Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 22.05.2015, Blaðsíða 2
 GRILLIÐ FYRIR ÞIG Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Er frá Þýskalandi Niðurfellanleg hliðarborð FULLT VERÐ 99.900 89.900 Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is VELDU GRILL SEM EN DAST OG ÞÚ SPARA R Opið til kl. 16 á laugardag • Orka 10,5 KW = 36.000 BTU • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi sem skapar einstaklega jafnan hita • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok m. mæli • Postulínsemaleruð efri grind • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu - 4 hjól • Einnig til hvítt og rautt • Einnig til 2ja og 4ra brennara í svörtu og hvítu Mikill verðmunur á fiskafurðum Þ etta tókst alveg stórkostlega úr því maðurinn var lifandi þegar hann fór frá borði. Það er fyrir öllu,“ segir Kristinn Logi Hallgrímsson læknir. Kristinn var farþegi um borð í vél WOW Air á leið frá Alicante til Keflavíkur um síðustu helgi. Annar farþegi, íslenskur karlmaður, fékk hjartastopp og óskaði áhöfn vélarinnar eftir aðstoð. Kristinn gaf sig fram og það gerðu einnig tveir hjúkr­ unarfræðingar. Skiptust Kristinn og annar hjúkrunarfræðingurinn á að hnoða mann­ inn í rúmar 20 mínútur. Einnig var notast við hjartastuðtæki og súrefniskút sem voru um borð. Maðurinn var kominn til meðvit­ undar áður en vélinni var lent í Glasgow þar sem hann var fluttur á sjúkrahús. Kristinn kveðst ekki hafa fengið frekari upplýsingar um afdrif mannsins. „Þetta gekk eiginlega merkilega vel en það var gott að við vorum nokkur. Það hefði verið erfiðara að vera alveg einn. Svo er starfsfólkið líka allt þjálfað og ef enginn hefði verið um borð hefði það getað beitt skyndihjálparkunnáttu sinni,“ segir Krist­ inn á hógværan hátt. Hann viðurkennir að erfitt hafi verið að athafna sig í þröngu rými flugvélarinnar. „En þetta gerðist eiginlega bara, það var ekki fyrr en eftir á að maður fór eitthvað að hugsa út í hvað hefði gerst.“ Kristinn segir að það sé nokkuð algengt að læknar og heilbrigðisstarfsmenn þurfi að sinna veikum farþegum á flugi. Það vildi einmitt svo til að hann þurfti einnig að láta til sín taka á leiðinni út til Spánar. Hann segir að það hafi þó verið smávægilegt atvik og vill ekki tjá sig frekar um það. „Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir mig og mér sýnist, miðað við það sem ég heyri frá kollegum mínum, að þeir lendi líka í þessu. Þetta er náttúr­ lega það sem felst í því að vera læknir, við þurfum alltaf að vera til taks. En þetta var í fyrsta sinn sem ég tek þátt í endurlífgun um borð í flugvél,“ segir Kristinn. Hann vill koma því á framfæri að mikil­ vægt sé að flugvélar í millilandaflugi hafi nauðsynlegan búnað um borð ef til bráðra veikinda kemur. „Ég vil einnig hvetja fólk sem hyggur á ferðalög til útlanda að taka með sér nauðsynleg lyf og skoða vel sjúkra­ tryggingar þeirra landa sem ferðast er til og muna eftir evrópska sjúkratryggingarkort­ inu.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  SamfélagSmál KriStinn logi drýgði hetjudáð í háloftunum Kristinn Logi Hallgrímsson læknir hnoðaði lífi í mann sem fór í hjartastopp um borð í flugvél WOW Air um síðustu helgi. Kristinn segir algengt að læknar þurfi að sinna veiku fólki um borð í flugvélum – og til marks um það þurfti hann að láta til sín taka bæði á leiðinni út til Spánar og aftur heim. Bjargaði lífi manns um borð í flugvél WOW Air Kristinn Logi Hallgrímsson læknir lífgaði mann við um borð í flugvél WOW Air eftir að hann fékk hjartastopp. Krist- inn segir algengt að læknar þurfi að sinna veiku fólki um borð í flug- vélum. Þetta er náttúrlega það sem felst í því að vera læknir, við þurfum alltaf að vera til taks. Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á fiskafurðum í 25 verslunum í vikunni. Kannað var verð á 33 algengum tegundum fiskafurða víðsvegar að um landið. