Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 70
V arúlfarnir hans Stefáns Mána voru greini-lega ekki bara eitt lítið hliðarskref því nú er komin út bók tvö um ungu úlfana hans, Nóttin langa. Alexander og félagar hans í samtökum nafnlausra varúlfa eru að basla við að koma böndum á varúlfasamfélagið á Íslandi þegar dularfullir atburðir flétta á skemmtilegan hátt aðalhetjurnar, varúlfana, inn í íslenskt nútímasamfélag þannig að úr verður ljómandi sumarreyfari. Alexander, aðal söguhetjan, er að venjast hlut- skipti sínu sem varúlfur og lífið er farið að taka á sig venjulegan eintóna blæ eftir spennuna sem fylgdi í kjölfar þess að uppgötva stökkbreyttu genin sem valda umbreytingunni. Vandræði í einkalífinu og allur pakkinn. Dularfullir útlendingar blandast svo inn í fléttu sem helst væri hægt að líkja við hálf- fullorðins fantasíu í anda ævintýrabókanna frá því í gamla daga. Stefáni tekst ljómandi vel að tóna niður ofbeldið sem svo oft einkennir skrif hans. Enda markhóp- urinn væntanlega unglingar og þeir sem hanga ung- ir í anda. Fólkið sem getur vel ímyndað sér yfirnátt- úrulegar verur á meðal okkar hérna í nútímanum. Svolítið Enid Blydon hittir Twilight blandað hráslagalegum íslenskum undirheimablæ – og virkar líka svona ljómandi vel. Bókin er ekki neitt sér- staklega löng. Rétt rúmar tvö hundruð síður og rennur ágætlega áfram. Höfundi hættir þó á stundum að fara full ýtarlega í persónu- og staðar- lýsingar. Þetta er raunar hálfgert höfundareinkenni en myndi sóma sér betur í lengri bók. Það hefði mátt binda nokkra lausreimaða enda í staðinn. Kafa aðeins dýpra í söguþráðinn. Bókin er þó tilvalin sem sumarfrísreyfari. Ekta til að grípa í nú þegar sólin hækkar á lofti og landinn fer í frí. Svo er bara að bíða eftir því að bók númer þrjú líti dagsins ljós því það er morgunljóst að Stefán Máni er hvergi nærri hættur með þennan bókaflokk – og er það vel. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is  RitdómuR NóttiN laNga eftiR StefáN máNa Ljómandi lítil sumarbók  Úlfshjarta ii: Nóttin langa Stefán Máni Sögur útgáfa, 2015, 215 s. Stefán Máni tónar niður ofbeldið enda markhópurinn unglingar og þeir sem eru ungir í anda. Stefán Máni.  leikliSt HVeR má bÚa í HÚSiNu? Eldhúsið í Tjarnarbíói l eiksýningin Eldhúsið verður sýnt á laugardaginn í Tjarn-arbíói klukkan 14. Verkið segir frá eldri manni og lítilli stelpu, tveimur ólíkum persónum, sem finna autt hús. Þau vilja bæði búa í húsinu en það er óljóst hver var fyrri til að finna það. Upphefst galsafullur leikur um það hver á réttinn til að búa í húsinu. Mikið stuð og leikgleði prýðir þessa sýningu og skemmtilegar leikhús- lausnir í anda Jo Strømgren. Leiksýningin Eldhúsið var sett saman árið 2012 og er fyrsta sýning Jo Strømgren sem er sér- staklega ætluð börnum og hentar fullkomlega fyrir aldurinn 5-12 ára. Fólk á öllum aldri getur þó skemmt sér þar sem húmorinn er lúmskur. Eldhúsið hefur verið sýnt um 200 sinnum vítt og breitt um Noreg og fær einstaklega góðar viðtökur hjá krökkum. Jo Strøm- gren Kompani var stofnað árið 1998 í Noregi og hefur síðan orðið einn þekktasti sjálfstæði leikhópur í Skandinavíu. Flokkurinn hefur ferðast með verk sín um fleiri en 50 lönd og u.þ.b. 150 sýningar eru haldnar árlega, bæði í stórum þjóðleikhúsum og smærri stöðum. Með hlutverk sýningarinnar fara þau Ívar Örn Sverrisson og Hanne Gjerstad Henrichsen. - hf 70 menning Helgin 22.-24. maí 2015 Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 22/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl 13 Fim 4/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 22/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson - síðustu sýningar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00 Síðustu sýningar Hystory (Litla sviðið) Sun 31/5 kl. 20:00 auka. Nýtt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur - síðasta sýning Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Fös 22/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00 Síðustu sýningar Shantala Shivalingappa (Stóra sviðið) Þri 2/6 kl. 20:00 Sýning á vegum Listahátíðar í Reykjavík Blæði: obsidian pieces (Stóra sviðið) Mán 25/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn - Aðeins þessar sýningar Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl. leikhusid.is FJALLA-EYVINDUR OG HALLA – HHHH – SV, MBL HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fös 29/5 kl. 19:30 Lokas. Allra síðasta sýning. Svartar fjaðrir (Stóra sviðið) Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 6/6 kl. 14:00 Lau 6/6 kl. 17:00 Áhugasýning ársins. María Ólafsdóttir leikur Ronju í Þjóðleikhúsinu. Ofsi (Kassinn) Fös 5/6 kl. 19:30 Lau 6/6 kl. 19:30 Aukasýningar komnar í sölu. MagnusMaria (Stóra sviðið) Mið 3/6 kl. 20:00 Ópera um rétt kyn eftir Karólínu Eiríksdóttur. Laugardagurinn 23.maí.kl.14 Kvennakóratónlist flutt af íslenskum og sænskum kórkonum undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Berglind Björk Jónasdóttir söngkona syngur með, Agnar Már Magnússon leikur á flygilinn. Miðasala á midi.is - aðgangseyrir 1500 Veitingastofurnar opnar alla daga frá kl. 11-17 Nýr sumarmatseðill á virkum dögum, brunch um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.