Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 21
FORSÍÐUGREIN F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 21 Björgólfur er sömuleiðis á heimavelli sem kunnur fjárfestir og fjármálamaður. Fjármálafyrirtækin koma mjög við sögu í heimsvið- skiptum og fjárfestingum hvarvetna í heiminum. Nýjar fjárfestingar skapa nýja framleiðslu og hagvöxt sem útrýmir fátækt í heiminum. Hagfræðingar hafa síðustu 150 árin rætt um skiptingu auðsins. Þeir hafa sagt sem svo að vissulega útrými hagvöxtur og stækkun kökunnar fátæktinni en réttlát skipting hennar skipti líka máli við að útrýma fátækt. Aukin heimsviðskipti, sem til verða vegna þess að múrar í viðskiptum eru brotnir niður, auka á hagsæld. Íslendingar þekkja það manna best. Jón Sigurðsson, frelsishetja okkar Íslendinga, mælti fyrir frjálsri verslun og frelsi í utanríkisvið- skiptum Íslendinga og sagði að það væri leiðin til aukinnar hagsældar þjóðarinnar, leiðin út úr fátæktinni. Út til Noregs eftir stúdentspróf frá MR Annars er gaman að skoða feril þeirra Jóns S. von Tetzchner og Björgólfs Thors eftir nám í MR og Verslunarskólanum. Jón hélt út til Noregs eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og hóf nám í upplýsingatækni, bjó hjá föður sínum og vann hjá norska símafyrirtækinu Telenor. Það var þar sem samstarfið við forritarann Geir Ivarsoy hófst og þar byrjaði ævin- týrið með vafra á árunum 1992 og 1993. Síðan stofnuðu þeir Geir fyrirtækið Opera Software. Þeir settu upp fyrsta miðlarann í Noregi og voru í hópi 400 fyrstu til að gera það í öllum heiminum. Jón er löngu orðinn einn af þekktustu mönnum í norsku viðskipta lífi. Framtíð í farsímum Opera hefur á rúmum tíu árum vaxið úr því að vera föndur tveggja skólafélaga, með fátæklegt sparifé að bakhjarli, í 200 manna fyrirtæki með starfsemi í Evrópu, Ameríku og Asíu. Opera Software ASA er skráð í Kauphöllinni í Ósló og er í samstarfi um Internetlausnir við fyrirtæki eins og Nokia, Sony-Ericsson, Mot- orola og Samsung. Opera er nú talið fremst meðal fyrirtækja í heiminum í gerð net- lesara fyrir farsíma og sjónvörp. Framíðin er í farsímanum að mati Jóns sem telur að sjónvörp og farsímar verði notaðir eins og tölvur í framtíðinni. Nýjustu farsímar eru álíka öflug tæki og borðtölvur voru fyrir nokkr um árum. Sjónvörp má líka nýta fyrir Internetið. Jón spáir því að textavarpið hverfi innan fárra ára enda sé það sambærilegt Internetinu - en með mjög fáum síðum. Það er athyglisvert að öll forrit, sem frá Óperu koma, má nota jafnt fyrir tíu ára gamlar tölvur sem alveg nýjar. Óperu vafr- inn er til dæmis það lítill að tíu ára gamlar tölvur ráða vel við hann. Enda heldur Jón heimspeki gamla dótsins á lofti og segir að gamlar tölvur séu alveg nógu góðar! Jón er ekki aðdáandi gamalla tölva vegna þess að honum finnist það sóun að kasta gömlu dóti - og alls ekki vegna þess að honum finnist gamlar tölvur fallegar. ,,Núna hafa um 700 milljónir manna aðgang að tölvum og Internet- inu í heiminum. Ef allar gamlar og vel nothæfar tölvur væru í notkun þá væri þessi hópur mun stærri.“ Jón segir að fyrirtæki sitt njóti góðs af að nytjastefnu þess fellur mörgum í geð. Ópera á sér aðdáendahóp eins og stóru fótboltaliðin í Evrópu. Þarna er ef til vill um 130 þúsund manna hóp að ræða. ,,Hugsjónin er að allir hafi aðgang að Netinu og geti nálgast upp- lýsingar þar hvar sem er.“ Björgólfur Thor er á heimavelli sem kunnur alþjóðlegur fjárfestir og fjármálamaður. Spurningin er hins vegar þessi: Hvað geta allir hinir ríku, sem mynda hópinn, sagt af viti um fátækt? Aukin viðskipti milli landa sem og fjárfestingar fjárfesta eru undirstaða hagvaxtar og ein leið út úr fátækt. Hámarkaðu nýtingu rýmisins með skápum frá RÝMI ehf. Rými ehf. • Háteigsvegi 7 • 105 Reykjavík • Sími: 511 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.