Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 46
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru ár- lega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er styrki stoðir mannlífs á Íslandi. Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2015. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu. Hvatningarverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn haustið 2015. Við val á verðlaunahafa er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóðasamstarfs, svo og annarra vís- bendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlun þekkingar til íslensks samfélags. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 18. júní 2015. Tilnefningum ásamt ítarlegum upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is Nánar á www.rannis.is Vísinda- og tækniráðs Hvatningar verðlaun Tilnefningar óska st! Þ etta tókst gríðarlega vel í fyrra og nú förum við aftur af stað með enn meiri krafti,“ segir Brynja Þóra Guðna- dóttir, umsjónarmaður Laugar- garðs – samfélagsrekins matjurta- garðs í Laugardalnum í Reykjavík. Laugargarður er tilraunaverkefni sem gengur út á að nýta almenn- ingsrými borgarinnar undir mat- jurtarræktun fyrir hverfisbúa og skapa um leið vettvang fyrir ýmsar uppákomur og fræðslu sem tengist sjálfbærni og matarmenningu. Laugargarður var settur á lagg- irnar síðasta sumar sem sam- starfsverkefni fjögurra nema úr Listaháskóla Íslands og Landbún- aðarháskólanum, sem og Reykja- víkurborgar. Brynja er sú eina úr hópnum sem heldur verkefninu áfram í ár en hún hefur fengið til liðs við sig vistræktendurna Guð- rúnu Huldu Pálsdóttur og Sigurð Unuson en þau standa að sérstakri vinnustofu á laugardag og sunnu- dag. Þau eru með PCD gráðu í vist- rækt og hafa meðal annars numið vistrækt á Írlandi. Vistrækt í borg Markmið með vinnustofunni er að koma af stað starfsemi fyrir sum- arið, skipuleggja fyrstu skrefin í ræktuninni og gera framtíðaráætl- anir. Á vistræktarvinnustofunni verður hugmyndafræði vistræktar kynnt, skoðaðar verða ýmsar ræktunarlausnir og ýmsum hug- myndum velt upp um heildræna hönnun á garði. Þá mun Lilja Sigrún Jónsdóttir, stofnandi fyrstu grenndargarða í Reykjavík, halda stutt erindi um þau jákvæðu áhrif og þann hvatningamátt sem að gott grenndarsamfélag hefur á ræktendur. „Við fórum heldur seint af stað síðasta sumar og margir áhugasamir sem vissu ekki af þessu fyrr en of seint. Með því að hefja sumarstarfið með vinnustofu verður þetta markvissara og von- andi enn fleiri sem eru meðvitaðir um þetta vistvæna samfélagsverk- efni,“ segir hún. Ýmsar tilraunir voru gerðar í garðinum í fyrra, til að mynda með sjálfvökvandi kerfi og hámarksræktun á sem minnst- um fleti. Laugargarður er um 700 fm garður við hliðina á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Hugsunin að baki honum er að íbúar hverfisins séu virkir þátt- takendur. Sumarið í fyrra hófst með sáningardegi þar sem mold og fræ voru lögð til en fólki frjálst að koma með eigin fræ og plöntur. Fólk vinnur í garðinum í eigin frítíma og er uppskeran seld á bændamarkaði, en ágóðinn af sölunni er nýttur til að viðhalda starfsemi garðsins. „Þetta gerir líka mikið fyrir mannlífið, fólk kynnist betur og hefur gaman við að vinna saman að þessu sameigin- lega verkefni,“ segir Brynja. Á Bændamarkaðnum í fyrra var eld- að beint upp úr garðinum auk þess sem bændur og einstaklingar með heimaræktun seldu sínar afurðir. Sjálfbær borgarbúskapur Í Laugargarði er einungis notast við lífrænan áburð. Hugmynda- fræði vistræktar um að líkja eftir náttúrulegum ferlum í hönnun ræktunarsvæðis fer vel saman við hugmyndafræði Laugargarðs um að gera verkið sem sjálfbærast og auðveldast í sátt og samlyndi við náttúruna. Samkvæmt aðalskipu- lagi Reykjavíkurborgar er áhersla lögð á sjálfbærni borgarinnar og borgarbúskap. Laugargarður er því í samræmi við framtíðarsýn borgarinnar. Frístundaheimilið Dalheimar er meðal þeirra sem taka þátt í verkefninu í sumar. Allar nánari upplýsingar um verkefnið og vinnustofuna má finna á vefnum Laugargardur.com. Þátttaka í vinnustofunni er ókeypis en tekið við frjálsum framlögum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Elduðu beint upp úr garðin- um 1. Blómkál fékk að vaxa og dafna í Laugargarði. 2. Brokkóli, eða spergilkál, óx vel í garðinum og bragðaðist ein- staklega vel. 3. Hér sjást rófur sem komu upp síðasta sumar en það voru líka ræktaðar góm- sætar radísur. 4. Sérstakur plöntuskipta- dagur var haldin í Laugargarði síðasta sumar þar sem fólk skiptist á plöntum. 5. Skarfakál í sandi sem var tekinn úr fjörunni og lifði góðu lífi í Laugargarði. 6. Skjaldflétta er gott matblóm. Það er hægt að nota hana í pestó en blómin eru einnig falleg í salöt. 7. Kartöflurnar voru ræktaðar í bláum tunnum. Laugargarður – samfélagsrekinn matjurtagarður í Laugardalnum í Reykjavík – verður endur- vakinn í sumar en hann var settur á laggirnar síðasta sumar sem tilraunaverkefni nokkurra nema í samstarfi við Reykjavíkurborg. Markmiðið með Laugargarði er að skapa vettvang til borgarbúskaps, auka aðgang almennings að ferskum mat og gæða mannlífið meiri fjölbreyti- leika. Starfið í sumar hefst með sérstakri vinnustofu um helgina. Uppskeruhátíð Laugargarðs í fyrra var í formi bændamarkaðs en ágóði af sölunni fór til áframhaldandi uppbyggingar garðsins.        46 garðrækt Helgin 22.-24. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.