Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Page 6

Fréttatíminn - 24.04.2015, Page 6
 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566 ÞÍN STUND ÞINN STAÐUR TIMEOUT Hægindastóll með skemli Fáanlegur í mörgum útfærslum og litum. Svart leður og hnota með skemli. Fullt verð: 379.980 kr. Tilboðsverð 299.990 kr. AFSLÁTTUR 20% Stillanlegur höfuðpúði. Þægilegt handfang til að stilla halla á baki. Skemill hentar öllum óháð lengd. V erkfallsaðgerðir rúmlega 10 þús-und félagsmanna Starfsgreinasam-bands Íslands hefjast næstkomandi fimmtudag, 30. apríl og munu standa yfir í hálfan sólarhring, frá hádegi til miðnættis. Eftir það taka við regluleg sólarhring- sverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt, komi til þeirra. 42% félaga í SGS starfa á matvælasviði en 32% eru í þjónustugrein- um. Aðrir hópar eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, iðnaði og farartækja- og flutningsgreinum. 95% stuðningur við verkfallsaðgerðir Félagsmenn SGS samþykktu aðgerðirnar með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti mánudaginn 20. apríl. Kjörsókn var 50,4%. Björn Snæ- björnsson, formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambands Íslands, fagnar skýrri niðurstöðu og góðri kjörsókn. „Kjörsókn var mjög góð og afstaðan er skýr þrátt fyrir að þetta sé mjög fjölbreytt- ur hópur fólks.“ Hann segir kjörsóknina hafa verið meiri á þeim stöðum þar sem fiskvinnslan er undirstöðugrein og að það komi ekki á óvart. „Menn vita að það er borð fyrir báru í fiskvinnslunni og menn sjá vel á hagn- aðartölum fyrirtækjanna að það er nóg til skiptanna. Fólk er bara mjög ákveðið í að ná þar sínum hlut. Það er góður hugur í fólki og það er tilbúið að fylgja eftir þeim kröfum sem það sjálft bjó til,“ segir Björn en krafan er að á þremur árum verði taxta- laun komin upp í 300.000 krónur. 214.700 krónur í fiskvinnslunni Björn segir allt of marga vinna eftir allt of lágum töxtum. „Starfsfólk sem er að byrja að vinna á veitingahúsi er með 1208 krónur á tímann í dagvinnu og svo kemur vaktaálag á það, ef það er í vaktavinnu. En eftir sjö ár í sömu vinnu getur viðkomandi starfskraftur hækkað upp í 1248 krónur, eða um 40 krónur á sjö ára tímabili. Ef við horfum á kjötvinnsluna og sérhæft iðn- verkafólk þá er það með frá 1208 krónum upp í 1250 krónur á tímann. Þetta eru taxtar sem því miður allt of margir eru á.“ Launin í fiskvinnslunni eru aðeins hærri vegna bónusa, sem þó eru mjög misjafnir eftir svæðum. „Grunnlaunin í fiskvinnsl- unni eru 214.700 krónur en svo hækka launin þar vegna bónusa sem greiddir eru fyrir afköst. Bónusar hífa launin upp og hér á Eyjafjarðasvæðinu er fastur bónus milli 400 til 500 krónur á tímann, en sums- staðar er hann ekki nema 80 krónur ofan á tímakaupið. Þannig að dagvinnulaun hjá einstaklingi sem hefur unnið í sjö ár í frystihúsi eru 1280 krónur, plús kannski 450 krónur í bónus. Þá er viðkomandi að hafa um 300.000 á mánuði. Það er að segja ef það er ekki hráefnisskortur.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Verkföll Aðgerðir StArfSgreinASAmbAndSinS hefjASt 30. Apríl Fólk mjög ákveðið að ná sínum hlut Fiskvinnslufólk er með 214.000 krónur í grunnlaun á mánuði en bónusar geta hækkað launin í allt að 300.000 krónur. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir mikinn hug vera í sínu fólki, það sé tilbúið að berjast fyrir 300.000 króna lágmarkslaunum . Menn viti að í fiskvinnslunni sé borð fyrir báru. Verkfallsaðgerðir munu hefjast næstkomandi fimmtudag, 30. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt, komi til þeirra. 42% félaga í SGS starfa á mat- vælasviði en 32% eru í þjónustugreinum. Aðrir hópar eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, iðnaði og farartækja- og flutningsgreinum. Mynd/NordicPhotos/Getty Það er góður hugur í fólki og það er tilbúið að fylgja eftir þeim kröfum sem það sjálft bjó til. Steinunn Birna Ragnarsdóttir var í vikunni ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar og tekur til starfa síðar í vor. Hún tekur við af Stefáni Baldurssyni, sem gegnt hefur starf- inu síðastliðin átta ár. Fimmtán umsækjendur sóttu um stöðuna. Steinunn Birna hefur starfað sem tónlistarstjóri Hörpu síðustu fimm ár en hún er menntaður píanóleikari. Ráðning Steinunnar Birnu hefur mælst misjafnlega fyrir og hafa ýmsir framámenn í óperuheiminum gagnrýnt að Steinunn hafi enga reynslu af uppsetningu á óperum né af leikhússtörfum. Gröndalshús verður hér eftir að Vesturgötu 5b.  reykjAVík Sögufrægt húS flutt Að VeSturgötu 5b Gröndalshús aftur í miðborgina Gröndalshús hefur verið flutt að Vesturgötu 5b þar sem nýr grunn- ur fyrir það var gerður. Gröndals- hús var flutt frá Vesturgötu 16b um miðjan janúar 2010 og var ytra byrði þess endurgert. Tekið var mið af upprunalegu útliti hússins og byggingarstíl við endurgerð þess. Reykjavíkurborg keypti hús- ið til varðveislu vegna menningar- sögulegs gildis þess. Minjavernd annaðist framkvæmdir við nýjan grunn og flutning hússins. Gröndalshús á sér yfir 130 ára sögu. Árið 1881 byggði Sigurður Jónsson járnsmiður sér nýtt hús úr timbri sem barst til Íslands með gríðarstóru skipi sem rak mannlaust um hafið og strandaði í Höfnum. Sigurður bjó í húsinu og hafði þar járnsmiðju sína til 1888 en þá eignaðist það Benedikt Grön- dal og eftir það var húsið kennt við hann. Húsið var oft kallað Púltið, Skrínan eða Skattholið vegna hins sérkennilega byggingarlags, en það er tvílyft að framan og einlyft að aftan. Benedikt breytti járn- smiðjunni í stofu og bjó í húsinu til dauðadags, árið 1907. Steinunn Birna ráðin óperustjóri 6 fréttir Helgin 24.-26. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.