Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 31
kreppir að. Þetta upplifðu Íslending- ar í Hruninu. Þá flæktist þráðurinn í Íslandssögunni. Við vorum sem sé frjáls og glöð en misstum frelsið og lifðum vondan tíma þangað til við fundum frelsið aftur og urðum aftur kát og glöð en þá hrundi allt skyndilega aftur. Hvernig er hægt að útskýra þau sögulok? Eins og algengast er gripu ís- lenskir þjóðernistrúarhópar til kenninga um að ástæðan fyrir Hruninu hafi ekki verið sú að gamla þjóðtrúin hafði reynst röng; heldur sú að sumir Íslendingar hefðu ekki verið nógu sannir Íslendingar og við ekki áttað okkur á reginmunin- um sem er á ekta og óekta Íslend- ingi. Ófarir okkar eru afleiðing þess að við leyfðum ósönnum Íslending- um að læða að okkur villutrú, kenn- ingum um að hægt væri að njóta frelsis og fullveldis þjóðar að hálfu leyti en fórna því að hálfu til að njóta einnig ávaxta alþjóðlegrar sam- vinnu og samstarfs. Þjóðernistrúar- fólk dró því þá ályktun af Hruninu að nú skyldu Íslendingar hreinsa sig og láta af allri villutrú; verða á ný hreinir og sannir Íslendingar, algjörlega fullvalda og sjálfstæðir, engum háðir. Eins og gefur að skilja hafði þessi afstaða þjóðernistrúarhópa ekki blíð áhrif á samfélagið. Allskonar fólk var sakað um að vera óekta og sigla undir fölsku flaggi. Orð þess og hugmyndir voru véfengdar fyrir að vera sprottnar úr röngum jarðvegi. Fullyrt var að það gæti ekki talað máli Íslands né þekkt íslenska hagsmuni. Aðeins sannir Íslendingar og óekta gátu þekkt hina sönnu braut. Til að fólk gæti gert tilkall til að vera álitið sannir Íslendingar belgdist það út af þjóð- ernisást, rómaði landið og allt sem í því var; át aðeins íslenskan mat, hugsaði aðeins íslenskar hugsanir og leitaði aðeins íslenskra lausna og leiða. Íslenska leiðin, það hlýtur að vera rétta leiðin. Sá varð lærdómur Hrunsins fyrir marga. Andlegur afi íslamska ríkisins Þau sem undrar þetta ástand á ís- lensku samfélagi geta rifjað upp örlög íslamska hugtaksins jahi- liyyah. Það hafði legið lítið notað í nokkrar aldir þegar egypski kenn- ismiðurinn Sayyid Qutb gróf það upp og notaði til að útskýra sýn sína á ástandið í Egyptalandi og öðrum löndum íslam eins og hann sá það út um gluggann á fangelsinu sem Nas- ser stakk honum inn í eins og svo mörgum öðrum forystumönnum Múslimska bræðralagsins. Qutb stóð frammi fyrir sömu ráðgátu og íslenskir þjóðernistrúar- menn eftir Hrun. Hann þurfti að út- skýra hvers vegna lönd íslam voru svona illa leikin úr því að Múham- eð hafði fært guðlegan tilgang inn í hið forna samfélag araba svo það blómstraði. Hvernig stóð þá á því að þessi samfélög blómstruðu ekki lengur? Þau voru ekki lengur ríkari og öflugri en löndin í kring heldur þvert á móti fátækari og aflminni. Íslamskir fræðimenn sáu fyrir þúsund árum hvernig Allah hafði frjóvgað hugmyndir og verk mann- anna en hvers vegna var sá galdur hættur að virka? Við getum náttúrlega sagt okkur það sjálf að Qutb komst að sömu niðurstöðu og íslensku þjóðernis- trúarhóparnir eftir Hrun. Ástæðan fyrir hnignun ríkja íslam var að sumir múslimar voru ekki ekta múslimar. Og sorgarsaga þess- ara ríkja var að hafa falið stjórn landsins í hendur manna sem voru ekki sannir múslimar, manna sem beygðu sig ekki undir leiðsögn Al- lah heldur létu allt annað teyma sig áfram. Þessir óekta múslimar höfðu leitt hið guðlausa ástand inn í lönd íslam, jahiliyyah. Þeir höfðu haldið því fram að hægt væri að vera í senn sannur múslimi og framsýnn nútímamaður, sem nýtti sér allt það besta sem hægt væri að sækja til