Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Side 12

Fréttatíminn - 24.04.2015, Side 12
Þ Það var alvarlegur afleikur er laun stjórnar- manna HB Granda voru hækkuð um 33,3% á dögunum, rétt í þann mund er stefndi í alvar- legustu verkfallahrinu hérlendis um langt árabil. Skiptir þar engu þótt þær breytingar hafi orðið á milli aðalfunda að fyrirtækið hafi verið skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar og því reyni meira á stjórnarhætti þess en áður. Hækkunin var taktlaus í undanfara erfiðra samningaviðræðna á vinnumarkaði og hlaut að skaða málf lutning Sam- taka atvinnulífsins sem lagt hafa mikla áherslu á hóflega kjarasamninga sem byggi á svigrúmi útflutnings- og sam- keppnisgreina til launabreyt- inga og styðji við almenna hag- stjórn sem tryggi stöðugleika, lága verðbólgu, hóflega vexti og festu í gengi krónunnar. Á þessu áttaði Rannveig Rist sig, einn stjórnarmanna HB Granda, en hún situr jafnframt situr í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún ákvað að þiggja launahækkunina ekki og sagði í tilkynningu sem hún sendi frá sér að hækkunin væri úr takti við stöðu kjaramála. Það var sannarlega rétt mat og aðrir stjórnar- menn hjá HB Granda ættu að fara að fordæmi Rannveigar. Það væri viðurkenning á röngu stöðumati, mistökum. Björgólfur Jóhannesson, formaður Sam- taka atvinnulífsins, vék að þessu í ræðu sinni á nýafstöðnum aðalfundi samtakanna. Þar sagði hann meðal annars: „Ég hef áður hvatt til þess að gætt sé hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök atvinnulífsins hafa markað ákveðna stefnu um launaþróun næstu misserin. Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórnenda fyr- irtækjanna og stjórna þeirra. Það er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun þessa hóps frekar en annarra. Þar verða allir að sýna ábyrgð.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra talaði á sömu nótum. Hann sagði tugprósenta hækkun stjórnarlauna vera kol- ranga og senda óábyrg skilaboð inn í samfé- lagið. „Við þurfum sameiginlega að byggja upp þjóðfélag festu og stöðugleika og slíkar hækkanir hjálpa ekki til við það.“ Stjórnarhækkunin hleypti illu blóði í launa- menn og forystumenn launþegasamtakanna enda mat forsætisráðherra rétt, hún gaf hún kolröng skilaboð. Stöðunni á vinnumarkaði nú hefur verið lýst sem grafalvarlegri og er vart ofmælt. Fari allt á versta veg mun samfé- lagið loga í verkföllum hvort heldur er meðal opinberra starfsmanna eða fólks á almennum vinnumarkaði – með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum en augljósu tapi allra. Það reynir því á styrk þeirra sem að samningaborðinu koma, að þeir rífi sig upp úr skotgröfunum líkt og gert var í aðdraganda þjóðarsáttarsamning- anna árið 1990. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Rétt er að minnast þess er laun þáverandi forstjóra Landspítalans voru árið 2012 hækkuð um 450 þúsund krónur á mánuði. Gjörningurinn vakti hörð viðbrögð enda mjög úr takti við að- hald þess tíma. Hækkunin var dregin til baka en mistökin við ákvörðunina voru augljós. Af hlaust skaði af svipuðum toga og nú vegna ótímabærrar hækkunar stjórnarlauna hjá HB Granda. Vera kann að hluta skýringarinnar á kröfuhörku lækna og verkfalli þeirra í vetur sé að leita til þessa upphafs en til þvingaðrar niðurstöðu þeirra samninga er mjög horft nú, í kröfugerð annarra. Sjái aðrir stjórnarmenn HB Granda en Rannveig Rist ekki að sér verða aðilar vinnu- markaðarins engu að síður að leiða þau mis- tök hjá sér, hefja sig upp yfir þann ótímabæra gjörning enda er miklu meira undir, hags- munir almennings, fyrirtækja og þjóðarbús- ins sjálfs. Allir málsaðilar búa yfir öflugum hag- deildum og hagtölur liggja fyrir. Sérfræð- ingar allra eiga því að vita hvar hægt sé að mætast, hvert efnahagslegt svigrúm sé til raunverulegra kjarabóta og að samið verði innan þeirra marka og stuðlað með því að aukinni hagsæld, stöðugleika, auknum kaup- mætti og framförum. Ella hverfum við aftur um áratugi og við tekur verðbólgutímabil sem við þekkjum því miður allt of vel, víxl- hækkanir kaupgjalds og verðlags, hækkun skulda heimila og fyrirtækja, vaxtahækkun og gengisfall krónunnar. Það er dapurleg framtíðarsýn. Afleikur í kjölfar rangs stöðumats Það verða allir að sýna ábyrgð Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS O-Grill 3500 kr. 32.950 O-Grill 1000 kr. 27.950 Borðstandur kr. 9.595 Taska kr. 2.995 O-GRILL niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 12 viðhorf Helgin 24.-26. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.