Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 94

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 94
„Það þarf heilt þorp til að ala upp ein- stakling,“ sagði spakur maður. Við sem erum foreldrar vitum að ekki væri hægt að sinna vinnu nema með hjálp dag- mæðra, leikskóla og grunnskóla. Það er ástæða til að vera þakklátur fyrir það heilbrigða lífsviðhorf sem endurspeglast í starfsemi stofnana og alls þess fólks sem kemur að uppeldi barna okkar í dag. Smátt og smátt móta börnin okkar sér sínar eigin skoðanir og hugmyndir út frá þeim fjölmörgu aðilum sem koma við sögu þeirra í daglegu lífi. Ef barnið okkar upplifir heilbrigt og gott fjölskyldulíf, eignist góða vini, er umkringt góðu fólki sem sér um það í dagvistun eða skóla og stundar spennandi áhugamál eða íþróttir, smella öll púslin saman í eina góða mynd og þá eru minni líkur á því að eitthvað fari úrskeiðis. Útkoman ætti að vera jákvæður og sterkur einstaklingur sem er fær í hvað sem er. Sem betur fer er þetta upplifun flestra sem eru að vaxa úr grasi. En stundum er lífið öðruvísi og tekur á sig aðra mynd. Áföll geta hent börnin okkar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og stundum er barnið okkar fætt með ákveðnar raskanir sem geta reynst því og okkur erfiðar. Fyrir marga foreldra er það áfall að barnið þeirra greinist með raskanir. Það reynir á hjónabandið og fjölskylduna í heild sinni að takast á við barnið, að læra inn á það og skilja hvað veldur hegðun þeirra og hugsun. Það eru einmitt börnin okkar sem greinast með hinar ýmsu raskanir sem eru í meiri áhættu en önnur börn. Þau geta átt erfitt með að tileinka sér nám, reyna á fagfólkið í skólanum og verða oftar fyrir útilokun og einelti. Ef þau falla ekki inn í félagahópinn í skólanum eða í tómstundum eykst hætta á félagslegri einangrun, að þau verði einangruð heima í tölvunni eða þau leiti í félagsskap þeirra sem jafnvel eru í vímuefnavanda. Hjá þeim sem hafa valið slíka leið er alltaf pláss fyrir nýjan vin, því miður. Það þarf að hlúa sérstaklega vel að börnum með raskanir og fjölskyldum þeirra. Það er okkar samfélagslega ábyrgð og um leið verðum við að skapa skilning á þörfum og aðstöðu þessa fólks. Því miður ríkir úrræðaleysi í samfélaginu varðandi fjölskyldur og börn sem ýmist glíma við raskanir og/eða vímuefnavanda. Það má merkja greinilega hjá foreldrum sem sækja ráðgjöf til okkar í Foreldrahús. Það hefur því sjaldan verið mikilvægara að stjórnvöld sýni þessum málaflokki skilning og stuðning. Við í Foreldrahúsi höfum í áraraðir boðið upp vönduð sjálfstyrkingarnám- skeið sem hafa mikið forvarnargildi fyrir börn og unglinga ásamt ráðgjöf til unglinga í vímuefnavanda og foreldra þeirra. Þörf fyrir þjónustu af þessu tagi og úrræði fyrir foreldra sem eiga börn með raskanir og/eða vímuefnavanda er vaxandi í dag. Það er hagur alls þorpsins, sem spaki maðurinn talaði um, að hjálpa öllum okkar börnum að vaxa og dafna og verða að nýtum þjóðfélagsþegnum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar þorpsbúa að standa vörð um börnin okkar og við í Foreldrahúsi stöndum okkar vakt. Berglind Gunnarsdóttir, stjórnarfor- maður Vímulaus Æska – Foreldrahús Í upphafi mun fara fram grein-ingarviðtal með ungmenninu og foreldrum eða forráðamönn- um. Þátttakendum verður skipt í tvenns konar hópa, annars vegar þá sem hafa verið að fikta við vímuefni og hins vegar þá sem hafa strítt við fíkn. „Í