Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 24.04.2015, Qupperneq 34
Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is J æja, ef það kemur ekk- ert vor þá er líklega ennþá vetur. Þannig er það bara. Veturinn getur verið ágætur, alla vega á veturna. Það sama má segja um myrkrið. Það er ágætt, alla vega á nóttinni. En Íslendingar þurfa að sætta sig við að myrkrið leggst yfir bróðurpart dagsins yfir miðveturinn (er ekki rétt að nota það orð; miðvetur – nú er þá síðvet- ur). Og nú verða þeir að sætta sig við að veturinn ætlar að leggjast yfir bróðurpart vorsins. Í skiptum fyrir dagsmyrkrið á veturna fá Ís- lendingar bjartar nætur á sumrin. Kannski fá þeir sumar næsta vetur. Ólíklega. En kannski. En úr því að þetta er staðan er um að gera að pakka bara niður badmintonspaðanum og hörbux- unum og taka fram teppin, kakóið, skrabblið, kertin, gæsadúns- kóna og rifja upp hvaða pennavini maður hefur ekki sinnt síðustu árin. Veturinn er ekki svo slæmur. Hann er verstur þeim sem reikna með einhverjum vortöktum frá honum. Og það borgar sig ekki að vera með neina vorstæla heldur. Það fer ekki vel að borða aspas við hél- aðan glugga. Aspas og jarðarber eru fyrir fólk sem hefur misst alla matarlyst af útivistinni í blíðum Vetrarmatur á fyrstu sumardögunum Það er betra að borða eftir veðrinu en almanakinu. Það þýðir lítið að bjóða fólki sem hefur barist yfir hæðir og frostkaldan mel upp á aspas og grænt salat. Í kulda og trekki kallar sál og líkami mannanna á huggunarríka máltíð, orkumikið kjöt og jarðbundna tóna í matreiðslu. Hér er fiskur, fugl, kind, svín og naut í vetrarbúningi fyrir fyrstu sumar- daga almanaksins sem verða vonandi síðustu vetrardagarnir að sinni. andvara og heitum geislum sólar. Fólk sem býr við umsátur vetrarins þarf staðbetri mat. Og huggunar- ríkari. Mat sem huggar og læknar, yljar og sefar. Vetrarfiskisúpa Þótt fiskur þurfi skamman eldunartíma má samt útbúa vetrarlega fiskisúpu sem minnir á hæ- geldaða grýtu uppfulla af brögð- um gegn kulda og slarki. Kostur- inn við svona vetrarfiskisúpu er að ekki er lengi verið að elda hana. Og svo er hún góð. Og huggandi í vondum veðrum. Hitið saxaðan lauk, blaðlauk og sellerí í vel heitri olíu í potti og annað sem ykkur finnst passa. Setjið ansjósur úr einni dós saman við og merjið flökin til að hjálpa þeim að leysast upp (ef þú hefur ekki efni á ansjósum geturðu sleppt þeim en sett í staðinn slurk af fiskisósu út í seinna meir). Bæt- ið við eins miklu af söxuðum chili- pipar og þið þurfið og aðeins af fínt- skornu engifer. Ef þið eig- ið saffran hendið þá fimm til sjö þráðum útí. Merjið og brytjið hvítlaukgeira eftir smekk og bætið saman við og hitið í mínútu eða svo. Hellið bolla af hvítvíni yfir og sjóðið niður. (Sumir segja að mysa geti komið í staðinn fyrir hvít- vín en það er langt í frá. Kryddið frekar til með smá slettu af hvít- vínsediki í lokin ef þið sleppið hvít- víninu). Hellið úr dós af góðum niður- soðnum tómötum í pottinn og tæpum lítra af fiskisoði ef þið eigið slíkt. Notið annars góðan fiski- eða grænmetiskraft sem þið treystið (ansjósurnar gefa gott fiskibragð) og látið suðuna koma upp. Setjið kíló af blönduð- um brytjuðum kartöflum, rófum, gulrótum, sellerírót, steinseljurót, radísum, næpum – ekki allt þetta, heldur bara það af þessu sem þið eigið við höndina – og látið malla við vægan