Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 16
Mér fannst hræsni fólg- in í því að gera rapp- tónlist og reykja ekki gras. Helgi Valur snéri við blaðinu og sagði skilið við heim eiturlyfjaneyslunnar. Ljósmynd/Hari 11 kg2 kg 5 kg 10 kg Smellugas er einfalt, öruggt og þægilegt! Gas fyrir grillið, útileguna og heimilið Vinur við veginn Fann botninn í Berlín Tónlistarmaðurinn Helgi Valur var að gefa út sína fjórðu breið- skífu sem nefnist Notes From The Underground. Helgi samdi plötuna á síðustu þremur árum samhliða því að hann vann að endurhæfingu á sjálfum sér eftir nokkurra ára óreglu. Hann áttaði sig á því þegar hann var staddur allslaus og búinn að ná botninum í Berlín, að annað hvort mundi hann drepa sig á lifnaðinum eða snúa við blaðinu. Hann valdi síðari kostinn og líður vel. Hann er ástfanginn og ánægður. H elgi Valur gaf síðast út plötu árið 2010, sem heitir Electric Ladyboyland og árið 2009 gaf hann út plötuna Black Man Is God, White Man is The De- vil, þar sem hann brá sér í hlutverk rappara, undir miklum áhrifum frá bandaríska rapparanum Tupac Shak- ur. Eftir það fór lítið fyrir Helga. „Ég gaf út Electric Ladyboyland þegar ég var nýkominn út af geðdeild,“ segir Helgi. „Ég hafði verið að prófa sýru og reykt mikið af eiturlyfjum og end- aði inni á geðdeild eftir eina geðhæð- ina,“ segir hann. Þú hvarfst beinlínis af sjónarsvið- inu, er það ekki? „Ég hvarf fyrir öðrum, en ekki fyrir mér,“ segir Helgi. „Ég lagðist inn 2010 og þá þurfti ég að gefa út þessa plötu sem var Electric Ladybo- yland, og var búinn að vinna lengi að henni. Ég fór strax aftur í maníu, hætti að reykja gras í einhverja 3 mánuði. Byrjaði svo aftur á því þegar ég áttaði mig á því að það voru síg- aretturnar sem voru óhollar,“ segir hann og glottir og sýnir þess merki í hvaða ástandi hann var. „Svo var ég bara í þessari maníu meira og minna til ársins 2012 þegar ég endaði í Úk- raínu og Berlín þar sem ég þurfti að taka ákvörðun um hvort ég ætlaði að halda áfram sjálfstortímingunni eða lifa lífinu,“ segir Helgi. Endaði á botninum í Berlín „Ég hafði verið á leiðinni til New York og hafði reddað mér tónleik- um þar,“ segir Helgi. „Ég átti enga peninga og var kominn á götuna, ómögulegur í sambúð, geðsjúkur fíkill. Þá var ég rændur,“ segir hann. „Ég hafði komið mér fyrir í yfirgefnu húsi sem einhver banki átti og bauð stelpu til mín, sem var með einhvern túrista með sér. Ég var búinn að safna peningum sem ég hafði fengið frá féló til þess að kaupa miða og hún rændi mig, eða þau,“ segir Helgi. „Þá gat ég ekki látið drauminn rætast og á þessum tíma var maður svo maní- skur að hver dagur var eins og lífs- 16 viðtal Helgin 22.-24. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.