Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 14
Skyrið er okkar arfleifð Mikilvægt er að standa vörð um íslenska skyrið, segir Eirný Sigurðardóttir sem tilheyrir hópi Íslendinga innan Slow Food- hreyfingarinnar sem berst fyrir alþjóðlegri viðurkenningu á hefðbundnu íslensku skyri. Skyr er í raun ostur en Eirný segir að það sem sé selt víðast hvar í matvöruverslun undir heitinu skyr eigi mun meira sameiginlegt með jógúrt. V ið þurfum að standa vörð um skyrið. Skyr er merkur hluti af okkar menningar- arfi og sögu þjóðarinnar. Það sem er verið að selja hér í matvöruverslun- um sem skyr er í flestum tilfellum hins vegar ekkert annað en jógúrt,“ segir Eirný Sigurðardóttir sem hef- ur frá unga aldri haft gríðarlegan á huga á ostum, rekur Ljúfmetisversl- unina Búrið þar sem hún býður upp á sérstök ostanámskeið og tilheyrir hópi Íslendinga innan Slow Food- hreyfingarinnar sem berst fyrir alþjóðlegri viðurkenningu á hefð- bundnu íslensku skyri. Skyr er í raun ostur, nánar tiltekið ferskostur sem er búinn til úr und- anrennu. Skyrgerð hefur tíðkast á Íslandi frá landnámi og er fjallað um hana í Egilssögu og Njálssögu, svo dæmi séu nefnd. Skyr var einnig framleitt á hinum Norðurlöndunum til forna en lognaðist sú framleiðsla út af þegar byrjað var að búa til osta. Á Íslandi voru hins vegar aðrar að- stæður og varðveittist hefðbundin skyrgerð aðeins hér á landi. Raunar er talið að skyrið til forna hafi verið mun súrara og þynnra en það sem kallast skyr í dag. Stytta sér leið Þegar skyr er búið til á hefðbund- inn hátt er undanrenna hituð að suðumarki þannig að hún verður nánast gerilsneydd, og síðan kæld niður í 37 gráður og skyrþétti bætt við. Skyrþéttir er skyr úr fyrri lögun og inniheldur því bæði sýru- myndandi bakteríur og gersveppi. Ostahleypi er stundum bætt við en það er ekki nauðsynlegt. Hér áður fyrr var mjólkin með skyr- þéttinum geymd í kálfsmaga þar sem hún gerjaðist og þykknaði. Þá er skyrið kælt og síað þannig að mysan renni af því. Með aukinni verksmiðjuframleiðslu hefur þetta ferli breyst mikið, dæmi eru um að vara sé seld sem skyr án þess að gersveppir séu notaðir og „skyrið“ jafnvel látið hlaupa í söluumbúðun- um en þá er mysan ekki síuð frá og vara heitir ekki lengur skyr sam- kvæmt hefðbundinni skilgreiningu heldur jógúrt. Sem dæmi um jógúrt sem er markaðssett sem skyr er „skyr“ frá danska mjólkurfyrirtæk- inu Arla sem raunar lætur prenta líka á umbúðirnar „icelandic style yogurt“ sem þýðir einfaldlega „ís- lenska útgáfan af jógúrt.“ Afar fáir Eirný segir mikilvægt að Íslendingar haldi í þann þjóðararf sem skyrið er og liður í því var að koma hefðbundnu íslensku skyri inn í svokall- aða Bragðörk hjá Slow Food-hreyfingunni. Næsta skref í átt að aukinni viðurkenningu íslenska skyrsins er að setja á laggirnar svokallað „pre- sidium“ eða framkvæmdanefnd innan Slow Food fyrir skyrið. Slík umsókn var send inn á dögunum og telur Eirný engar líkur á öðru en að það verði samþykkt. Í umsókninni er talað um „hefðbundið íslenskt skyr“ eða „Traditional Icelandic skyr“ og er þar lýst í smáatriðum öllum þeim mikilvægu at- riðum sem gera skyr að skyri, og aðgreina það frá jógúrt sem er framleidd víða á Norðurlöndunum – þar á meðal Íslandi – en markaðssett sem skyr. Viðurkenningin mikilvæg Færst hefur í vöxt að framleiðendur og aðrir hags- munaaðilar hafi fengið vottun eða viðurkenningu á ákveðnum vörum í tengslum við sérstöðu þegar kemur að staðsetningu eða framleiðsluaðferðum. Dæmi um þetta eru Burgundi, Champange og Parma. Víða um heim er hægt að kaupa Chedd- ar-ost en Bretar