Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 6
 Heilbrigðismál 113 manns veiktust í síðasta Hettusóttarfaraldri Hettusóttar­ faraldur hjá fullorðnum Fjórir fullorðnir einstaklingar hafa greinst með hettusótt á Íslandi á undanförnum vikum. Sýni frá 25 manns bíða staðfestingar á veiru- rannsóknardeild Landspítalans vegna gruns um hettusóttarsmit en vegna verkfalla er ekki hægt að greina sýnin. Tæpur áratugur er síðan síðasti hettusóttarfaraldur geisaði á Íslandi. Bólusetning er eina leiðin til að koma í veg fyrir smit. Þ etta verður að kallast faraldur þó lítill sé – enn sem komið er,“ segir Þórólfur Guðnason, yfir- læknir á sóttvarnasviði embættis land- læknis, um aukningu á hettusóttarsýk- ingum að undanförnu. Á síðustu vikum hafa fjórir fullorðnir ein- staklingar verið staðfestir með hettusótt en sýni frá 25 ein- staklingum bíða staðfestingar á veirurannsóknardeild Land- spítala. Þessi sýni hafa ekki fengist greind vegna yfirstand- andi verkfalls þrátt fyrir ítrek- aða beiðni þar um og því erfitt að fá nákvæma greiningu á yfir- standandi faraldri. Þórólfur segir að þar sem hér á landi hafi verið bólusett gegn hettusótt frá árinu 1989 og hún þá dáið út tímabundið, ættu svona faraldrar ekki að koma upp. Síðast kom upp lítill faraldur á árunum 2005-2006 þegar 113 smituðust. Hann bendir á að andstaða innan ákveðinna hópa við bólusetningar sé ástæðan fyrir því að þessir faraldrar koma upp. „Það þarf ekki nema einn veikan einstakling í stórum hóp til að smitið dreifi sér,“ segir hann. Hettusótt er tilkynningarskyldur sjúkdómur sem þýðir að læknar þurfa að tilkynna um slík smit til embættis landlæknis. Þórólf- ur segir þetta þó vandkvæðum bundið nú þegar ekki er hægt að fá rannsóknir til að stað- festa sýkingar. „Við höfum sótt um undanþágur til undanþágu- nefndar en ekki fengið. Þar sem að nákvæm greining hefur ekki fengist á faraldrinum þá er erf- itt að koma með almennar leið- beiningar en bólusetning er eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir hettusótt,“ segir hann. Enn sem komið er hefur embætti landlæknis því fá úrræði til að bregðast við faraldrinum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hvað er hettusótt? Einkenni sjúkdómsins eru oftast væg hjá börnum en leggjast þyngra á unglinga og fullorðna. Helstu ein- kenni eru hiti, slappleiki, bólga og særindi í munn- vatnskirtlum, höfuðverkur, erfiðleikar við að tyggja og lystarleysi. Unglingar og fullorðnir fá frekar fylgikvilla en börn. Alvarlegir fylgikvillar geta verið, heilabólga, heyrnar- skerðing, bólga í brjóstum, briskirtli, eggjastokkum eða eistum. Bólga í síðast töldu líffærunum getur valdið ófrjósemi. Smitleiðir og meðgöngu- tími Smit berst með úða frá öndunarfærum (t.d. með hnerra). Meðgöngutími sjúkdómsins, það er sá tími sem líður frá því að einstaklingur smitast og þar til sjúkdómseinkenni koma fram, er um 2-3 vikur. Sjúkdómurinn getur verið misalvarlegur, sumir eru nánast einkennalausir meðan aðrir geta orðið mikið veikir og fengið fylgi- kvilla. Heimild: Landlaeknir.is Þórólfur Guðna- son, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis land- læknis. Vegna verkfalla er ekki hægt að rannsaka sýni úr þeim sjúklingum sem talið er að séu með hettusótt og því getur embætti landlæknis ekki kortlagt faraldurinn. Það þarf ekki nema einn veikan ein- stakling í stórum hóp til að smitið dreifi sér. s taða ungs fólks á húsnæð-ismarkaði er að batna, ef marka má nýja skýrslu um húsnæðismál sem kynnt var hjá Ís- landsbanka á miðvikudag. Skýrsl- an var unnin af Reykjavík Econo- mics fyrir bankann. Í skýrslunni kemur fram að staða fyrstu kaupenda hefur batn- að þar sem þeir eru nú orðnir yfir 20% kaupenda á höfuðborgarsvæð- inu en voru aðeins 13,6% að meðal- tali frá því 2008. Meðalaldur fyrstu kaupenda hefur hækkað og er í dag 29 ár. Það er svipað og í Bretlandi Í skýrslunni kemur fram að þing- lýstum kaupsamningum fjölgaði um tæplega 12% frá árinu á undan en samtals voru þeir 8314 á síðasta ári. Heildarvelta á íbúðamarkaðin- um nam 257 milljörðum króna sem er rúmlega 16% hækkun að nafn- virði frá árinu á undan. Í skýrslu Reykjavík Economics kemur fram að íbúðaverð á höfuðborgarsvæð- inu hafi hækkað um 8,8% á síðasta ári. Verð á eignum í fjölbýli hækk- aði um 9% en eignir í sérbýli hækk- uðu um 7,7% Telja skýrsluhöfundar að ekki hafi verið byggt nægilega mikið til að mæta náttúrulegri íbúafjölg- un á höfuðborgarsvæðinu. Sam- tals voru 954 íbúðir fullgerðar á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2014 sem er 203 íbúðum meira en árið 2013. Að jafnaði hafa tæplega 1.200 íbúðir verið fullgerðar árlega á ára- bilinu 1983-2014. Um síðustu ára- mót voru 1.813 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu sem eru 364 færri íbúðir en um áramótin 2013. Byrjað var á 570 íbúðum á síðasta ári sem er vel undir lang- tíma meðaltali.  fasteignamarkaður ný skýrsla um Húsnæðismarkaðinn Segir stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði að batna Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, kynnti skýrslu um hús- næðismál sem unnin var fyrir Íslandsbanka. Ljósmynd/Hari 6 fréttir Helgin 22.-24. maí 2015 – fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s ABSALON 3JA SÆTA SÓFI Slitsterkt dökk- og ljósgrátt áklæði. Stærð 178 x 83 H: 86 cm Fullt verð krónur 99.990 TILBOÐSVERÐ: 79.990 kr. ABSALON STÓLL Slitsterkt dökk- og ljósgrátt áklæði. Fullt verð krónur 69.990 TILBOÐSVERÐ: 55.990 kr. ABSALON 20% AFSLÁTTUR ABSALON Sígild hönnun – frábært verð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.