hita þar til grænmetið er orðið meyrt. Með því að hafa kartöflubitana minni en rófurnar og gulrótarbitana minni en kartöfl- urnar ætti allt grænmetið að vera tilbúið á sama tíma. Skerið blá- löngu, steinbít eða annan ódýran hvítan fisk í sneiðar og setjið út í súpuna og leyfið að hitna í þrjár til fimm mínútur. Saltið og piprið eft- ir smekk. Bragðbætið með ediki, fiskisósu eða sítrónusafa ef þarf. Saxið góða lúku af steinselju og/ eða graslauk og stráið yfir pottinn. Hafið nýbakað brauð á borðinu. Hænsnasúpa Hænsnasúpa er ágætur kostur fyrir þá sem sitja í stofufangelsi vetrarins. Allstaðar þar sem fólk hefur haldið hænsnfugla hefur fólk trúað að hænsnasoð vinni gegn kvefi, sleni og flensu. Kaupið helst gamlan fugl af varphænu- stofni. Það er bragðmeira kjöt og þarf lengri eldun. Það hentar því síður á grillið. Sjóðið hænuna við vægan hita þannig að aðeins sjáist örsmáar loftbólur í vatninu með rótargrænmeti, laukum, hvítlauk, engifer og einhverjum kryddjurt- um – jafnvel smá chilli. Þegar kjöt- ið er soðið takið hænuna upp úr og kjötið af beinunum, brytjið og leggið til hliðar. Fleytið fitu ofan af soðinu og kryddið til með salti og pipar. Setji kjötið aftur út í og slökkvið undir þegar súpan sýður lítillega á ný. Bætið þá steinselju út í og sítrónu eða ef til vill tveimur eggjarauðum hrærðum saman við sítrónusafa. Í svona súpu eru samankomin svo mörg húsráð gegn illum áhrifum kulda á sál og líkama að hún hlýtur að virka. Ef ekki; þá er hún alla vega góð. Fólk fær góðan mat þótt því batni ekki. Hægeldað lamb eða rolla Þótt við ættum að vera löngu búin með sláturlömb haustsins leynist lengi einn bógur eða læri í ein- hverjum fyrstiklefanum. Þíðið slíkt stykki í ísskáp í viku, ekki er verra að ef þið krækið í sauðalæri og enn frekar sauðabóg. Takið stykkið út úr ísskápnum góðum tíu tímum fyrir máltíðina og leyfið að ná stofuhita. Kveikið á ofninum klukkutíma síðar og stillið á 75°C. Hitið olíu og smjör (ekki verra að nota gæsa- eða andafitu) í potti og steikið kjötið á öllum hliðum við meðal- hita þar til það hefur brúnast. Tak- ið kjötið upp og hellið mestu af fit- unni af. Setjið afhýdda en óskorna geira af fimm hvítlaukum í pottinn og hellið um 50 sentílítrum af kon- íaki yfir og kveikið í (gætið þess að halla ykkur ekki yfir pottinn, logarnir geta brennt augnhárin og augabrúnirnar). Þegar áfengið er brunnið og logarnir dofna hellið þið um hálfri rauðvínsflösku og smáslatta af einhverju sætu (safi af kirsuberjum, smá krækiberja- saft, sætur vermúth eða madeira) yfir. Setjið kjötið aftur í pottinn, þrýstið bökunarpappir yfir, setjið lokið á og pottinn inn í ofn. Bakið í tvo tíma við 65°C en hækkið síðan í 85°C og bakið í aðra fimm, sex tíma. Snúið stykkinu eftir helming tímans. Takið kjötið upp úr pottinum, látið á fat og leyfið að hvílast undir álpappír. Veiðið hvítlauksgeirann upp og raðið kringum kjötið. Veiðið fitu ofan af soðinu og sjóðið það vel niður. Safinn á að vera bragðmikill og við það að verða þykkur. Borið fram með steiktu dagsgömlu brauði sem þið smyrjið með hvítlauknum við borðið. Ann- ars þarf ekkert meðlæti annað en soðið óborganlega. Það er þó ekki bannað að hafa eitthvað annað með, til dæmis kartöflur ein- hvers konar. Það má allt á löngum vetrarkvöldum. 34 matartíminn Helgin 24.-26. apríl 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.