vestrænnar menningar. Með skrifum Sayyid Qutb varð jahiliyyah ekki aðeins hugtak um veröldina áður en Múhameð frjóvg- aði samfélögin með orðum Allah, og ekki heldur aðeins skýring á innihaldsleysi og kulda vestrænna samfélaga þrátt fyrir tæknigetu og uppsafnaða þekkingu á öllu mögu- legu og ómögulegu; heldur varð jahiliyyah lykilhugtak til að skýra hrun islömsku ríkjanna. Jahiliyyah var það ástand sem læddist inn þegar þú taldir þig geta gefið afslátt af íslam til að fá notið einhvers af gæðum hins vestrænna heims. Eins og þegar Íslendingar gáfu afslátt af fullveldi sínu og kölluðu með því yfir sig hrun og hörmungar; þannig hafði íslamski heimurinn spillst af undirgefni við gildis- og verðmæta- mat sem gat ekki samræmst sönnu íslam. Þessi hugsun Sayyid Qutb féll í frjóan jarðveg meðal ungra manna sem börðust gegn kúgun einræðis- herra og herforingja í íslömskum löndum. Og hún er enn að skjóta rótum og bera vonda ávexti um allan hinn íslamska heim. Hug- myndin um jahiliyyah innan íslam er lykilhugmyndin að baki þess að múslimskir öfgahópar snúast gegn öðrum múslimum eins og væru þeir trúlausir og utangarðs, tilheyrðu ekki bræðralagi múslima, nytu ekki verndar og væru í raun réttdræpir sem óvinir trúarinnar. Qutb er andlegur faðir Al-Qaeda og langafi íslamska ríkisins. Til hans sækja þessir hópar hugmynda- fræðilegan grundvöll þess að drepa alla þá leitt hafa jahiliyyah yfir lönd íslam. Það er vegna Qutb sem íslamskir öfgahópar drepa fyrst og fremst trúbræður sína – þótt okkur á Vesturlöndum sé gjarnt að trúa að okkur sjálfum standi fyrst og fremst ógn af þessum hópum og að fólkið sem þeir myrða séu í raun í sama liði og morðingjar þess. Margar útfærslur, ólíkir ávextir En hvernig tengist þessi saga öll mat og matarvenjum? Ja, ég hef kannski leyft mér að staldra of lengi við þá hugmynd að rótin að vanda samfélagsins liggi ef til vill ekki í augum uppi. Að það sem virkar á einum tíma virki allt í einu alls ekki og jafnvel þveröfugt; vegna þess að inntak og merkingin er horfin og týnd. Ég vildi vera full- viss um að þið skilduð hvað ég var að meina áður en ég segði ykkur hvernig þetta hefur haft áhrif á matinn okkar, hvernig og hvað við borðum. Og að þið gerðuð ykkur grein fyrir að þessi hugsun um falið mein að baki hlutunum; gæti getið af sér glundroða eins og á Íslandi í dag, hreinræktaðan hrylling eins og í tilfelli Sayyid Qutb en líka frjó- samt starf og gjöfult eins og hjá José Antonio Abreu. Í næstu viku mun ég segja ykkur frá því hvernig hugmyndin um andlegt hrun að baki hins sýnilega veruleika hefur haft áhrif á matinn okkar. KRÓNAN VEITIR 99% AFSLÁTT fyrir barnið aðra leiðina + flugvallarskattar. Greiða þarf flugvallarskatta og eru þeir 1.700 kr. frá Reykjavík og 1.350 kr. frá öðrum áfangastöðum innanlands. FERÐATÍMABILIÐ ER FRÁ 18. MAÍ.–30. JÚNÍ BÓKANLEGT FRÁ 18.–31. MAÍ 2015 Sláðu inn í bókunarvélina flugsláttinn KRONA til að trygg ja þér þetta tilboð. ÞETTA EINSTAKA TILBOÐSFARGJALD • gildir til Reykjavíkur, Akureyrar, Ísafjarðar og Egilsstaða • gildir ekki í tengiflug • er fyrir börn, 2–11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun • býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is • ekki er hægt að bæta barni við bókunina eftir á • ekki er hægt að nota tvo flugslætti í sömu bókun is le ns ka /s ia .is F LU 7 26 88 0 2/ 15 AF BARNA FARGJÖLDUM INNANLANDS 99%afsláttur FJÖLSKYLDAN FLÝGUR SAMAN Á VIT ÆVINTÝRANNA FLUGFELAG.IS BARNGÓÐAR KRÓNUR TAKA Á LOFT matartíminn 31 Helgin 22.-24. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.