Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 68

Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 68
viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 20158 Síðumúla 1 | 108 Reykjavík | Sími 517-6300 | www.verksyn.is Viðhald fasteigna – okkar sérgrein • Ástandsskýrslur • Útboðsgögn • Teikningar / hönnun • Verksamningar • Umsjón og eftirlit • Verkefnastjórnun Verksýn ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhær sig í viðhaldi og endurnýjun fasteigna. Fyrirtækið hefur sinnt ölda verkefna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. Hjá Verksýn starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af mannvirkjagerð og viðhaldi fasteigna. Egill Birgisson sér um rekstur Birgisson ehf. ásamt föður sínum. Hér handleikur Egill harðparketplanka sem er 2,78 metrar á lengd og 24 sentimetrar á breidd. „Parketplankar af þessari stærð eru nýjung hér á landi. Á þeim er auk þess sérstök rispuvörn og 35 ára ábyrgð.“ Mynd/Hari. Harðparket nýtur síaukinna vinsælda Birgir Þórarinsson hefur yfir 30 ára reynslu þegar kemur að innflutningi ýmissa gólfefna, hurða og flísa. Á grundvelli þess- arar reynslu hefur Birgir ásamt Agli, syni sínum, byggt upp rekstur Birgisson ehf. með góðum stuðningi erlendra sam- starfsaðila til fjölda ára og með úrvals starfsfólki sem hefur góða vöruþekkingu, reynslu og framúrskarandi þjónustulund. B irgisson ehf. býður upp á fjölbreytt úrval af parketi og segja feðgarnir að vanda þurfir valið á parketi. Einnig skal huga að rakainnihaldi viðarins. „Áður en hafist er handa við lögn á parketi þarf að athuga rakastig gólfsins. Hafa skal í huga hvenær lagt var í gólfið og hvaða ílagnarefni var notað. Þegar fullvíst er að gólfið sé þurrt má leggja parketið. Raka- stig gólfsins má ekki vera hærra en 2%.“ Þrenns konar parket í boði Þeir sem eru í parkethugleiðingum eiga oft erfitt með að gera greinar- mun á milli mismunandi tegunda. Almennt má flokka parket í þrjá flokka og hér fara þeir feðgar yfir hverjir þessir flokkar eru: „Gegnheilt stafaparket er límt í stöfum eða plönkum á gólfið. Eftir að parketið hefur verið límt á gólfið þarf það að fá að standa í að minnsta kosti tíu daga, áður en hafist er handa við að slípa og meðhöndla það. Eftir að slípun er lokið kemur að vali á yf- irborðsmeðhöndlun: Á að lita, lakka eða olíubera? Allt fer þetta eftir smekk viðskiptavinarins. Gegnheilt parket er yfirleitt 10-22 mm að þykkt og er fáanlegt í fjölda viðartegunda sem hægt er að leggja í ótal mynstr- um.“ Verð: Frá 5.000-20.000 kr. á fer- metra. „Hefðbundið þriggja laga parket er spónlagt 13-20 mm að þykkt með 2,5- 6 mm harðviðaryfirborði. Al- geng borðastærð á Kährs parketi er 15x200x2400 mm eða 15x187x2400 mm (þykkt x breidd x lengd). Kährs parketið kemur tilbúið til lagnar og er örugglega með bestu viðarlæsing- una á markaðnum. Hægt er að velja úr fjölda viðartegunda og yfirborðsá- ferða, til dæmis burstað og matt- lakkað, burstað og olíuborið, heflað og mattlakkað, litað og olíuborið. Þitt er valið. Í dag er plankaparketið vin- sælast.“ Verð á Kährs parketinu er frá 3.750-15.000 kr. á fermetra. „Harðparket er tiltölulega nýtt á markaðnum og gæði þess hafa verið að aukast mikið síðastliðin ár. Harð- parketið var oft kallað plastparket hér áður fyrr, en það er villandi, því yfir 90% af hráefninu er endurunn- in viður. Aðal uppistaðan í harðpar- ketinu er rakaheld HDF plata, það er harðpressuð MDF plata með ótrú- lega sterkri yfirborðshúð úr melam- ine. Harðparketið er fáanlegt í 6-12 mm þykkt og í nokkrum alþjóðlegum styrktarfokkum; AC3, AC4 og AC5. Við hjá Birgisson flytjum aðeins inn bestu flokkanna, AC4 og AC5, það er að segja 8-12 mm þykkt.“ Verð: Frá 1.690 til 4.490 kr. á fermetra. Harðparketið vinsælast Harðparketið hefur notið aukinna vinsælda upp á síðkastið og segir Birgir ástæðuna tengjast því hversu höggþolið og rispuþolið það er, auk hagstæðs verðs. Í glæsilegum sýn- ingarsal verslunarinnar að Ármúla 8 er hægt að skoða fjölbreytt úrval af parketi, flísum og hurðum, allt vörur frá þekktum og virtum fram- leiðendum. „Við mælum með að fólk kynni sér alla bæklinga og heim- sæki heimasíðu okkar, www.birgis- son.is, áður en hafist er handa við að velja parket. Flýtið ykkur hægt, farið eftir leiðbeiningum og þá gengur allt vel,“ segir Birgir. Unnið í samstarfi við Birgisson ehf.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.