Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 90

Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 90
útivist & hlaup Helgin 22.-24. maí 201514 P áll Ásgeir Ásgeirsson hefur skrifað leiðsögubækur um Ísland í meira en 20 ár. Sú fyrsta kom út hjá Máli og menn- ingu vorið 1994 og fjallaði um fjórar gönguleiðir á hálendi Íslands. Nán- ar tiltekið voru það Laugavegurinn, Kjalvegur, Öskjuvegur og Lóns- öræfi sem fjallað var um og miðað við að ferðamenn gengju með allt á bakinu án utanaðkomandi aðstoðar. Þessi bók kom svo aftur út 2013 í nokkuð uppfærðri útgáfu þar sem ýmislegt hafði breyst á 20 árum. Gönguleiðinni um Fimmvörðuháls var bætt við. Páll Ásgeir hefur ferðast um Ís- land í 30 ár, eða þar um bil, og gerir enn. Hann er leiðsögumaður í ferð- um fyrir Ferðafélag Íslands og hef- ur undanfarin sex ár stjórnað geysi- lega vinsælum gönguverkefnum fyrir félagið sem mjög mikil þátt- taka hefur verið í. Þekktast þeirra er verkefnið Eitt fjall á viku. Á sumrin eru það einkum lengri ferðir á vegum Ferðafélags Íslands sem Páll Ásgeir leiðsegir í og eru Hornstrandir og Fjallabak meðal þeirra slóða sem oftast eru á dag- skránni. Hinn forni Kjalvegur er ákaflega áhugaverð gönguleið og sú göngu- leið sem félagar úr Ferðafélagi Ís- lands fóru oftast um á fyrstu árum félagsins fyrir nærri 90 árum. Leiðin er sögurík, þétt vörðuð leið um fagra náttúru, vel merkt og hentar flestum sem fást vilja við gönguferðir. Í sumar leiðir Páll Ásgeir farþega Ferðafélags Íslands í fyrsta áfanga raðgöngu sem á fjórum árum á að liggja umhverfis Langjökul. Í sumar verður gengið frá Hveravöllum og í Hvítárnes. Gist verður í skálum Ferðafélagsins í Þjófadölum, Þver- brekknamúla og Hvítárnesi meðan húsrúm leyfir en þátttakendur geta einnig gist í tjöldum. Á þessari leið er gert ráð fyrir að víkja ofurlítið frá hinni hefðbundnu leið og kanna afskekkta staði í ná- grenni leiðarinnar eftir því sem veð- ur leyfir. Þar má helsta nefna staði eins og Fögruhlíð í Jökulkrók, Fróð- árdali og leirur Fúlukvíslar en allir þessir staðir eru sérlega fáfarnir og áhugaverðir.  Útivist Páll ásgeir ásgeirsson hefur skrifað leiðsögubækur í 20 ár Fréttatíminn hitar upp fyrir útivistarsumarið. Hér tökum við púlsinn á Páli Ásgeiri Ásgeirssyni sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka um landið. Hann er fararstjóri í athyglisverðum ferðum á vegum Ferðafélags Íslands. Páll og Rósa Sigrún Jónsdóttir hafa ferðast um landið í þrjá áratugi og skrifað um ferðir sínar. Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir, eiginkona hans, hafa ferðast saman um landið í áratugi og skrifað um ferðir sínar. Ljósmynd/Hari Á fjöllum með Páli og Rósu Hvítárnes – Hveravellir Um Kjalveg hinn forna Hinn forni Kjalvegur liggur um hálendið milli Langjökuls og Hofsjökuls. Í norðri má segja að leiðin greinist eftir því hvort menn hyggjast halda niður í Skagafjörð eða Húnaþing og eins má segja að í suðri greinist hún eftir því hvort menn voru á ferð niður í Hreppa eða Biskupstungur. Allt að einu þá er það einungis sá hluti leiðarinnar sem liggur milli jöklanna sem ber nafnið Kjalvegur. Í þessari leiðarlýsingu er miðað við að göngumaður hefji ferð sína í Hvítárnesi og ljúki henni á Hveravöllum. Til þess að komast í Hvítárnes er annað hvort hægt að fá einhvern til þess að aka sér inn eftir en einnig ganga langferðabifreiðar um Kjalveg á sumrum og hægt að taka sér far með þeim og stíga af í Hvítárnesi og um borð aftur á Hveravöllum. Gist í Þjófadölum Ferð okkar hefst í Hvítárnesi þar sem við gistum fyrstu nóttina í elsta sæluhúsi Ferðafélags Íslands. Það var byggt 1930 og hefur