Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 14
Frumkvöðlar á alþingi Þetta var mikið karla- samfélag á Alþingi. RIGA Í LETTLANDI FRÁBÆRT TILBOÐ TIL 14. -17. MAÍ Á SÍÐUSTU SÆTUNUM Verð aðeins kr. 69.900.- Innifalið: flug frá Keflavík og Akureyri, 4★ hótel á besta stað með morgunmat, rúta frá flugvelli og íslenskur fararstjóri. Riga er meira en 800 ár gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin - söfn eða fallegar byggingar, listaviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði - þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samsafn af Art Noveau eða Jugend byggingalist. Þá er næturlíf Riga orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að. Konur hasla sér völl á Alþingi Salóme Þorkelsdóttir var fyrsti forseti Alþingis og einnig fyrsta konan sem gegndi því embætti. Hún er á meðal 15 kvenna sem Jafnréttisstofa heiðraði fyrir brautryðjendastörf á Alþingi Íslendinga í tilefni af 100 ára afmælis kosninga- réttar kvenna. Salóme segir að vel hafi verið tekið á móti sér á þingi, það hafi verið erfitt í fyrstu að taka við sem forseti Alþingis en hún hafi að lokum öðlast traust allra þingmanna. Hún fagnar því að konur hafi náð að hasla sér völl innan íslenskra stjórnmála, þó hægt hafi gengið. þ egar ég var fyrst kjörin á Alþingi var það gjörólíkt því sem það er í dag,“ segir Salóme Þorkelsdóttir, fyrrverandi þingmaður sem ennfremur var fyrsta konan til að gegna embætti forseta efri deildar Alþingis árið 1983 og fyrsta konan – raunar fyrsti þingmaðurinn – til að gegna emb- ættis forseta Alþingis árið 1991 þeg- ar Alþingi var sameinað í eina mál- stofu. Salóme var á meðal 15 kvenna sem Jafnréttisstofa heiðraði á síð- asta vetrardegi fyrir brautryðjenda- störf á Alþingi Íslendinga. Salóme er fædd 3. júlí 1927 og því að verða 88 ára gömul. Hún starf- aði sem húsmóðir, við skrifstofu- störf og sem aðalgjaldkeri Mos- fellshrepps áður en hún var kjörin á þing árið 1979 sem þingmaður Reyknesinga, fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins, en hún sat á þingi til ársins 1995. „Auk mín sátu þá á þingi þær Guðrún Helgadóttir og Jóhanna Sigurðardóttir þannig að við vorum þrjár konurnar. Þetta var mikið karlasamfélag á Alþingi,“ seg- ir hún en Kvennalistinn bauð fram fyrir kosningarnar 1983 og þá fjölg- aði í kvennahópnum. Fékk góðar viðtökur Salóme segir að þegar hún settist fyrst á Alþingi hafi hún sannarlega verið blaut á bak við eyrun en mót- tökurnar hafi verið afskaplega góðar. „Ég fékk ljúfar viðtökur og stuðning frá þingmönnum úr öllum flokkum. Ég lenti í efri deild þar sem þriðjungur þingmanna, eða 20 þingmenn, áttu sæti og ég var eina konan. Þegar ég var að byrja mitt annað kjörtímabil, árið 1983, var ég farin að festa rætur og var þá kosin forseti efri deildar. Mér fannst mjög áhugavert að fá tækifæri til að takast á við þetta hlutverk og ég held að mér hafi tekist það sóma- samlega. Á þessum tíma voru tvær aðrar konur komnar í efri deild, þær Sigríður Dúna Kristmundsdóttir frá Kvennalistanum og Kolbrún Jóns- dóttir frá Bandalagi jafnaðarmanna. Fyrirkomulagið á Alþingi var þannig að því var skipt í efri og neðri deild, og sameinað þing beggja deilda kom saman tvisvar í viku. Forseti sameinaðs þings var Salome Þorkelsdóttir, fædd 1927 Fyrsta konan sem gegndi embætti forseta efri deildar Alþingis 1983 og forseta Alþingis 1991. Ragnhildur Helgadóttir, fædd 1930 Fyrsta konan sem gegndi embætti for- seta neðri deildar Alþingis 1961, mennta- málaráðherra 1983 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985. Guðrún Helgadóttir, fædd 1935 Fyrsta konan sem gegndi embætti forseta sameinaðs Alþingis 1988. Rannveig Guðmundsdóttir, fædd 1940 Fyrsta konan sem gegndi embætti for- manns þingflokks Alþýðuflokksins 1993, Jafnaðarmanna 1996 og Samfylkingar- innar 1999. Guðrún Agnarsdóttir, fædd 1940 Fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Samtaka um kvennalista 1983. Jóhanna Sigurðardóttir, fædd 1942 Fyrsta konan sem gegndi embætti for- sætisráðherra 2009 og félagsmálaráð- herra 1987. Sigríður Anna Þórðardóttir, fædd 1946 Fyrsta konan sem gegndi embætti for- manns þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1998. Valgerður Sverrisdóttir, fædd 1950 Fyrsta konan sem gegndi embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999, utanríkisráðherra 2006 og formanns þingflokks Framsóknarflokksins 1995. Svanfríður Jónasdóttir, fædd 1951 Fyrsta konan sem gegndi embætti for- manns þingflokks Þjóðvaka 1995. Margrét Frímannsdóttir, fædd 1954 Fyrsta konan sem gegndi embætti for- manns þingflokks Alþýðubandalagsins 1988. Oddný G. Harðardóttir, fædd 1957 Fyrsta konan sem gegndi embætti fjár- málaráðherra 2011. Siv Friðleifsdóttir, fædd 1962 Fyrsta konan sem gegndi embætti um- hverfisráðherra 1999. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fædd 1966 Fyrsta konan sem gegndi embætti innan- ríkisráðherra 2013. Birgitta Jónsdóttir, fædd 1967 Fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Borgarahreyfingar- innar, síðar Hreyfingarinnar 2009 og Pírata 2013. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fædd 1972 Fyrsta konan sem gegndi embætti for- manns þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2009. Þær 15 konur sem Jafnréttisstofa heiðraði fyrir brautryðjendastörf á Alþingi Íslendinga, konur sem fyrstar hafa gegnt ákveðnum embættum, svo sem ráðherrar og formenn þingflokka. Þær eru hér taldar upp í aldursröð. Fyrsta konan á Alþingi 1922: Ingibjörg H. Bjarnason, 1867–1941. Fyrsta konan sem gegndi embætti ráðherra 1970: Auður Auðuns, 1911-1999, var dóms- og kirkjumálaráðherra. Ingibjargar og Auðar var sér- staklega minnst við athöfnina. Salóme Þorkelsdóttir var fyrsta konan til að gegna embætti forseta Alþingis eftir að þingið var sameinað í eina málstofu árið 1991. Mynd/Hari 14 úttekt Helgin 24.-26. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.