Fréttatíminn - 24.04.2015, Qupperneq 62
viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 20152
Húseigendafélagið
Húseigendafélagið er til húsa að
Síðumúla 29 í Reykjavík.
Sími: 588-9567.
Netfang: postur@huseigend-
afelagid.is.
n Á skrifstofunni eru veittar nánari
upplýsingar um félagið, starfsemi
þess og þjónustu. Þar fást marg-
vísleg gögn og upplýsingar, s.s.
lög og reglugerðir, eyðublöð fyrir
húsaleigusamninga og fræðsluefni
af ýmsu tagi.
n Heimasíða: www.huseigend-
afelagid.is Heimasíða félagsins er
ný og endurbætt og hefur að geyma
margvíslegar upplýsingar um
Húseigendafélagið, starfsemi þess
og viðfangsefni. Þar er m.a. yfirlit
yfir fjölda greina sem lögfræðingar
félagsins hafa ritað og félagsmenn
geta fengi endurgjaldslaust.
n Þjónusta við félagsmenn:
Þjónusta félagsins er einskorðuð
við félagsmenn enda standa þeir
undir starfsemi þess með félags-
gjöldum sínum. Félagið stendur á
eigin fótum fjárhagslega og þiggur
enga styrki. Félagsgjöldum er mjög
í hóf stillt. Árgjald einstaklings er kr.
5.000.- en kr. 3.000.- fyrir hvern
eignarhluta þegar um húsfélög er
að ræða. Skráningargjald kr. 4.900.-
er greitt er við inngöngu og felst í
því viðtalstími við lögfræðing.
Ný þurrhreinsunaraðferð teppa
sem hentar vel á teppi á skrifstofum
og hótelum ásamt verslunarrýmum.
Fljótleg hreinsun með litlum
hávaða, stuttum þurrktíma og
ótrúlegum árangri.
Kleppsvegi 150 S: 663-0553
www.skufur.is
Hreinsum einnig:
• Húsgögn og rúmdýnur
• Mottur
• Steinteppi
• Stigahús
Átt þú gamalt hús sem þarf
að gera við - hvar á að byrja?
HÚSVERNDARSTOFA
Ókeypis ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga kl. 15 - 17
og á sama tíma í síma 411 6333.
Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa.
SANYL
ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR
Öflug hags-
munagæsla
fyrir hús-
eigendur
H úseigendafélagið var stofn-að árið 1923 og er almennt hagsmunafélag fasteigna-
eigenda á Íslandi, hvort sem fast-
eignin er íbúð, einbýlishús, at-
vinnuhúsnæði, land eða jörð,
leiguhúsnæði eða til eigin nota.
Félagar eru bæði einstaklingar,
fyrirtæki og félög, þ.m.t. húsfélög
í fjöleignarhúsum. Upphaflega var
félagið fyrst og fremst hagsmuna-
vörður leigusala og stöndugra
fasteignaeigenda í Reykjavík en í
tímans rás hefur það orðið almennt
landsfélag, meira í ætt við neytenda-
samtök og obbi félagsmanna eru
íbúðareigendur í fjöleignarhúsum.
Félagsmenn eru um 10.000 og þar
af eru nálægt 800 húsfélög. Félags-
mönnum hefur fjölgað jafnt og þétt
síðustu árin, einkum og sér í lagi
húsfélögunum.
Þríþætt starfsemi
„Starfsemi Húseigendafélagsins
er þríþætt og felst í almennri hags-
munagæslu fyrir fasteignaeigend-
ur, almennri fræðslustarfsemi og
upplýsingamiðlun, sem og ráðgjöf
og þjónustu við félagsmenn,“ segir
Harpa Helgadóttir, en hún starfar
sem skrifstofustjóri hjá Húseig-
endafélaginu. Meðal þjónustu sem
félagið býður upp á er húsfunda-
þjónusta. „Það hefur verið að færast
í vöxt að húsfélög gangi í Húseig-
endafélagið, einkum til að fá lög-
fræðilega ráðgjöf og aðstoð, bæði
í innri og ytri málefnum,“ segir
Harpa. Húsfundaþjónusta félags-
ins felur í sér aðstoð og ráðgjöf við
undirbúning funda, þ.e. dagskrá,
tillögur, fundaboð og fundarstjórn
og ritun fundargerða. „Á húsfund-
um eru gjarnan teknar ákvarðanir
sem varða mikla fjárhagslega hags-
muni og miklar skuldbindingar.
Þessi þjónusta á að tryggja lögmæta
fundi og að rétt sé að töku ákvarð-
ana staðið en á því er oft misbrest-
ur með afdrifaríkum afleiðingum,“
segir Harpa. Húseigendafélagið
býður einnig upp á húsaleiguþjón-
ustu. „Útleiga húsnæðis getur verið
áhættusöm fyrir leigusala ef ekki
er farið að með gát. Við aðstoðum
til dæmis við samningsgerð,“ segir
Harpa.
Lögfræðiþjónusta
Húseigendafélagið rekur sérhæfða
lögfræðiþjónustu fyrir félags-
menn sína á þeim réttarsviðum,
sem varða fasteignir og eigendur
þeirra. „Málin eru af mörgum og
fjölbreyttum toga en algengust
eru mál vegna f jöleignarhúsa,
húsaleigu, fasteignakaupa og
grenndar,“ segir Bryndís Héðins-
dóttir, lögfræðingur hjá Húseig-
endafélaginu. Lögfræðiþjónustan
hefur jafnframt verið þungamiðj-
an í starfsemi félagsins síðustu
áratugi. Bryndís segir mest fara
fyrir almennri hagsmunabaráttu
félagsins, sem felst meðal annars í
að stuðla að réttarbótum fyrir fast-
eignaeigendur. „Okkur hefur orð-
ið verulega ágengt í þeim efnum,
öllum húseigendum til hags og
heilla.“ Sem dæmi má nefna fjöl-
eignarhúsalögin og húsaleigulögin
og löggjöf um fasteignakaup.
Fleiri félagsmenn – Öflugra
félag og aukin þjónusta
Starfsemi Húseigendafélagsins
hefur undanfarin ár verið grósku-
mikil, öflug og árangursrík. „Þótt
félagið hafi verið í mikilli sókn og
náð verulegum árangri á mörgum
sviðum, þá má gera betur enda eru
viðfangsefnin óþrjótandi,“ segir
Harpa. Að hennar sögn eru mörg
spennandi mál og hagsbætur fyrir
Bryndís Héðinsdóttir starfar sem lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, en félagið
rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem
varða fasteignir og eigendur þeirra.
félagsmenn sem bíða þess að fé-
lagið hafi afl og styrk til að vinna
að framgangi þeirra. „Það er þó
og mun alltaf verða forsenda fyrir
öflugra og árangursríkara starfi að
fleiri fasteignaeigendur skipi sér
undir merki félagsins.“
Bryndís Guðjónsdóttir þjónustufulltrúi og Harpa Helgadóttir, skrifstofustjóri hjá Húseigendafélaginu.