Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Qupperneq 31

Fréttatíminn - 24.04.2015, Qupperneq 31
Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is DAGSKRÁ: 12:30 Opnunarávarp Þórarinn Sólmundarson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu 12:40 From Science to Praxis – Opportunities and Challenges Dr. Peter Moll, Senior Science Policy Adviser, Science Development 13:20 Þverfaglegar rannsóknir í íslensku vísindasamfélagi Kynningar og umræður l Kristín Svavarsdóttir, vistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins l Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri l Unnur Anna Valdimarsdóttir, próf. við HÍ og forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum l Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands Umræðustjóri: Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís MÁNUDAGINN 27. APRÍL KL. 12:30-14:30 Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK Á Rannsóknaþingi 2015 verður fjallað um þverfaglegar rannsóknir. Undanfarin ár hefur samstarf milli fræðasviða aukist mikið og áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf í vísindum og nýsköpun. Á þinginu verður leitast við að bregða ljósi á þessa þróun, fjalla um reynslu, áskoranir og tækifæri á þessu sviði og fá fram umræður um stöðu þverfaglegra rannsókna. Þingið er öllum opið og þátttaka ókeypis. Skráning á heimasíðu Rannís. Athugið að húsið opnar kl. 12:00 með léttum hádegisverði fyrir gesti. RANNSÓKNAÞING 2015 ÞVERFAGLEGAR RANNSÓKNIR H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n É g verð að viðurkenna að ég vissi ekkert um SsangYoung áður en ég fékk lyklana í hendurnar. Nafnið á þessu kóreska bílafyrirtæki, SsangYoung, er hvorki þjált né hljómþýtt í vestræn- um eyrum og manni dettur helst í hug að framleiðendurnir hafi aldrei ætlað út fyrir asískan markað. En eftir smá flakk á veraldarvefnum komst ég reyndar að því að fyrir 1987 bar fyrirtækið hið skemmtilega nafn Dong-A Motor og við hlið þess hljómar SsangYoung bara mjög alþjóðlega. En burt séð frá nafn- inu, þá var ég alls ekki viss um, þar sem bíllinn stóð, glænýr, glansandi og glæsilegur á bílaplaninu, hvort ég hefði yfir höfuð séð SsangYoung Korando áður. Það er dáldið þannig með bíla í dag að þeir eru allir frekar keimlíkir, sér- staklega jepplingar. En einmitt þess vegna kom það mér skemmti- lega á óvart að setjast undir stýri. Korando-inn er bara engum líkur að innan. Með öllum þeim eiginleikum sem bílar bjóða upp á í dag verður mælaborðið og stýrið oft eitt rugl- andi takka-kaos, til þess gert að einfalda keyrsluna og jafnvel líka lífið. En á milli þess sem maður hækkar í útvarpinu á stýrinu á fullri ferð, talar í símann í gegnum skjáinn og lætur gps-tækið vísa sér veginn í nýju hverfi, hugsa ég stundum að kannski bara flæki þetta frekar lífið og jafnvel bara tilveruna líka, sérstaklega þegar krakkahópur með lekandi ís í aftur- sætinu bætist við upplifunina. En í Korando-inum er þetta einstaklega vel af hendi leyst. Mæla- borðið og allt innra rýmið er einfalt, vel úthugsað, stílhreint og þægilegt í notkun. Bíllinn er í heild- ina allur mjög einfaldur og þægilegur í notkun, fjölskyldubíll sem kemst allar trissur. Það er gott að keyra hann og þó hann sé kannski ekki sá kraft- mesti í bænum þá býður hann upp á gott rými, fjór- hjóladrif og ýmis þægindi á góðu verði. Ég fékk að vera á bíln- um í nokkra daga og verð að viðurkenna að ég skil- aði lyklunum með trega, svo vel var mér farið að líka við hann. Meira að segja nafnið var farið að hljóma eins og músík í eyrum allrar fjölskyldunnar. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  ReynsluakstuR ssangyoung koRando Býður eiginmanninum með í Berlínarferðina Bílabúð Benna hefur staðið fyrir reynsluakstursleiknum „Með Opel til Þýskalands“ undanfarnar vikur. Helgarferð fyrir tvo til Þýskalands, með flugi og gistingu á fjögurra stjörnu hóteli, var í boði og komst fólk í vinningspottinn með því að mæta í Opelsalinn í Tangarhöfða eða í Reykjanesbæ og reynsluaka Opel. Einnig var hægt að stimpla sig í leikinn á sýningum Opel í Kringlunni. Ríflega sex þús- und manns freistuðu gæfunnar. Dregið var úr pottinum og kom nafn Selmu Birnu Úlfarsdóttur upp. Selma Birna ætlar að bjóða manninum sínum, Halldóri Emil Sigtryggssyni, með sér. Þau völdu að fara til Berlínar og eiga, að því er fram kemur í tilkynningu Bíla- búðar Benna, spennandi upplifun í vændum. SsangYoung Korando er bíll sem kemur á óvart. Þægilegur, fjórhjóladrifinn og rúmgóður fjöl- skyldubíl á góðu verði. Svo er bara svo gaman að segja nafnið hans. ssangyoung koRando Kostir 5 ára ábyrgð Fjórhjóladrif (AWD) með læsingu Leðurstýri með þægilegri útvarps- stýringu Bluetooth tenging við farsíma Hiti í stýri Gallar Ekki mjög stórt farangursrými Verð frá: 4.890.000 kr. Það er gott að keyra Korandoinn og þó hann sé kannski ekki sá kraftmesti í bænum þá býður hann upp á gott rými, fjórhjóladrif og ýmis þægindi á góðu verði. Mynd Hari Bíll sem kemur á óvart Helgin 24.-26. apríl 2015 bílar 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.