Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 40

Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 40
Helgin 24.-26. apríl 201540 tíska  Tíska sumarTískan fær innblásTur frá áTTunda áraTugnum Hippaleg tíska í sumar Sumartískan í ár ber mörg einkenni þess sem var í tísku á áttunda áratugnum, eða „the seventies“ eins og þeir segja hjá stóru tískuhúsunum. Þetta þýðir að hippatískan er komin aftur, fullt af kögri og túnikkur. Eva Dögg Sigurgeirs- dóttir, ritstjóri tíska.is, fylgist náið með tískustraumum og fræðir lesendur Fréttatímans um það sem þykir allra flott- ast fyrir sumarið. s umartískan er að mínu mati ótrúlega flott og skemmti-leg,“ segir Eva Dögg Sigur- geirsdóttir, ritstjóri og stofnandi www.tiska.is sem leiðir lesendur Fréttatímans í allan sannleik um hvað er í tísku fyrir sumarið. „70’s hippatíska er áberandi og það þýðir að buxur eru að víkka sem sagt út- víðar buxur sjáanlegar, buxnapils, fullt af kögri nú svo er rúskinnið að koma sterkt inn, stuttbuxur, skó- síð pils og kjólar og gallabuxur og gallafatnaður í allri sinni mynd,“ segir Eva. Hún bendir á að túnikkur séu fastur hluti af 70´s tískunni en þær þurfi ekki endilega að vera hippalegar heldur geti líka verið af fínni gerðinni. „Túnikkur henta okkur ís- lenskum konum vel því þær eru í fyrsta lagi fallegar, nú svo eru þær ætlaðir yfir buxur þegar veðrið býð- ur ekki upp á bera leggi. Skyrtur og skyrtukjólar eru einnig áberandi auk þess sem pólobolir eða kragar sjást líka.“ „Það er gaman að segja frá því að loksins eru sundbolirnir orðnir vinsælli en bíkiníin og ég tek því fagnandi því ég er ekki talsmaður ör- smárra bíkiní-a og elska fallegan sundbol,“ seg- ir Eva. Hún bendir á að skótískan í sumar sé líka sérlega flott. „Í raun má segja að þar sé skemmti- legast að sjá skó með tréhæl eða klossalega skó nú svo eru auðvitað þykkbotna skór sem fylgja 70’s tískunni og hellingur af sandölum. Hæl- arnir eru þykkir og í raun er támjótt farið að sjást víða en það einhvern veginn gengur allt í þeim efnum, bæði rúnnað og támjótt.“ Henni finnst líka gaman að fylgjast með fylgi- hlutatískunni því oft vilji kon- ur ekki detta algjörlega inn í ákveðið „trend“ heldur dugi oft að fá sér flottan fylgihlut. „Það er gaman að sjá hvað töskur eru orðnar áberandi og skrautlegar. Það gildir ekki lengur þetta gamla góða að taskan verði að vera í sama lit og skórnir. Alls ekki,“ segir hún. Í mestu uppáhaldi hjá Evu í vor- tískunni eru síðir jakkar eða þunnir frakkar og síðar kápur sem ganga jafnt innandyra sem utandyra. „Ég elska þetta „trend“,“ segir hún. Kögrið er, sem fyrr segir, áber- andi og hefur í raun verið það síðan í fyrra en núna er það út um allt og tengist bæði 70’s tískunni nú og svo er það sett á kápur, kjóla, boli, skyrtur, kímonóa og fleira. Eva bendir á að hatt- ar hafi verið áberandi í vetur og verði það áfram. „Mér f innst gaman að sjá stelpur sem þora að ganga um með f lotta hatta. Ís- lenskar stelpur þora að klæða sig og eru áber- andi flott klæddar, að mínu mati. Ég hef enn ekki fundið rétta hatt- inn sem klæðir mig en ég gefst ekki upp fyrr en hann er fundinn,“ segir hún. „Auðvitað gildir að eiga klass- ískan fatnað, það þarf ekki að taka það fram, en það er gaman að krydda þetta klass- íska með nýjum „trendum“ á hverju tímabili,“ segir Eva. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is S. 551-2070 & 551-3366 • www.misty.is Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14 GLEÐILEGT SUMAR ! Nýkomið! Nýkomið!Sumar-sandallar úr leðri í úrvali, mjúkir og þægilegir. stærðir: 36 - 42. Verð: 11.885.- Teg RAPTURE : fæst í stærðum 32-38 D,DD,E,F,FF,G,GG á kr. 9.985,- buxur við á kr. 4.850,- Póstsendum hvert á land sem er Fyrirsætan Alessandra Ambrosio náðist á mynd í litríkri blússu við gallabuxur og hún var að sjálfsögðu með rúskinn- stösku skreytta kögri. NordicPhotos/Getty Leikkonan Kate Bosworth tollir í tískunni í útvíðum gallasmekkbuxum. NordicPhotos/Getty Tískan á Coachella-tónlistarhátíðinni gefur tóninn fyrir sumarið. Þessi unga dama er með hlutina á hreinu í gallastuttbuxum, með áberandi tösku, íburðarmikinn hatt, í klossalegum skóm og hippalegum topp. NordicPhotos/Getty Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri tíska.is, fylgist náið með tískustraumum og segir að hippaleg tíska verði áber- andi í sumar. Ljósmynd/Björg Vigfúsdóttir Sundbolir eru að ná meiri vinsældum en bikiní og þessi sundbolur sem sást á tískupöllum Salinas ætti að henta vel, hvort sem er á ströndina eða í Vesturbæjarlaug. NordicPhotos/Getty Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Við bjóðum gott verð allt árið. Kjóll kr 3000 Tökum upp nýjar vörur daglega Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga k l. 11–18 Opið laugardaga kl. 11-16 50% afsláttur af vel valinni vöru Nýtt kortatímabil Toppur Mussa Blússa Gallajakki Skokkur Kjóll Buxur Buxur 4.750 kr. 4.450 kr. 6.950 kr. 4.450 kr. 5.450kr. 7.950 kr. 6.450 kr. 3.450 kr. 9.500 kr. 8.900 kr. 13.900 kr. 8.900 kr. 10.900 kr. 15.900 kr. 12.900 kr. 6.900 kr. Verð áður:Verð nú:

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.