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Litlu Fiskbúðinni Miðvangi Hafnarfirði eða í 14 tilvikum af 33 og hjá Litlu Fiskbúðinni Háaleitisbraut í 9 tilvikum. Verslunin Kjöt og fiskur Bergstaðastræti var með hæsta verðið í 6 tilvikum af 33 og Melabúðin, Hafið fiskiprinsinn Hlíðarsmára og Gallerý fiskur Nethyl voru með hæsta verðið í 4 tilvikum. Fiskbúðin Hafberg, Fiskikóngurinn, Fiskbúðin Aukning í eyðslu ferðamanna Erlendir ferðamenn straujuðu 9,3 milljarða króna með greiðslukortum sínum í apríl. Það er 39,4% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Erlend kortavelta í ís- lenskum verslunum nam 1,2 milljarði króna í apríl sem er 14% vöxtur frá sama mánuði í fyrra. Mestur vöxtur erlendrar kortaveltu í verslunum var í gjafa- og minjagripaversl- unum, eða sem nam 43%. Athygli vekur að í apríl var 15,3% hærri greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann sem kom til landsins heldur en í apríl fyrir ári síðan, ef miðað er við fjölda ferðamanna samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð. Fór úr axlarliði í leikfimi Hálfsjötugur karlmaður féll úr stiga á Suðurnesjum í vikunni. Maðurinn féll fjóra metra þegar listi á húsinu sem hann studdi sig við brotnaði. Maðurinn lenti á stétt og fann til eymsla í baki. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja til aðhlynningar. Þetta var þó ekki eina slysið á Suðurnesjum í vikunni því kona meiddist á öxl í leikfimitíma. Talið var að hún hafi farið úr axlarliði. Verulegur kostnaður af vatnstjóni Vatnstjón á heimilum og í fyrirtækjum nam 2,4 milljörðum króna í fyrra og varð langmestur hluti tjónsins á heimilum. Heildarfjöldi tilvika er 7.387 eða að meðal- tali 20 á degi hverjum. Í 1.442 tilvikum reyndist tjónið ekki bótaskylt. Þetta kemur fram í tölum tryggingafélaganna sem teknar voru saman af óháðum aðila fyrir samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni. Langalgengast er að tjón í hverju tilviki sé innan við ein milljón króna en þó nam kostnaður í 418 tilvikum einni milljón eða meira og í tugum tilvika nam tjónið þremur milljónum króna eða meira. Heimilin bera talsverðan hluta kostnaðarins sjálf. Vegamót Nesvegi og Fiskbúðin Vík Reykja- nesbæ neituðu þátttöku í könnuninni. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Plain Vanilla, er með 85 manns í vinnu og hefur sent frá sér nýja útgáfu af QuizUp. Ljós- mynd/Hari  ViðSKipti Stór dagur í Sögu plain Vanilla í gær með nýrri útgáfu Quizup Notendur hafa svarað 28 milljörðum spurninga Íslenski tölvu leikja fram­ leiðand inn Plain Vanilla kynnti í gær nýja út gáfu af spurninga­ leiknum QuizUp. Leikurinn hefur verið endurhannaður og í nýju útgáfunni er aukin áhersla lögð á samskipti. Þá er hægt að spila leikinn í gegnum heimasíðu leiksins. QuizUp er stærsti spurn­ ingaleikur sinnar tegundar í heiminum. Fyrsta útgáfa leiks­ ins kom út fyrir tveimur árum og hefur notið mikilla vin­ sælda. 33 millj ón ir manna hafa náð í eldri út gáfu leiks ins og 30 þúsund nýir not end ur bæt ast við dag hvern. Virk ir spil ar ar spila tæp lega 7 millj ón ir leikja á dag og eyða að meðaltali 30 mín út um í að spila leik inn á hverjum degi. Í heild ina hafa verið spilaðir rúm lega fjórir milljarðar leikja þar sem spil­ ar ar hafa svarað 28 millj örðum spurn inga. Í nýju út gáfunni er að finna yfir 600 þúsund spurn ing ar í 1.200 flokk um. Áhugaverðasta nýjungin er að nú bætist við fréttaveita sem er sérsniðin að hverjum notenda og á að auð­ velda spilurum að eignast vini og áhugamál í gegnum leikinn. Þor steinn Bald ur Friðriks­ son, stofn andi og fram­ kvæmda stjóri Plain Vanilla, seg ir að leik ur inn sé að öllu leyti hannaður á Íslandi. „Við erum búin að leggja allt okk ar hug vit í þessa nýju út­ gáfu og þetta er því mjög stór dag ur í sögu fyr ir tæk is ins,“ er haft eft ir Þor steini í fréttatil­ kynn ingu. 2 fréttir Helgin 22.-24. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.