Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 8

Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 8
Halldór Ásgrímsson látinn Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi for­ sætisráðherra og formaður Fram­ sóknarflokksins, er látinn. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans á mánu­ dagskvöld. Halldór fékk hjartaáfall í sumarbústað sínum í Grímsnesi fyrir helgi og var í kjölfarið fluttur á Land­ spítalann. Hann var 67 ára þegar hann lést. Halldór fæddist árið 1947 á Vopna­ firði. For eldr ar hans voru Ásgrím ur Hall dórs son, fram kvæmda stjóri á Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ing ólfs dótt ir hús freyja. Hall dór lauk prófi við Sam­ vinnu skól ann árið 1965 og varð lög gilt­ ur end ur skoðandi árið 1970. Hann sat á Alþingi 1974 til 1978 og aftur frá 1979 til 2006. Hann var vara­ formaður Framsóknarflokksins frá 1980 til 1994 og formaður frá 1994 til 2006. Hann var ráðherra í samtals 19 ár, sjávarútvegsráðherra frá 1983 til 1991, utanríkisráðherra frá 1995 til 2004 og forsætisráðherra frá 15. sept­ ember 2004 til júnímánaðar 2006 þegar hann hætti afskiptum af stjórnmálum. Halldór var framkvæmdastjóri Nor­ rænu ráðherranefndarinnar frá 2007 til 2013. Hall dór læt ur eft ir sig eig in konu, Sig ur jónu Sig urðardótt ur lækna rit­ ara, og þrjár upp komn ar dæt ur; Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barna­ barna og barna barna barna. Halldór Ásgrímsson. Salka Sól Eyfeld, Erpur Eyvindarson og Dr. Gunni voru meðal kunnra Kópavogsbúa sem tróðu upp á afmælistónleikum bæjarins. Bæjarstjórinn er ánægður með hvernig til tókst.  SveitarStjórnarmál 60 ára afmæliShátíð KópavogS Átján milljón króna afmælistónleikar í Kópavogi Veglegir tónleikar í tilefni af sextíu ára afmæli Kópavogsbæjar kostuðu um 18 milljónir króna. Bæjarstjórinn er ánægður með hvernig til tókst og segir að tónleikarnir hafi haft jákvæð áhrif á bæjarbraginn. Þ arna voru yfir fimm þúsund Kópavogsbúar og þessir tónleikar stóðu undir öllum mínum vonum. Það hafa margir stoppað mig úti á götu og þakkað fyrir góða tónleika,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Sextíu ára afmæli Kópavogsbæjar var fagnað í byrjun mánaðarins með stór­ tónleikum í Kórnum. Ókeypis var inn á tónleikana. Um 600 manns komu fram á tónleikunum og áttu allir það sameiginlegt að vera Kópavogsbúar eða áttu rætur að rekja í bæinn. Meðal þeirra sem komu fram voru Ríó tríó, Salka Sól Ey­ feld, Erpur Ey­ vind­ arson, Guð­ rún Gunnarsdóttir, Stebbi Hilmars og sameinaður barnakór sem 400 börn úr Kópavogi skipuðu. Fréttatíminn óskaði eftir upp­ lýsingum frá bænum um kostnað við afmælishátíðina. Í svari bæjar­ ins sagði að lokauppgjör hafi ekki enn farið fram en afmælisnefnd bæjarins hafi fengið 30 milljónir króna til ráðstöfunar í fjárhags­ áætlun ársins. Áætlun gerði ráð fyrir að tónleikarnir kostuðu 17­18 milljónir króna. Búist er við því að sú áætlun standist. Meðal annarra verkefna sem afmælisnefndin styrkti eru sýning leikskólabarna á Hálsatorgi, sögusýning í Salnum, afmæliskaka í Smáralind og veit­ ingar í sundlaugum bæjarins um afmælishelgina og afmælisblað um Kópavog. „Ég held að við höfum náð því markmiði okkar að halda veglega tónleika sem höfðu jákvæð áhrif á bæjarlífið og bæjarbraginn,“ segir Ármann, sem jafnframt var for­ maður afmælisnefndarinnar. „Ég hafði lofað gæsahúð á tón­ leikunum og fékk hana við að horfa á hundruð krakka saman í kór að syngja með Jungle Drum. Annað gæsahúðartilvik var svo þegar skólahljómsveitin okkar tróð upp. Þetta var ótrúlega magnað.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Ármann Kr. Ólafsson. 8 fréttir Helgin 22.-24. maí 2015 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í þessari stórbrotnu ferð um svissnesku Alpana njótum við svæðisins Valais, göngum um fjalllendi með blómstrandi engjum og í gegnum aldagamla greniskóga. Gengið verður að Zermatt, frægasta fjalli svæðisins og um Bettmeralpana. Gist á einu hóteli alla ferðina. Verð: 249.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . 25. júlí - 1. ágúst Á slóðum Valais & Zermatt Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS O-Grill 3500 kr. 32.950 O-Grill 1000 kr. 27.950 Borðstandur kr. 9.595 Taska kr. 2.995 O-GRILL www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.