Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Page 50

Fréttatíminn - 24.04.2015, Page 50
 Leikhús Peggy Pickitt frumsýnt Dramatík í Borgarleikhúsinu Leikritið Peggy Pickitt sér andlit guðs var frumsýnt í Borgarleik- húsinu á miðvikudaginn. Í leikrit- inu, sem leikstýrt er af Vigni Rafn Valþórssyni, segir frá tveimur læknapörum sem útskrifuðust úr læknanámi saman og hittast á ný sex árum eftir útskrift. Þau voru bestu vinir og gerðu allt saman. En svo skildu leiðir. Lísa og Frank fengu góðar stöður á hátækni- spítalanum hér heima og lifa góðu lífi: eiga stóra íbúð, fínan bíl og litla dóttur. Katrín og Marteinn fóru aftur á móti til Afríku til starfa sem læknar án landamæra. Þau eiga ekkert. Nú eru þau loks komin heim og það kallar á endur- fundi. Roland Schimmelpfennig er þekktasta samtímaleikskáld Þjóð- verja. Leikrit hans hafa verið sýnd um allan heim og einkennast af óvæntri sýn á mannfólkið. Eitt af megin einkennum leikrita hans er hvernig hann vinnur með tímann og endurtekninguna og reynir þannig skemmtilega á þanþol leik- hússins. Peggy Pickit sér andlit Guðs er hluti þríleiks um Afríku sem saminn var fyrir Vulcano-leik- húsið í Toronto í Kanada árið 2010 og tileinkaður flóknu sambandi álfunnar og hins vestræna heims. Með hlutverkin í sýningunni fara þau Hjörtur Jóhann Jónsson, Krist- ín Þóra Haraldsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Valur Freyr Einarsson. -hf Kristín Þóra Haraldsdóttir í hlutverki sínu. Dísella kemur fram á hádegistónleikum í Hörpu á þriðjudag.  hádegistónLeikar díseLLa Lárusdóttir í hörPu Ást í öllum litum er yfirskrift hádegistónleika Dísellu Lárusdóttur hjá Íslensku óperunni, þriðju- daginn 28. apríl klukkan 12.15, í Norðurljósum í Hörpu. Dísella hefur starfað við Metropolitan- óperuna í New York undanfarin ár en er stödd hér á landi þar sem henni fæddist drengur í mars síðastliðnum og hún ætlar að vera hér heima þangað til í haust, þegar hún snýr aftur til starfa við Metropolitan óperuna. d ísella Lárusdóttir hefur starfað í New York undanfarin ár en seg-ist alltaf vera með annan fótinn á Íslandi. „Það eru margir sem halda að ég sé aldrei hér heima, en ég kem hingað reglulega,“ segir Dísella. „Ég á ennþá mína íbúð hér og finnst gott að koma heim. Ég eignaðist mitt annað barn 15. mars síðastliðinn og er aðeins að slaka á og taka smá frí,“ segir hún. Dísella og systur hennar, þær Þórunn og Ingibjörg Lárusdætur, munu verða með skemmtidagskrá í Hörpu í sumar. „Við höfum alltaf verið að troða upp og sprella eitthvað saman og ákváðum að setja saman svona tónlistarprógram með ættfræðiívafi,“ segir hún. „Við erum svo heppnar að það eru margir í okkar ætt sem hafa verið í tónlist og okkur langaði að búa til smá skemmtidagskrá í kringum það.“ Á tónleikunum á þriðjudag verður Dísella þó á klassískum nótum og segir hún dagskrána vera blöndu af aríum frá nokkrum höfundum. „Ég mun flytja valdar aríur og sönglög sem eru mér kær, aríur úr óperum eftir W. A. Mozart, Giuseppe Verdi og Igor Stravinsky, auk þriggja söngljóða eftir Maurice Ravel,“ segir Dísella. „Þetta er tónleikaröð sem er búin að vera í gangi í vetur og á að gefa gestum smá nasasjón af óperu- tónlist á stuttum tónleikum í hádeginu,“ segir hún. Hún er því að æfa á milli þess sem hún sinnir nýfæddum syninum. „Hann er svo rólegur og sefur bara í gegnum öskrin hjá mér,“ segir Dísella sem fer aftur til New York í haust. „Ég er ráðin þar næsta vetur eins og undanfarin ár og í sumar er ég að æfa titilhlutverkið í Lulu eftir Alban Berg, sem er krefjandi og skemmtilegt. Svo er James Levine stjórnandi og það verður mjög spennandi að sjá hann í návígi,“ segir Dísella Lárus- dóttir. Tónleikar Dísellu verða í Silfurbergi í Hörpu á þriðjudag og hefjast klukkan 12.15. Píanóleikari er Antonía Hevesi og er aðgangur að tónleikunum ókeypis. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Drengurinn sefur yfir öskrunum í mér James Le­ vine stjórn­ andi og það verður mjög spennandi að sjá hann í návígi. Fuss púði 13.990.- 17.500.- Finnsdottir krukka 14.900.- Bjóðum brúðhjónum upp á að gera brúðargjafalista. Brúðhjónin fá 10% inneign í versluninni af heildarúttekt listans og fallega gjöf frá okkur. Brúðargestir geta svo sent okkur e-mail og gengið frá pöntun á netinu og fengið sent til sín eða sótt í búðina. Einfaldara getur það ekki verið! Síðumúla 21 S: 537-5101 snuran.is 50 menning Helgin 24.-26. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.