Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR Bláa lónið – heilsulind verður sífellt vinsælli kostur fyrir fundi og ráðstefnur enda er þar til staðar allt sem þarf. „Einn af þeim fjölmörgu kostum við að halda fundi og ráðstefnur í Bláa lóninu – heilsulind er sá að hér er hægt að sameina fundi og slökun. Eftir árangursríkan fundardag er tilvalið að gefa sér tíma til þess að slaka í lóninu og jafnvel bjóða fundargestum upp á nudd í hlýju lóninu,“ segir Heiður Gunnarsdóttir sölustjóri. Ferskar hugmyndir streyma fram Glæsilegir fundarsalir eru í Bláa lóninu – heilsulind og í Eldborg, skammt frá heilsulindinni, og eru þeir búnir góðum tækjabúnaði og annarri þeirri þjónustu sem þarf að vera til staðar. „Kyrrlátt umhverfið hér er þægilega nálægt höfuð- borgarsvæðinu og fjarri öllu amstri. Salirnir henta því vel til dæmis fyrir stefnumótunarfundi og námskeið þar sem mikilvægt er að geta unnið vel og fundað án utanaðkomandi áreitis,“ segir Heiður. „Kraft mikið umhverfið skilar sér inn í funda- og ráðstefnusali Bláa lóns- ins. Orkan streymir um salina og veitir fundar- gestum þann innblástur og orku sem þarf til þess að gera fundinn sem árangursríkastan. Mikið er um að hópar noti hádegishléið til þess að fara í lónið og þá vill hugurinn gjarnan fara á flug. Þessi stórbrotna náttúra hér hreinsar hugann og nýjar og ferskar hugmyndir ná að streyma fram.“ Heiður segir að innlendir hópar séu í meirihluta þeirra sem koma í Bláa lónið – heilsulind til funda og ráðstefnuhalds. Erlendu hóp- unum sé þó að fjölga. „Við höfum gjarnan bent erlendum hópum á hversu vel staðsett við erum, í aðeins tuttugu mínútna fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli og 45 mínútna frá Reykjavík. Erlendir hópar hafa einmitt nýtt sér þetta og notað tækifærið til þess að slaka á í lóninu um leið og þeir funda hér.“ Spennandi veitingar í heillandi umhverfi Veitingastaðurinn í Bláa lóninu – heilsulind býður upp á spennandi veitingar í heillandi umhverfi. Þar fer saman þægilegt andrúmsloft, útsýni yfir lónið og góður matur, sem gerir máltíðina að ógleymanlegri stund. Boðið er upp á fjölbreytta hádegis- og kvöldverðarmatseðla sem henta fyrir stærri sem smærri hópa. Á vefsetrinu www.bluelagoon.is hafa matreiðslumenn veitingastaðarins sett saman tillögur að spennandi matseðlum til þess að auðvelda fundar- og ráðstefnuhópum að velja matseðil við hæfi – og segir Heiður mjög gott kynna sér aðstöðuna og matseðilinn á Netinu áður en gengið er frá pöntun. „Ég tel það vera mjög góðan kost að flytja bæði fundi og ráð- stefnur út fyrir bæjarmörkin. Við erum líka mjög vel staðsett hvað það varðar því við erum nógu langt frá til þess að komast burt frá borgarstressinu en aftur á móti það stutt frá borginni að fundargestir komast heim eftir fundinn og þurfa ekki að gista. Við getum líka séð um að skipuleggja akstur fyrir fyrirtæki og stofnanir á fundarstað ef þess er óskað – og raunar leggjum við áherslu á að mæta í hvívetna óskum okkar viðskiptavina, hverjar sem þær kunna nú að vera.“ BLÁA LÓNIÐ - HEILSULIND „Kraftmikið umhverfið hreinsar hugann,“ segir Heiður Gunnarsdóttir, sölu- stjóri Bláa lónsins – heilsulindar. Fyrirtaks fundaaðstaða er í Bláa lóninu – heilsulind og Eldborg. Góður veitingastaður. Fundað án áreitis. Sameinar fund og slökun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.