Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 16

Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 16
Mér fannst hræsni fólg- in í því að gera rapp- tónlist og reykja ekki gras. Helgi Valur snéri við blaðinu og sagði skilið við heim eiturlyfjaneyslunnar. Ljósmynd/Hari 11 kg2 kg 5 kg 10 kg Smellugas er einfalt, öruggt og þægilegt! Gas fyrir grillið, útileguna og heimilið Vinur við veginn Fann botninn í Berlín Tónlistarmaðurinn Helgi Valur var að gefa út sína fjórðu breið- skífu sem nefnist Notes From The Underground. Helgi samdi plötuna á síðustu þremur árum samhliða því að hann vann að endurhæfingu á sjálfum sér eftir nokkurra ára óreglu. Hann áttaði sig á því þegar hann var staddur allslaus og búinn að ná botninum í Berlín, að annað hvort mundi hann drepa sig á lifnaðinum eða snúa við blaðinu. Hann valdi síðari kostinn og líður vel. Hann er ástfanginn og ánægður. H elgi Valur gaf síðast út plötu árið 2010, sem heitir Electric Ladyboyland og árið 2009 gaf hann út plötuna Black Man Is God, White Man is The De- vil, þar sem hann brá sér í hlutverk rappara, undir miklum áhrifum frá bandaríska rapparanum Tupac Shak- ur. Eftir það fór lítið fyrir Helga. „Ég gaf út Electric Ladyboyland þegar ég var nýkominn út af geðdeild,“ segir Helgi. „Ég hafði verið að prófa sýru og reykt mikið af eiturlyfjum og end- aði inni á geðdeild eftir eina geðhæð- ina,“ segir hann. Þú hvarfst beinlínis af sjónarsvið- inu, er það ekki? „Ég hvarf fyrir öðrum, en ekki fyrir mér,“ segir Helgi. „Ég lagðist inn 2010 og þá þurfti ég að gefa út þessa plötu sem var Electric Ladybo- yland, og var búinn að vinna lengi að henni. Ég fór strax aftur í maníu, hætti að reykja gras í einhverja 3 mánuði. Byrjaði svo aftur á því þegar ég áttaði mig á því að það voru síg- aretturnar sem voru óhollar,“ segir hann og glottir og sýnir þess merki í hvaða ástandi hann var. „Svo var ég bara í þessari maníu meira og minna til ársins 2012 þegar ég endaði í Úk- raínu og Berlín þar sem ég þurfti að taka ákvörðun um hvort ég ætlaði að halda áfram sjálfstortímingunni eða lifa lífinu,“ segir Helgi. Endaði á botninum í Berlín „Ég hafði verið á leiðinni til New York og hafði reddað mér tónleik- um þar,“ segir Helgi. „Ég átti enga peninga og var kominn á götuna, ómögulegur í sambúð, geðsjúkur fíkill. Þá var ég rændur,“ segir hann. „Ég hafði komið mér fyrir í yfirgefnu húsi sem einhver banki átti og bauð stelpu til mín, sem var með einhvern túrista með sér. Ég var búinn að safna peningum sem ég hafði fengið frá féló til þess að kaupa miða og hún rændi mig, eða þau,“ segir Helgi. „Þá gat ég ekki látið drauminn rætast og á þessum tíma var maður svo maní- skur að hver dagur var eins og lífs- 16 viðtal Helgin 22.-24. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.