Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 18
Lögfræðistelpur rokka É g og bróðir minn byrjuðum bæði mjög ung að vinna. Hann var að bera út DV og var með mig á verktakagreiðslum við að hlaupa með blaðið til áskrif- enda. Fyrir þetta borgaði hann mér síðan brotabrot af því sem hann fékk greitt. Seinna meir lagði bróð- ir minn auðvitað fyrir sig viðskipti en ég skrifaði meistararitgerð í lögfræði um réttarstöðu kvenna á vinnumarkaði,“ segir Elín Hrefna Ólafsdóttir, héraðsdómslögmaður og meðeigandi í Bonafide lögmönn- um. Hún er aðeins 26 ára gömul og því einn yngsti meðeigandi í lög- mannsstofu á Íslandi. Elín tekur á móti mér á skrifstofu sinni hjá Bondfide lögmönnum við Klapparstíg í Reykjavík. Hún býr í Vesturbænum þar sem hún leigir með vinkonu sinni sem er líka lög- maður, hefur tileinkað sér bíllaus- an lífsstíl og gengur alla morgna í vinnuna með viðkomu á kaffihús- inu Te og kaffi við Fógetagarðinn miðbænum þar sem hún fær sér fyrsta kaffibollann. Elín er fædd og uppalin í Reykjavík og æfði fótbolta með Leikni í Breiðholtinu sem ung stúlka. Hún lauk meistaraprófi frá Háskóla Íslands árið 2013 og hlaut málflutningsréttindi sama ár. Elín segir að það hafi í raun verið fyrst þegar hún var byrjuð í háskólanámi sem hún ákvað að verða lögfræð- ingur og grínast með að fjölskylda hennar hafi verið „slegin“ yfir þeirri ákvörðun. „Ég var búin að skrá mig í fjórar aðrar deildir áður en ég end- aði í lögfræði. Ég var bara eins og svo margir sem þurfa um tvítugt að taka þessar stóru ákvarðanir um framtíðina og fór nánast óvart í lög- fræði en þar fann ég mig mjög vel,“ segir hún. Fjölbreyttur eigendahópur Elín starfaði meðfram námi hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Ís- lands, hún var einn vetur aðstoðar- kennari í námskeiðum við Háskóla Íslands og hóf störf hjá Bonafide lögmönnum árið 2011 þegar hún var enn í námi og hefur verið þar í fullu starfi síðan. Stofan var stofn- uð af þeim Lúðvík Bergvinssyni og Sigurvin Ólafssyni árið 2009. Um áramótin bættist Elín við sem þriðji meðeigandinn. Hún segir það í raun ekki breyta miklu fyrir hana í dag- legu starfi að vera orðinn meðeig- andi. „Viðskiptavinurinn er alltaf okkar yfirmaður. En sem meðeig- andi kem ég að rekstrarhlið stof- unnar og stefnumótun. Eftir að ég varð meðeigandi bankaði hér upp á kona frá Vestmannaeyjum, Aníta Óðinsdóttir lögfræðingur, og spurði hvort við vildum opna útibú í Vest- mannaeyjum. Við eigendurnir sett- umst þá niður og fórum yfir stöð- una. Lúðvík og Sigurvin eru báðir Eyjamenn og við opnuðum þar útibú í þarsíðustu viku. Aníta stendur þar vaktina og við hin skiptumst á að taka að okkur verkefni í Eyjum. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki komið til Eyja í mörg ár. Líklega fór ég þangað síðast sem stelpa þegar ég tók þátt í Pollamótinu því Leiknir var ekki með kvennaflokk. Það er skemmst frá því að segja að ég varð algjörlega heilluð af Vestmanna- eyjum og verð líklega fyrsta mann- eskjan til að bjóða mig fram til að taka vaktir þar.