Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Page 20

Fréttatíminn - 24.04.2015, Page 20
Margir halda að ég hljóti að vera að nota lyf því það sé ekki mögulegt að ná svo góðum árangri á svo stuttum tíma. En það er ekki eins og ég sé að snerta stöng í fyrsta skiptið. Byrjaði fertug í kraftlyftingum Helga Guðmundsdóttir hefur náð ótrúlegum árangri í kraftlyftingum á skömmum tíma. Hún vann bikarmót og setti Íslandsmet eftir aðeins 3 mánaða þjálfun, þá nýorðin fertug, er á leið á Evrópumeistarmótið með landsliðinu og stefnir á heims- meistarmótið í haust. Hún lætur hvorki aldur né kjaftasögur stöðva sig og nýtur þess að vera stöðugt að bæta sig. É g var búin að æfa crossfit í fimm ár þegar ég datt niður á kraftlyftingar,“ segir Helga Guðmundsdóttir, landsliðskona í kraftlyftingum. „Ég lenti á spjalli við konu í kraftlyftingum í afmæli sem fór að segja mér frá íþróttinni og hvað hún væri að lyfta þungu. Hún hafði bæði keppt á Íslands- meistaramótinu og Norðurlanda- mótinu en ég komst semsagt að því þarna að hún var að lyfta töluvert minni þyngdum en ég var að gera í crossfittinu. Og ég hugsaði um leið að ég gæti auðveldlega keppt í þessu líka,“ segir Helga og hlær. Setti Íslandsmet á fyrsta mótinu sínu Og það gerði Helga svo sannarlega. Hún dreif sig í kraftlyftingar, er komin í landsliðið og vinnur hvern Máttur vatnsins Þórir Sigurbjörnsson allar um vatn og mikilvægi þess. Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segir frá verkefni félagsins í Malaví. Íbúar Malaví hafa mjög takmarkaðan aðgang að hreinu vatni en Rauði krossinn hefur nú þegar borað sjö borholur í Mangochi-héraði, sem hafa gjörbrey„ aðstæðum fyrir ölda fólks. Fimmtudaginn 30. apríl verður fyrirlestur í húsi Rauða krossins í Efstaleiti 9, kl. 8.30-9.30. 2 x 13 cm Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is HV ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5– 08 98 titilinn á eftir öðrum. „Þegar ég byrjaði að æfa vissi ég ekkert hvert ég ætti að snúa mér. Ég þekkti einn mann sem hafði unnið sem dómari í kraftlyftingum og hann benti mér á að tala bara beint við Grétar Hrafnsson landsliðsþjálfara. Grétar hafði oft fengið svona símtöl og var ekkert svakalega spenntur en bauð mér samt að koma á æfingu. Hann lét mig prófa allar greinarnar, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Hann varð bara eins og krakki á jólunum, hann var svo spenntur,“ segir Helga hlæjandi. Að- eins þremur mánuðum síðar, þá nýorðin fertug, keppti Helga á sínu fyrsta bikar- móti. Hún sigraði á mótinu, auk þess að setja þar Íslandsmet í bekkpressu fyrir 40 ára og eldri. Lætur aldurinn ekki stöðva sig Helga segir það ekki hafa komið nein- um á óvart hvað hún hellti sér af mikl- um krafti út í kraftlyftingarnar. Hún hafi aldrei látið neinn eða neitt stoppa sig, hvorki aldur né barneignir, en Helga býr ein með börnunum sínum þremur í Hafnarfirði, þar sem hún hefur rekið Crossfit-stöð síðastliðin fimm ár. „Mér líður ekkert eins og ég sé orðin fertug, mér finnst ég alltaf verið 25 ára,“ segir Helga. „En svo er ég auðvitað með góðan grunn fyrir kraftlyftingar. Ég hef verið að æfa og kenna crossfit síðastliðin fimm ár og ég hef alltaf verið mikil keppnis- manneskja. Ég prófaði allskonar íþróttir sem ung- lingur og var í mörg ár í fimleikum en þurfti að hætta vegna meiðsla. Fór svo að æfa hlaup af kappi upp úr þrítugu og tók þátt í nokkrum maraþonum. Ég hef líka alltaf verið mjög sterk, alveg frá því ég var lítil stelpa, ég held það hljóti bara að vera í genunum. Það var alltaf verið að skora á mig í sjómann því ég var svo sterk og ég vann oftast alla, líka stóru strákana,“ segir Helga og hlær. Mikið um kjaftasögur Nú er Helga á leið til Þýskalands þar sem hún mun keppa á Evrópumeistarmótinu. „Þar stefni ég á að ná einhverjum metum í opnum flokki en svo er Íslandsmeist- aramótið nokkrum vikum síðar og þá hef ég líka tækifæri til að vinna einhver met,“ segir Helga sem hefur núna æft kraftlyftingar í sjö mánuði. Svo stutt að kjaftastögurnar voru fljótar að kvisast um bæinn. „Það eru margir „skeptískir“ á velgengni mína og það hefur breiðst út mikill orðrómur um það að ég hljóti bara að vera að svindla. Margir halda að ég hljóti að vera að nota lyf því það sé ekki mögulegt að ná svo góðum árangri á svo stuttum tíma. En það er ekki eins og ég sé að snerta stöng í fyrsta skiptið,“ segir Helga. „Það er búið að lyfjaprófa mig og ég er að sjálfsögðu í lagi. Ég held að áður fyrr hafi verið mikið um steranotkun í kraftlyftingum en ekki lengur, það er bara of mikið í húfi. Ef þú ert lyfjaprófað- ur og fellur þá ferðu í keppnisbann í allt að þrjú ár auk þess að fá sektir. Ég get ekki ímyndað mér að neinn vilji taka þá áhættu,“ segir þessi mikla keppnismann- eskja sem lætur kjaftasögurnar ekki á sig fá. Hún ætlar að halda ótrauð áfram og njóta sigranna. Ætlar á HM „Ég var að koma af æfingu þar sem ég bætti mig í hnébeygju og hoppaði þá hæð mína. Ég veit ekki hvað það er sem er svona skemmtilegt við þetta, það fylgir því bara svo ótrúlega góð tilfinning að bæta sig. Nú er ég komin í landsliðið og það fylgir því meiri pressa. Maður getur ekki verið þar nema með því að vera stöð- ugt að bæta sig. Ég væri ekkert á leið á EM hefði ég ekki náð þessum árangri á bikarmótinu í nóvember. Næsta mark- mið er að komast á HM í haust og ég set allan minn kraft í það.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Helga á Íslandsmetið í opnum flokki í þyngdar- flokki -63kg. Hnébeygja 160 kg. Bekkur 112,5 kg. Réttstöðulyfta 170 kg. Markmið hennar á EM: Hnébeygja 175 kg. Bekkur 120 kg. Réttstöðulyfta 182,5 kg. Helga Guðmunds- dóttir, landsliðskona í kraftlyftingum, setti sitt fyrsta Íslandsmet eftir að hafa æft kraftlyft- ingar í þrjá mánuði. Hún segist þó hafa góðan grunn því áður æfði hún crossfit í fimm ár. Ljósmynd/Hari 20 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.