. Þannig gat ég fylgst með framvindu mála. Ég man bærilega eftir flestum sem voru með mér í þessum barnaskólabekk. Við vorum nokkur sem fylgdumst að eftir landspróf og fórum í sama menntaskóla. Þau þekki ég betur en hin enda hittist stúd- entshópurinn reglulega. Af sumum hef ég stöku sinnum frétt en aðrir hurfu sjónum, eins og gengur. Hver og einn hefur átt sitt líf, maka, börn og nú barnabörn, enda erum við komin á virðulegan aldur eins og sjá má af hálfrar aldar útskriftarafmælinu úr barnaskólanum. Fróðlegt hefur verið að fylgjast með samskiptum hópsins innan Facebook- grúppunnar, með aðstoð konu minnar. Birt var mynd af 12 ára bekknum og einn bekkjarfélaginn tók sig til og merkti nöfn allra inn á myndina svo betra væri að glöggva sig á hverjum og einum. Það eru jú liðin fimmtíu ár og fólk breytist aðeins á svo löngum tíma. Fram kom að einn úr hópnum væri látinn en annars ætluðu flestir að mæta, jafnvel koma frá útlöndum, slík var tilhlökkunin til endur- fundanna. Þá minntust bekkjarsystkinin Svavars kennara lofsamlega en hann lést í bílslysi langt fyrir aldur fram og var að- standendum harmdauði. Það þurfti ekki að tukta neinn til í röð- inni þegar við söfnuðumst saman fyrir framan skólastofuna okkar í Breiðagerð- isskólanum fyrr í vikunni. Stelpurnar í bekknum eru sætar sem fyrr þótt þær beri virðulegan ömmutitil – enda eignað- ist bekkurinn síðar alheimsfegurðardrott- ingu er Henný Hermannsdóttir kom heim frá Japan með titilinn Miss Young Inter- national – og strákarnir, það er að segja af- arnir, báru sig vel. Æskulitur hárs margra sveinanna hafði að sönnu upplitast, eða höfuðið vaxið upp úr hárinu, en bekkjar- systurnar héldu flestar sínum lit – eða öðr- um nútímalegri. Óvíst er samt að sömu tilþrif hefðu verið sýnd og í handboltanum hjá Árna Njáls í gamla daga, þó er aldrei að vita. Við færð- umst hálfa öld aftur í tímann, rifjuðum upp sælar samverustundir í sex vetur í skólastofunni okkar og kynntumst upp á nýtt. Í minningunni er þetta tími áhyggju- lausra æskuára og óþarfi að tíunda það þótt einhverjir bekkjarbræðranna hafi stöku sinnum verið kallaðir til skólastjór- ans fyrir skammarstrik, þar á meðal pistil- skrifarinn. Skólastjórinn, Hjörtur Krist- mundsson, bróðir Steins Steinarrs, hafði tök á sínum ungdómi, bauð rauðan Ópal og spurði skömmustulegan pörupiltinn hvort hann hefði kynnt sér skólareglurnar. Yng- issveinninn varð að viðurkenna að hann væri lítt eða ekki lesinn í þeim fræðum. Yfirvaldið tók eftir atvikum mildilega á því, afhenti syndaselnum útprentað- ar skólareglurnar, rétti Ópalpakkann aftur að gestinum og þakkaði síðan fyrir komuna. Svavar hefði verið hreykinn af sínum hópi, hefði hann horft til okkar frá sínu gamla kennarapúlti – og hver veit nema hann hafi verið þar í andanum. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Veisluþjónusta að hætti Jóa Fel –allt fyrir útskriftina! Fylltar súkkulaðiskálar Pantanir í síma: 588 8998 Ítalskar snittur 12 eða 8 bita pinnaVeisla 38 viðhorf Helgin 22.-24. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.