Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 50
Það geta allir ræktað grænmeti Nú er tíminn til að byrja vinnu við matjurtagarðinn. Hver vill ekki borða sínar eigin nýuppteknu gulrætur, sjóða smælki upp úr smjöri í haust eða skreyta sumarsalötin með stjúpum. Ingibjörg Sigmunds- dóttir í Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði segir æfinguna í garðinum skapa meistarann, allir geti verið með græna fingur. É g ráðlegg fólki að setja ekki niður matjurtaplöntur fyrr en eftir 20. maí þó hægt sé að byrja á kartöflum, gulrótum og radísum fyrr,“ segir Ingibjörg Sig- mundsdóttir sem hefur rekið Garð- yrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði í 34 ár. „Þessar upplýsingar byggi ég nú bara á áralangri reynslu. Það er alla veðra von hér á landi og ein frostnótt getur skemmt allt fyrir manni.“ Gott að nota akríldúk til verndar Samkvæmt reynslu Ingibjargar er því þessi helgi rétti tíminn til að bretta upp ermarnar og byrja að rækta garðinn sinn. „Það þarf að byrja á því að stinga upp kálgarð- inn og undirbúa fyrir útplöntun. Þá stingum við moldina upp með stungugaffli til þess að létta mold- ina og hreinsa allt sem á ekki að vera í henni, eins og leifar frá fyrra sumri, steina eða hverskyns drasl. Svo má fara að setja niður kartöflu- útsæði og sá gulrótunum og rad- ísum, ef það hefur ekki verið gert nú þegar. Svo er líka hægt að setja niður forræktaðar kálplöntur. Það er ágætt að setja akríldúk yfir mat- jurtagarðinn og hafa hann þar til fer að spíra vel upp, sérstaklega ef það er sáð snemma því dúkurinn ver fyrir allt að 5 gráðu frosti.“ Auðvelt að rækta brokkólí Ingibjörg segir það ekki vera margar plöntur sem hægt sé að sá beint út í garð, flestar sé best að byrja á að rækta inni, annaðhvort í gróðurhúsi eða bara í stofuglugg- anum. Langauðveldast og vinsæl- ast í amstri dagsins sé þó að kaupa plöntur í garðyrkjustöðvum. Sjálfri finnst Ingibjörgu gaman að prófa sig áfram með ræktun allskyns sal- attegunda en hún mælir með rækt- un hnúðkáls, brokkólís, grænkáls og salats fyrir þá sem eru að byrja með kálgarð. Það séu tegundir sem auðvelt sé að rækta. „Það geta allir ræktað grænmeti og það er ekki erfitt að rækta neitt. Til dæmis er mjög auðvelt að rækta brokkólí en það þarf að passa upp á að skera það á réttum tíma því annars fer það að blómstra. Fólk þarf bara að fikra sig áfram og æfingin skapar meistar- ann.“ -hh Gaman er að rækta blóm á við skjaldfléttu og morgunfrú því þau þrífast vel í ís- lenskum görðum og eru einstaklega góð og ekki síður falleg í salöt. n Skjaldflétta er litríkt hengiblóm og blómin á henni eru sérstaklega góð og safarík. Bragðið minnir á hunang. n Morgunfrú er holl og góð og bragðast eins og salat. n Fjólur og stjúpur eru bragðlitlar en einstaklega fagrar á hvaða mat sem er. Brotna niður í náttúrunni E cover hreinsivörurnar eru unnar úr plöntum og stein-efnum sem brotna niður í náttúrunni. Það nýjasta frá fram- leiðendum Ecover eru umhverfis- vænar umbúðir, sem unnar eru úr sykurreyr og endurunnu plasti. Engin steinolíu-plastefni koma þar nálægt og kallast umbúðirnar Plant- plastic®. Allar vörur sem eru í papp- írsumbúðum eru úr endurunnum pappa, svo allar umbúðir Ecover mega fara í endurvinnslu. Ecover er með B Corps vottun en það er sam- bærileg vottun og Fair trade vottun í annarri framleiðslu. Náttúrulegur og ferskur ilmur Ecover vörunum fylgir ferskur og náttúrulegur ilmur en þær eru fram- leiddar úr jurtum eins og Aloe Vera og Lavender. Kókosolía er einnig í Ecover vörunum og appelsínu- börkur svo eitthvað sé nefnt. Ecover hreinlætislínan inniheldur öll helstu hreinsiefni fyrir heimilið, svo sem gólfþvottalög, uppþvottalög, töflur í uppþvottavélina, þvottaefni fyrir lit- aðan og hvítan þvott ásamt fljótandi þvottaefni. Vörurnar eru áhrifarík- ar og virka vel, um leið og þær fara mjúkum höndum um umhverfið og líkamann. Húðlæknar mæla með Ecover Uppþvottalögurinn frá Ecover þurrkar ekki húðina á höndunum og er mjög áhrifaríkur í uppvask- ið með náttúrulegum jurtailmi, sí- trónu eða kamillu. Húðlæknar sem hafa prófað vörurnar frá Ecover eru mjög sáttir við útkomuna, niður- staðan sýnir að vörurnar eru jafn- vel öruggar fyrir börn og þá sem eru með viðkvæma húð. „Ecover er einnig með uppþvottavélatöflur og til þess að vera enn umhverfisvænni þá mælum við með að nota einungis hálfa töflu í almennar heimilisupp- þvottavélar, það er alveg nóg,“ seg- ir Þórhallur Baldursson, sölustjóri Heilsu ehf. „Þeir sem byrja að nota Ecover vörur og eru meðvitaðir um umhverfið snúa ekki aftur í annað.“ Ecover vörurnar fást í Heilsuhús- unum, sem eru með mesta úrvalið, Blómavali, Fjarðarkaupum og núna einnig í Bónus. Nánari upplýsingar um Ecover má finna á heimasíðunni is.ecover.com. Unnið í samstarfi við Heilsu ehf. Ecover Fáðu náttúruna í lið með þér n Náttúruleg hreinsiefni úr plöntum og stein- efnum. n Henta fyrir viðkvæma húð og valda síður ofnæmi. n Aldrei prófað á dýrum. n Plantplastic – umbúðir úr sykur- reyr og endurunnu plasti. Ecover eru umhverfisvænar hreinsivörur sem eru góðar fyrir þig og náttúruna. Einkunnarorð Ecover eru „heilbrigði fyrir heimilið“ en vörurnar eru framleiddar úr jurtum og brotna full- komlega niður í umhverfinu. Helgin 22.-24. maí 201550 heilsa Inniheldur aðeins náttúrulegar jurtir td. Sítrónu Melissu og Chamomillu ásamt blöndu B vítamína og magnesíum. SOFÐU RÓTT Í ALLA NÓTT „Laus við fótaóeirð og sef mun betur“ -Sigríður Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.