“ Lögfræði var löngum mikil karla- stétt en konum í Lögmannafélagi Íslands hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Þær eru nú um 30% félagsmanna samanborið við 15,1% árið 2000. Konur sem eru sjálfstætt starfandi, það er eiga hlut í fyrir- tækinu sem þær starfa hjá, eru mun færri en karlar og því eru það tíðindi þegar jafn ung kona og Elín er kom- in í þá stöðu, og segist hún reyndar ekki vita til þess að jafn ung kona hafi orðið meðeigandi á Íslandi. „Mögulega er það vegna þess að ég hef ekki átt áhugamál síðan ég byrjaði hérna,“ segir hún og hlær þegar ég spyr hana um að- draganda þess að hún varð með- eigandi en bætir við að vinnan sé í raun hennar áhugamál. „Það hefur verið mikil fyrirferð í mér síðustu þrjú ár. Margar konur sem hafa starfað sem lögmenn jafn lengi og ég, eru flottar, frambærilegar og eiga sannarlega innistæðu fyrir því að verða meðeigandur. Ég held því að það skipti líka miklu máli að ég fékk hér tækifæri til að vinna með mönnum sem sáu hag sinn í að auka fjölbreytileikann í eigenda- hópnum. Það skiptir auðvitað máli hverjir það eru sem taka ákvörðun um hvort dyrnar eru opnaðar fyrir konum. Oft er það þannig í þess- um geira að fólk er búið að banka á þessar dyr mjög lengi þegar það fær loks grænt ljós og margir fara jafnvel á milli fyrirtækja ef þeir fá ekki tækifæri. Þegar fólk er búið að starfa lengi hjá sama fyrirtæk- inu og vill komast áfram þá er það hindrun á veginum ef því er ekki hleypt inn í eigendahópinn. Mínir meðeigendur eru yndislegir menn sem telja að það sé hagur fyrir- tækisins að jafna hlutfall kynjanna í eigendahópnum,“ segir hún. Betur má ef duga skal Meistararitgerð Elínar ber heitið „Betur má ef duga skal. Réttar- staða kvenna á vinnumarkaði“ en rannsóknin er á sviði kvennaréttar og styrkt af velferðarráðuneytinu. „Ráðuneytið var að leita eftir úttekt á framkvæmd laga á sviði jafnréttis- mála. Ég skoðaði helstu ágreinings- málin, laun og ráðningar, og fór í gegnum framkvæmd laganna með hliðsjón af Evrópurétti. Eins og á svo mörgum öðrum sviðum jafn- réttismála á Íslandi er staðan góð en margt sem hægt er að gera bet- ur. Niðurstöður rannsóknar minnar voru lagatæknislegs eðlis um hvern- ig mætti brýna löggjöfina til að hún þjónaði tilgangi sínum betur.“ Elín tekur dæmi af ráðningum og hvernig erfitt sé að útfæra jafnréttis- lögin þannig að þau virki sem best. „Atvinnurekendur þurfa að líta til ákveðinna skilgreindra þátta þegar þeir meta umsækjendur en þeim er einnig gefið frjálsræði þegar kemur að því að meta aðra huglæga þætti sem nýtast í starfi. Niðurstaðan er að mögulega hafi það svigrúm kannski verið nýtt of mikið,“ segir hún. Fegurðin í lögfræðinni Málasviðin sem koma inn á borð lögmannsstofunnar eru eins mis- jöfn og þau eru mörg og endur- spegla á ákveðinn hátt breytingar í samfélaginu. „Síðustu ár höfum við til að mynda verið með mörg mál einstaklinga gegn fjármálafyrir- tækjum en ég hef líka mikið unnið málum í sjávarútvegi. Eftir að ég vann í gjaldeyriseftirliti Seðlabank- ans hef ég síðan aflað mér meiri reynslu á sviði fjármálaréttar. Síðan koma alltaf inn mál sem eru áfram af ástríðu þar sem hagsmunir eru litlir í krónum talið en miklir fyrir einstaklinginn. Þetta eru jafnvel for- sjármál og gjafsóknarmál. Við fáum stundum mál sem bara hreinlega þarf að vinna, sama hvað það kost- ar. Ég viðurkenni að ég er líkleg- ust hérna inni til að sanka þeim að mér en það er gert með góðu sam- þykki annarra. Það skemmtilegasta við starfið er að maður veit aldrei hvernig vinnudagurinn verður. Það er fegurðin í lögfræðinni að fá að snerta á öllum hliðum samfélags- ins.