Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 56
 Í takt við tÍmann alda dÍs arnardóttir Facebook stærsti tímaþjófur lífs míns Alda Dís Arnardóttir er 22 ára söngkona sem sigraði í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent á Stöð 2 á dögunum. Alda Dís er frá Hellissandi og vinnur á leikskóla meðfram söngnámi. Hún elskar bleik föt og horfir á Jane the Virgin. Staðalbúnaður Mér finnst rosa erfitt að lýsa fata- stílnum mínum, ég hef bara minn stíl. Ég get þó sagt það að ég geng mikið í kjólum og finnst gaman að vera fín. Ég vinn náttúrlega á leik- skóla og nýti því hvert tækifæri eftir vinnu til að klæða mig aðeins upp. Uppáhalds búðin mín er Einvera og ég versla líka mikið í Vero Moda, Gallerí 17 og Zöru. Ég elska bleikan lit og bleik föt. Ég á rosa mikið af bleiku dóti. Og blómadóti. Hugbúnaður Þegar ég er ekki að vinna eða syngja hitti ég vinkonur mínar og kærastann, maður verður að gefa sér tíma fyrir hann. Við vinkon- urnar reynum að vera duglegar að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara í bíó, á tónleika eða í leikhús. Svo er líka ágætt að liggja bara uppi í rúmi og horfa á mynd. Uppáhaldsþættirnir mínir akkúrat núna eru Jane the Virgin. Þeir eru mjög fyndnir. Ég hef líka verið að horfa á Newsroom og svo eru Friends alltaf klassískir, maður dettur alveg stundum í þá. Ég á kort í World Class en ég er eiginlega bara styrktaraðili þar og mæti aldrei. Þegar ég fer á kaffihús fer ég oftast í Eymunds- son eða einhverjar bókabúðir. Mér finnst það voða kósí. Vélbúnaður Ég er með eldgamla tölvu en mjög nýjan iPhone 6. Facebook er stærsti tímaþjófur lífs míns. Ég verð aðeins að taka mig á í því. Annars dett ég stundum inn á skemmtilegan leik eða app en ég verð að viðurkenna að þau eru ekki mörg. Aukabúnaður Mér finnst skammarlegt að játa það en ég er ekki góður kokkur. En ég geri þó mitt besta. Ég er hins vegar mjög dugleg að fara eitthvert annað til að borða. Gló er alltaf voða gott og sömuleiðis Serrano og Saffran. Maður reynir kannski að hafa þetta aðeins í hollari kantinum. Þegar maður er ekki í ræktinni verður maður víst aðeins að pæla í þessu. Ég ferðast um á silfruðum Yaris sem mér finnst mjög leiðinlegt að keyra. Mér finnst reyndar yfir höfuð leiðinlegt að keyra bíla. Áhugamál mín tengjast öll tónlist. Auk þess að syngja hef ég gaman af að semja tónlist og svo er ég líka að æfa mig við að spila á gítar. Ég ætla hundrað prósent að vinna við tónlist í framtíðinni. Í sumar ætla ég að fara heim á Hellissand í einhvern tíma og svo ætla ég að fara til útlanda í ágúst. Við erum ekki búin að kaupa miðana en við stefnum á að fara til Los Angeles. Lj ós m yn d/ H ar i  tónleikar Íkorni á rósenberg Nýja platan mun heita 12.34 t ónlistarmaðurinn Stefán Örn Gunnlaugsson, sem kennir sig við Íkorna, held- ur tónleika á Rósenberg þriðju- dagskvöldið 28. apríl. Íkorni gaf út samnefnda plötu árið 2013 sem vakti mikla athygli og var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna það ár, bæði fyrir texta og upptöku- stjórn. Síðan hefur Stefán unnið með mörgum af þekktustu tón- listarmönnum landsins á milli þess sem hann hefur verið að semja nýtt efni sem væntanlegt er seinna á þessu ári. „Ég er að vinna að nýrri plötu sem kemur út síðar á árinu,“ segir Stefán. „Er langt kominn með að semja hana, og er byrjaður að taka upp. Nafnið er komið,“ segir hann, en platan mun heita 12.34. „Þetta er tímasetning sem er mjög algeng og umtöluð hjá þeim hópi fólks sem hugsar mikið um klukk- una og tímann,“ segir Stefán. „Ég á þó mjög persónulega sögu um þenn- an titil sem ég held bara fyrir mig.“ Íkorni mun koma fram ásamt strengjakvartett og lítilli hljómsveit og verða þau níu á sviðinu. „Þessi hugmynd kom upp í kringum Airwa- ves þegar ég æfði með þessum hópi. Þá fannst okkur eins og við þyrftum að gera þetta aftur því það tókst svo vel,“ segir Stefán. „Lögin henta mjög þessari tegund hljóðfæra og þess vegna verður maður að gera þetta oftar en einu sinni,“ segir Stefán Örn Gunnlaugsson, Íkorni. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og mun Kristín Birna Óðinsdóttir hita upp áður en Íkorni stígur á svið. -hfKæling ehf | Stapahrauni 6 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 7918 Ert þú karl/kona í krapinu? Kæling leitar að 2 starfsmönnum, öðrum í sumar- afleysingar og hinum til frambúðar. Kælimaður/Vélstjóri Starfssvið: - Reglubundið eftirlit kælikerfa - Uppsetning á kælikerfum - Viðhald og þjónusta - Nýsmíði Menntunar- og hæfniskröfur: - Menntun á sviði kælitækni og/eða vélstjórnar/járnsmíði/rafvirkjunar - Reynsla af vinnu við kælibúnað æskileg - Sjálfstæði í vinnubrögðum ATH: Við hvetjum laghenta og/eða reynslumikla til að sækja um, jafnvel þótt þá skorti menntun. Kæling sérhæfir sig í sölu, uppsetningu og þjónustu á kælikerfum, auk þess að smíða kælikerfi og ískrapavélar. Um Kælingu: Umsóknir og fyrirspurnir sendist á info@cooling.is. 56 dægurmál Helgin 24.-26. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.