reglulega verið endurbætt síðan. Þar geta gist tæplega 30 manns í kojum eða á svefnlofti. Úr Hvítárnesi liggur leiðin að Þver- brekknamúla þar sem Ferðafélag Íslands á góðan skála. Þar er gott að gista. Fallegt er í nágrenni Þver- brekknamúla. Fram undan skálanum er votlendi sem fjöldi uppsprettna tryggir ríkulegan gróður og Hrútfell, 1396 metra hátt, gnæfir í norðri. Eldra nafn á þessu fjalli úr munni norðanmanna mun vera Regnbúða- jökull. Þetta er tígulegt fjall, krýnt jökulhveli og teygja sig fimm mis- stórar jökultungur niður af kollinum. Frá Þverbrekknamúla liggur leiðin áfram norður Kjalhraun austan við Fúlukvísl. Fyrst göngum við yfir brúna á kvíslinni og beygjum svo til norðurs þar sem kvíslin beygir. Síðan liggur leiðin um slétt hraun og graslendi í Þjófadali undir Þjófadalafjöllum. Sá sem ferðast með bakpoka getur ráðið sínum næturstað en ágætt er að gista í Þjófa- dölum. Vel mætti hugsa sér að skipta leiðinni þannig milli daga að ganga úr Hvítár- nesi í Þverbrekknamúla, gista þar í tvær nætur og nota lausan dag til þess að ganga á Hrútfellið. Þaðan mætti ganga í Þjófadali, gista þar og enda svo á Hveravöllum. Þessari leið má auðveldlega snúa við og byrja á Hveravöllum og enda í Hvítárnesi. Hveravellir Hveravellir hafa verið áfangastaður ferðamanna á leið um hálendið frá landnámi en staðurinn varð ekki áningarstaður ferðamanna í hefðbundnum skilningi orðsins fyrr en 1938 þegar Ferðafélag Íslands reisti eldri skálann af tveimur sem hér standa. Í lok tuttugustu aldar varð Kjalvegur fólksbílafær milli byggða þegar brú var sett á Seyðisá og við það mun umferð á Hveravöllum hafa aukist. Um svipað leyti lauk ráðsmennsku Ferðafélags Íslands á Hveravöllum en þar hafði félagið átt skála frá 1938. Rekstraraðilar á vegum Svínavatnshrepps tóku við og hafa annast staðinn síðan. Hveravellir eru heillandi og söguríkur staður þar sem Fjalla-Eyvindur og Magnús sálarháski eiga sinn skerf hvor en leiðir manna hafa legið um þessar slóðir allt frá landnámi. 25. maí: Hvítasunnuhlaup Hauka. 14 og 17,5 km. Utanvegahlaup um uppland Hafnar- fjarðar. Ræst klukkan 10 frá Ásvöllum í Hafnarfirði. 30. maí: Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins. 3 og 10 km. Hefst kl. 19 við hús Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. 6. júní: Mývatnsmaraþon. 3, 10, 21 og 42 km. Hlaupið hefst og endar í Jarðböðunum við Mývatn og hlaupið verður eftir þjóðveginum í kringum Mývatn. 20. júní: Mt. Esja Ultra fjallahlaup verður haldið í fjórða skiptið. Þrjár vegalengdir eru í boði með mismunandi hækkunum. 4. júlí: Þorvaldsdalsskokkið, elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi. Hlaupið hefst við Fornhaga í Hörgárdal og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd. Hlaupið hefst kl. 12 en kl. 11 fer rúta frá Árskógsskóla fyrir þá sem vilja geyma bílinn við rásmarkið. 5. júlí: Vestmannaeyjahlaupið. 5, 10 og 21,1 km. Hlaupið hefst við Íþróttamið- stöðina kl. 12 og eru öll hlaupin ræst á sama tíma. 22. ágúst: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Stærsta hlaup sumarsins. Þátttak- endur geta valið á milli sex vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig. Hlaup sumarsins o ft getur verið hvetjandi að stefna að þátttöku í hlaupi og æfa sérstak- lega með það í huga. Fjöldamörg hlaup af ýmsum gerðum verða haldin víða um land í sumar. Því er um að gera að skoða dag- skrána og finna hlaup við hæfi. Á vefnum hlaup.is má nálgast upp- lýsingar um hlaupin, auk þess sem skráning fer einnig fram á vefnum. Hér má líta á nokkur hlaup sem fara fram í sumar:

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.