greiningarviðtalinu verður rýnt í forsögu, daglegt atferli, líð- an, fjölskyldu og félagstengsl við- komandi,“ segir Alexander, en hann mun starfa með ungmennunum á námskeiðinu. Líf án vímuefna Ungmennin fá stuðning, aðhald og leiðsögn um hvernig takast skal á við lífið án vímuefna. Stuðningur- inn samanstendur af hópastarfi og einkaviðtölum. Vímuefnaráðgjafi hittir hvert ungmenni að lágmarki einu sinni í viku, þar sem farið er yfir líðan, áhættur, hindranir og aðra hluti sem koma upp í daglegu lífi. Unnið er með orsakandi þætti vanlíðunar, sjálfskaðandi hegðunar og lélegrar sjálfstjórnar. „Við leggj- um áherslu á stuðning, úrvinnslu tilfinninga og áframhaldandi bata hjá ungmennunum,“ segir Alex- ander. „Við viljum að þau fari héðan með bætta lífsleikni og hamingju að leiðarljósi. Ef það næst ekki að nám- skeiði loknu verður tekin ákvörðun með áframhaldandi úrræði.“ Hóp- astarf ungmennanna fer fram alla miðvikudaga klukkan 15.30 -17. Stuðningsviðtöl fara fram eftir sam- komulagi á miðvikudögum. Stuðningshópur fyrir foreldra Guðrún mun hafa umsjón með stuðningsviðtölum fyrir foreldra. Í boði verður eitt viðtal hjá foreldra- ráðgjafa á mánuði. Einnig stendur til að hafa kynjaskipta stuðnings- hópa fyrir foreldra sem fara fram tvisvar í mánuði. „Foreldrar upplifa oft mikla hræðslutilfinningu þegar barnið þeirra er að fikta við vímu- efni eða á við vímuefnavanda að stríða. Það skiptir því miklu máli að þora að hlusta á barnið og finna rót vandans,“ segir Guðrún. Lögð verð- ur áhersla á að upplýsa foreldra um vímuefni og umhverfið sem þeim fylgja. „Auk þess munum við reyna að stuðla að auknum og betri sam- skiptum foreldra við börn sín,“ segir Guðrún. Stuðningshópur foreldra fer fram annan hvern miðvikudag klukkan 17.30-19. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Vímulausrar æsku að Suðurlandsbraut 50, 2. hæð (Bláu húsin í Skeifunni). Há- marksfjöldi í hópi eru 8 manns. Mánaðargjald er 32.900 kr. Hægt er að nýta frístundakort Reykjavíkur og frístundastyrk Kópavogsbæjar. Skráning og nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum í síma 5116160 eða með tölvupósti á vimulaus@vimulaus.is. Kynningarblað Vímulausrar æsku – Foreldrahúss 1. tbl. – 29. árgangur – maí 2015 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hrafndís Tekla Pétursdóttir Prentun: Landsprent Upplag: 82.000 Vímulaus æska Foreldrahús Borgartúni 6 105 Reykjavík s. 511 6160 vimulaus@vimulaus.is www.vimulaus.is Ávarp formanns 2 Vímulaus æska 22. maí 2015 Stuðningshópur fyrir ung- menni í vímuefnavanda Stuðningshópurinn STUÐ er úrræði fyrir ungmenni á aldrinum 15-20 ára sem eiga við vímuefnavanda að stríða. ICADC ráðgjafarnir Alexander Manrique og Guðrún B. Ágústsdóttir hafa umsjón með nám- skeiðinu. Guðrún B. Ágústsdóttir, ICADC og foreldraráðgjafi og Alexander Manrique, ICADC ráðgjafi, hafa umsjón með STUÐ-hópnum, stuðningshópi fyrir ungmenni sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Mynd/Hari. Sumarnámskeið í Foreldrahúsi 3 vikna sumarnámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 4.- 7.bekk í vor hefjast 9. júní og mun fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 13-16. Námskeiðsgjaldið er 27. 000 kr. Létt hressing er innifalin. Leiðbeinendur eru Elísabet Lorange listmeðferðafræðingur og Ólafur Guðmundsson leikari. Skráning fer fram á vefnum www.vimulaus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.