náðu í gegn að fá „Farmhouse Cheddar“ viðurkennt sem hefðubundinn breskan ost sem er framleiddur á ákveðinn hátt á ákveðn- um stað. Það er markmiðið að það sama verði gert við íslenska skyrið en eitt af skilyrðunum í „presidium“-umsókninni er að það sé unnið úr íslenskri mjólk. Eirný bendir á að meðlimir Slow Food á Íslandi líti svo á að menningarleg og efna- hagsleg verðmæti felist í slíkri viðurkenningu fyr- ir skyrið. Þegar sú viðurkenning sé komin verði mun einfaldara að fá opinbera vottun frá Evrópu- sambandinu sem til að mynda vottar Gorgonzola, Scotch lamb og Jamón Serrano. Slík viðurkenning fyrir „hefðbundið íslenskt skyr“ myndi hins vegar ekki breyta neinu fyrir stórfyrirtæki sem framleiða jógúrt en markaðs- setja hana sem skyr. „Þetta er bara mikilvægt fyrir okkur sem þjóð og skiptir máli til framtíðar að halda í þennan arf. Við eigum að geta verið stolt af skyrinu sem okkar arfleifð,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hvað er Slow Food? Slow Food-hreyfingin spratt upp í Evrópu í kjölfar hraðrar útbreiðslu „fast food“ eða skyndi- rétta. Hún er nú alþjóðleg og starfar í yfir 100 löndum. Megin markmið Slow Food er að auka meðvitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og landfræðilegs uppruna matvæla. Einkunnarorð sam- takanna eru Góður, hreinn og sanngjarn, og er þar átt við að maturinn eigi að bragðast vel, hann eigi að vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur, og sanngjarn á þann hátt að sá sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir. Bragðörkin – Ark of Taste Bragðörk Slow Food má líkja við Örkina hans Nóa fyrir matvæli. Hún er skrá sem var sett á laggirnar árið 1996 og eru þar yfir 900 afurðir víðs vegar að úr heiminum sem teljast í útrýmingar- hættu, hvort sem það er vegna iðn- aðarvæðingar, um- hverfisspjalla eða að stöðlun á framleiðslu hefur þrengt svo mjög að afurðunum að hlúa verður að þeim svo þær öðlist nýtt líf. Hefðbundið íslenskt skyr hefur verið í bragðörk Slow Food í tvö ár, ásamt til að mynda sól- þurrkuðum saltfiski og kæstum hákarli. Hefðbundið íslenskt skyr sést hér fremst á myndinni en hitt er jógúrt sem er selt undir heitinu „skyr“ á íslenskum markaði. Mynd/Hari framleiða í dag hefðbundið íslenskt skyr sem uppfyllir ítrustu kröfur en þar má helst nefna skyr frá Erpsstöðum og Egilsstaðabúinu. Eirný Sigurðardóttir er eldheit baráttukona fyrir því að íslenska skyrið sé viðurkennt sem slíkt. Hún rekur Ljúfmetisverslunina Búrið þar sem yfirleitt fæst hefðbundið íslenskt skyr frá íslenskum mjólkurbændum. Mynd/Hari 14 úttekt Helgin 22.-24. maí 2015 Viltu stunda nám í einum af 300 bestu háskólum heims? VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD BS nám í viðskiptafræði Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á metnaðarfullt, fjölbreytt og framsækið nám. Deildin hefur gegnt forystuhlutverki í menntun stjórnenda og sérfræðinga á sviði viðskiptafræði í sjö áratugi. Þetta er nám sem gerir kröfur samhliða því að veita góða fræðilega undirstöðu, virkja sköpunarkraftinn og hvetja til agaðra vinnubragða. Það er metnaður Viðskiptafræðideildar að tryggja nemendum góða menntun sem nýtur trausts í samfélaginu og hefur á sér gæðastimpil. Umsóknarfrestur er til 5. júní Hægt er að sækja um rafrænt á www.vidskipti.hi.is. Umsókninni þarf að fylgja afrit af stúdentsprófsskírteini. Boðið er upp á fjögur kjörsvið til BS gráðu í viðskiptafræði: • Fjármál • Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti • Reikningshald • Stjórnun www.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.