Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 4
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Barcelona Flugsæti aðra leið með sköttum. Taska og handfarangur innifalið. Frá kr. 12.900 veður Föstudagur laugardagur sunnudagur N-átt, víðast hæg og birtir upp á laNdiNu. höfuðborgarsvæðið: Léttskýjað, einkum framan af degi skil með vætu fara yfir um NóttiNa og morguNiNN. höfuðborgarsvæðið: sLagveðursrigning um morguninn, en síðar skúrir. N- og Nv-átt. svalt og skúrir NorðaNlaNds og eiNNig v-til höfuðborgarsvæðið: sóL með köfLum, en Líka skúrir. vætusamt og í svalara lagi Spáð er lægð úr suðvestri yfir landið. Aðal úrkomusvæði hennar fer austur yfir landi snemma dags á laugardag og rignir nokkuð í flestum landshlutum. Í kjölfarið snýst til N-áttar og á sunnudag gæti orðið krapi eða snjóföl á fjallvegum N-til. Fremur svalt verður næstu daga og vindasamt að auki. Eftir 20 daga í maí er hiti víðast talsvert undir meðallagi þessa mánaðar og munar mestu um ískuldann til um 10. maí. 10 6 5 6 9 6 6 7 5 6 7 4 4 6 7 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Letterman kveður Spjallþáttastjórnandinn David Letterman er hættur og var lokaþáttur The Late Show sýndur í Bandaríkjunum í vikunni. Letterman byrjaði með þáttinn Late Night á NBC árið 1982 og var því á skjánum í rúma þrjá áratugi. 7.200 skjöl bíða þinglýsingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls félagsmanna BHM sem starfa hjá embættinu. Gera má ráð fyrir að meirihluti skjalanna tengist fast- eignaviðskiptum en engum samningum vegna fasteignakaupa hefur verið þinglýst frá því 1. apríl. Hreinsunarstarf gengur hægt Hægt gengur að hreinsa götur og gönguleiðir í Reykjavík vegna gríðarlegs sandmagns á stéttum og stígum sem dreift var á gönguleiðir til hálkuvarna í vetur. Þrátt fyrir tafir á hreinsun gatna og stíga í borginni að vera lokið fyrir 13. júní. Ármann til Virðingar Ármann Þor valds son hef ur verið ráðinn fram kvæmda stjóri viðskiptaþró un ar Virðing ar. Ármann mun í upp hafi einkum ein beita sér að upp bygg- ingu og öfl un verk efna á sviði fyr ir tækjaráðgjaf ar. Ármann var fram kvæmda stjóri fyr ir- tækjaráðgjaf ar Kaupþings frá 1997 til 2005 og fram kvæmda stjóri Kaupþings Sin ger & Friedland er í Bretlandi frá 2005 til 2008. Á þeim tíma vakti hann athygli fyrir að fá þekkta poppara til að spila í áramótaveislum sínum, til að mynda Duran Duran og Tom Jones.  vikan sem var Kominn í veikindaleyfi Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, er kominn í tveggja vikna veikindaleyfi frá þing- störfum. Í vikunni komst í hámæli að hann kastaði upp í flugvél WOW Air þann 10. maí og var mikið rætt og ritað um að Ásmundur hafi verið drukkinn í fluginu. Því hefur hann neitað. Anna María Elíasdóttir tekur sæti Ásmundar Einars á þingi í fjar- veru hans. s ama dag og blaðið kom út hringdi mig lögfræðingur frá Tryggingastofnun og sagðist ekki sjá betur en að ég ætti sannarlega rétt á þessum styrk,“ segir Jóhann Bragason sem sagði frá því í Fréttatíman- um fyrir viku að hann hefði sex sinnum fengið synjun frá Trygg- ingastofnun vegna umsóknar um bílastyrk. Jóhann hefur verið ör- yrki frá árinu 2009 vegna lungna- sjúkdóms. Hann fékk ný lungu árið 2011 en síðastliðinn vetur byrjaði líkami hans að hafna lungunum. Jóhann hefur sótt sex sinnum um bílastyrk upp á 1.200.000 krónur en alltaf fengið synjun á þeim forsendum að það þurfi að líða 5 ár á milli styrkja. Fréttatíminn fékk í síðustu viku skriflegt svar frá Trygginga- stofnun vegna fyrirspurnar um endurteknar synjanir þar sem fram kom að styrkir séu veittir á fimm ára fresti og að ekki sé hægt að víkja frá þeirri reglu nema bifreiðin eyðileggst á tíma- bilinu eða vegna andláts styrk- þega, en mögulegt sé að sækja um á grundvelli sérákvæðis „ef sjúkdómsástand hins hreyfihaml- aða hefur versnað.“ Jóhann segir að hann hafi ekki fengið staðfestingu á að hann fái bílastyrkinn, þetta sé ekki fast í hendi en hann hafi fengið vonina á ný. „Ég trúði varla mínum eigin eyrum þegar lögfræðingurinn hringdi og varð mjög glaður. Þetta var afskaplega kurteis maður sem sagði mér að skila inn sérstöku hreyfihömlunarvott- orði. Ég var búinn að skila inn alls konar vottorðum en hann sagði að þetta vantaði. Það þarf að tékka við í boxið að ég sé hreyfihamlaður en ég geng ekki lengra en 200-300 metra án súrefniskúts,“ segir Jóhann. Í síðstu viku sagði Jóhann frá því að bílleysið væri fyrir hann líkt og að vera í fangelsi því hann kæmist ekkert án bíls. Hann sagði að inntakið í því að sér hafi verið neitað um styrk væri að hann fékk 400 þúsund króna bílastyrk fyrir tæpum 5 árum. Hann gat síðan ekki borgað af bílnum því hann veiktist af krabbameini í milli- tíðinni, lagði þeim bíl og keypti annan á 100 þúsund krónur. Sá bíll eyðilagðist síðan og Jóhann stóð eftir bíllaus. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef upplifað mig sem annars flokks þegn því ég er öryrki og mér finnst ansi hart ef það þarf að fara í blöðin til að fá það sem maður á rétt á frá hinu opinbera. En nú bið ég bara til Guðs um að þetta nái í gegn,“ segir Jóhann sem er þegar kominn með augastað á litlum ljósbláum bíl sem hann langar að kaupa, ef hann fær styrkinn. „Ég er svo vongóður að ég borgaði 100 þúsund krónur inn á hann til að missa hann ekki,” segir hann. erla hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Nú bið ég bara til Guðs um að þetta nái í gegn.  réttindamál Fékk símtal Frá tryggingastoFnun eFtir viðtalið Bjartsýnn á bílstyrkinn Jóhann Bragason segist vart hafa trúað eyrum sínum þegar hann fékk símtal frá Trygginga- stofnun þar sem honum var bent á að líklega ætti hann rétt á bílastyrk eftir allt saman. Jóhann sagði sögu sína í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag en Tryggingastofnun hafði þá synjað honum sex sinnum um styrk. Hann bíður nú og vonar, og er kominn með augastað á litlum ljós- bláum bíl sem hann langar að kaupa. Jóhann bragason er bundinn súrefnis- kút og kemst ekki ferða sinna nema á bíl. Hann sagði í Fréttatímanum í síðustu viku frá því að Tryggingastofnun hafi sex sinnum synjað umsókn hans um bílastyrk en fékk símtal frá stofnuninni sama dag og blaðið kom út. Ljósmynd/Hari 4 fréttir Helgin 22.-24. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.