Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 8
Halldór Ásgrímsson látinn Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi for­ sætisráðherra og formaður Fram­ sóknarflokksins, er látinn. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans á mánu­ dagskvöld. Halldór fékk hjartaáfall í sumarbústað sínum í Grímsnesi fyrir helgi og var í kjölfarið fluttur á Land­ spítalann. Hann var 67 ára þegar hann lést. Halldór fæddist árið 1947 á Vopna­ firði. For eldr ar hans voru Ásgrím ur Hall dórs son, fram kvæmda stjóri á Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ing ólfs dótt ir hús freyja. Hall dór lauk prófi við Sam­ vinnu skól ann árið 1965 og varð lög gilt­ ur end ur skoðandi árið 1970. Hann sat á Alþingi 1974 til 1978 og aftur frá 1979 til 2006. Hann var vara­ formaður Framsóknarflokksins frá 1980 til 1994 og formaður frá 1994 til 2006. Hann var ráðherra í samtals 19 ár, sjávarútvegsráðherra frá 1983 til 1991, utanríkisráðherra frá 1995 til 2004 og forsætisráðherra frá 15. sept­ ember 2004 til júnímánaðar 2006 þegar hann hætti afskiptum af stjórnmálum. Halldór var framkvæmdastjóri Nor­ rænu ráðherranefndarinnar frá 2007 til 2013. Hall dór læt ur eft ir sig eig in konu, Sig ur jónu Sig urðardótt ur lækna rit­ ara, og þrjár upp komn ar dæt ur; Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barna­ barna og barna barna barna. Halldór Ásgrímsson. Salka Sól Eyfeld, Erpur Eyvindarson og Dr. Gunni voru meðal kunnra Kópavogsbúa sem tróðu upp á afmælistónleikum bæjarins. Bæjarstjórinn er ánægður með hvernig til tókst.  SveitarStjórnarmál 60 ára afmæliShátíð KópavogS Átján milljón króna afmælistónleikar í Kópavogi Veglegir tónleikar í tilefni af sextíu ára afmæli Kópavogsbæjar kostuðu um 18 milljónir króna. Bæjarstjórinn er ánægður með hvernig til tókst og segir að tónleikarnir hafi haft jákvæð áhrif á bæjarbraginn. Þ arna voru yfir fimm þúsund Kópavogsbúar og þessir tónleikar stóðu undir öllum mínum vonum. Það hafa margir stoppað mig úti á götu og þakkað fyrir góða tónleika,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Sextíu ára afmæli Kópavogsbæjar var fagnað í byrjun mánaðarins með stór­ tónleikum í Kórnum. Ókeypis var inn á tónleikana. Um 600 manns komu fram á tónleikunum og áttu allir það sameiginlegt að vera Kópavogsbúar eða áttu rætur að rekja í bæinn. Meðal þeirra sem komu fram voru Ríó tríó, Salka Sól Ey­ feld, Erpur Ey­ vind­ arson, Guð­ rún Gunnarsdóttir, Stebbi Hilmars og sameinaður barnakór sem 400 börn úr Kópavogi skipuðu. Fréttatíminn óskaði eftir upp­ lýsingum frá bænum um kostnað við afmælishátíðina. Í svari bæjar­ ins sagði að lokauppgjör hafi ekki enn farið fram en afmælisnefnd bæjarins hafi fengið 30 milljónir króna til ráðstöfunar í fjárhags­ áætlun ársins. Áætlun gerði ráð fyrir að tónleikarnir kostuðu 17­18 milljónir króna. Búist er við því að sú áætlun standist. Meðal annarra verkefna sem afmælisnefndin styrkti eru sýning leikskólabarna á Hálsatorgi, sögusýning í Salnum, afmæliskaka í Smáralind og veit­ ingar í sundlaugum bæjarins um afmælishelgina og afmælisblað um Kópavog. „Ég held að við höfum náð því markmiði okkar að halda veglega tónleika sem höfðu jákvæð áhrif á bæjarlífið og bæjarbraginn,“ segir Ármann, sem jafnframt var for­ maður afmælisnefndarinnar. „Ég hafði lofað gæsahúð á tón­ leikunum og fékk hana við að horfa á hundruð krakka saman í kór að syngja með Jungle Drum. Annað gæsahúðartilvik var svo þegar skólahljómsveitin okkar tróð upp. Þetta var ótrúlega magnað.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Ármann Kr. Ólafsson. 8 fréttir Helgin 22.-24. maí 2015 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í þessari stórbrotnu ferð um svissnesku Alpana njótum við svæðisins Valais, göngum um fjalllendi með blómstrandi engjum og í gegnum aldagamla greniskóga. Gengið verður að Zermatt, frægasta fjalli svæðisins og um Bettmeralpana. Gist á einu hóteli alla ferðina. Verð: 249.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . 25. júlí - 1. ágúst Á slóðum Valais & Zermatt Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS O-Grill 3500 kr. 32.950 O-Grill 1000 kr. 27.950 Borðstandur kr. 9.595 Taska kr. 2.995 O-GRILL www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.