“ Vegna þess hversu mikill tími hefur farið í aðaláhugamál Elínar síðustu ár – vinnuna – hefur hún lítið getað sinnt öðrum áhugamál- um og segist raunar hafa verið að leita að nýju áhugamáli. Hún hefur áhuga á útivist og fjallgöngum, jafn- réttismálum og mannlífsflórunni í heild. „Ég er síðan búin að sannfæra nokkrar vinkonur mínar í að skrá sig með mér í rokkbúðirnar „Stelpur rokka!“ og svo ætlum við að stofna hljómsveit,“ segir hún en rokkbúð- ir fyrir stelpur hafa verið haldnar síðustu ár í samstarfi við Reykja- víkurborg og vegna vinsælda nám- skeiðanna er svo komið að boðið er upp á rokkbúðir fyrir stelpur yfir tvítugu. Og mér finnst þetta vera svo góð lokaorð að ég endurtek þau hér með: Stelpur rokka. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Elín Hrefna Ólafsdóttir héraðsdómslögmaður er orðin meðeigandi í lögmannsstofu í Reykjavík þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul. Hún var sannarlega ekki alltaf ákveðin í að verða lögfræðingur og var búin að skrá sig í nám í fjórum deildum áður en hún fann sig. Elín hefur tileinkað sér bíllausan lífsstíl, hún leigir íbúð með vinkonu sinni í Vesturbænum og í sumar ætlar hún í rokkbúðirnar „Stelpur rokka“ með vinkonum sínum og síðan ætla þær að stofna hljómsveit. Elín Hrefna Ólafsdóttir héraðsdómslögmaður er með yngstu meðeigendum á lögmannstofum á Íslandi. Hún segir fegurðina í lögfræðinni felast í því að fá að snerta á öllum sviðum sam- félagsins. Mynd/Hari Hver er Elín Hrefna Ólafsdóttir? Fædd: 3. júní 1988. Áhugamál: Stóra áhugamálið er auð- vitað leitin að hinu fullkomna áhugamáli. Ég er til í að prófa allt minnst einu sinni. Ég æfði fótbolta, hand- bolta og golf í mörg ár, hljóp hálfmaraþon í gríni þegar ég ætlaði að verða ofur-skokk- ari og hef síðan farið á endalaus námskeið í hinu og þessu, til dæmis fallhlífarstökki, matreiðslu og dansi. Ég tek nýjum áhuga- málum mjög alvarlega en þess á milli þeirra les ég mikið og leysi krossgátur. Uppáhaldsmatur: Kótelettur í raspi eins og mamma gerir þær (blikk, blikk, mamma ég er laus í mat á sunnudaginn). Leyndir hæfileik- ar: Ég get sungið allt lagasafn Spice girls án þess að missa úr eina setningu. Ég syng allar fimm raddirnar og gef engan afslátt. Ef ég er í mjög miklu stuði get ég líka tekið flesta dansana þeirra. ? Sjálfstætt starfandi lögmenn Karlar Konur Fjöldi lögmanna 736 327 Sjálfstætt starfandi 393 101 53% kk 31% kvk Heimild: Lögmannafélag Íslands Margar konur sem hafa starfað sem lögmenn jafn lengi og ég, eru flottar, fram- bærilegar og eiga sannarlega innistæðu fyrir því að verða meðeigendur. 18 viðtal Helgin 22.-24. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.