Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
T æknival hefur upp á að bjóða mikið úrval lausna fyrir fundar-aðstöðu – alveg upp í ráðstefnusali. Við höfum marga virta og öfluga samstarfsaðila á þessu sviði - svo sem Sony,
Canopus, Epson, HHB, Ztech, Panasonic og Elan Systems
- sem við nýtum okkur við úrlausnir verkefna. Þá býður
Tæknival upp á allan helsta tæknibúnað sem þörf er á, til að
mynda skjávarpa, flat- og plasmaskjái, hljóðkerfi, kioska,
IP-myndavélakerfi, LCD sjónvörp og fleira. Tæki sem flest
eru í dag orðin ómissandi tæki í daglegum rekstri fyrir-
tækja,“ segir Þorsteinn Halldórsson sérfræðingur í hljóð- og
myndlausnum Tæknivals, sem hefur yfir 20 ára reynslu úr
þessum geira í Bandaríkjunum.
Finnum bestu lausn Ráðstefnuhald í dag kallar á
viðamikinn búnað og úrlausnir eru oft allflóknar.
Með nýrri og meðfærilegri tækni verður öll fram-
kvæmd þó mun auðveldari – og jafnvel skemmti-
legri. Tæknival býður upp á mjög fjölbreyttan
ráðstefnubúnað. „Við erum stöðugt að bæta við
vörumerkjum og efla þjónustu. Í gegnum samstarfsaðila víða um
heim tel ég okkur geta útvegað flest sem okkar viðskiptavinir þurfa
í ráðstefnubúnaði,“ segir Þorsteinn.
Þegar viðskiptavinir leita til
Tæknivals segir Þorsteinn metn-
aðarmál fyrirtækisins að bjóða
góða úrlausn mála og tryggja
árangur sem allir geti sætt sig
við. „Verkefnin eru æði misjöfn
og sum hver mjög flókin. Því er
mikilvægt að viðskiptavinurinn
fái góða ráðgjöf í þessum efnum. Menn setjast yfir þarfir viðskipta-
vinar og þeir sérfræðingar Tæknivals sem þekkja best til á viðkom-
andi sviði dregnir inn í verkefnið. Að takast á við hlutina á þennan
máta er mjög mikilvægt atriði,“ segir Þorsteinn.
Hann bætir við að margir gera stór mistök við kaup á tæknibúnaði.
„Eftir tuttugu ára feril á þessu sviði hefur maður upplifað mörg
ævintýri.“
Gott fyrir hálfa milljón „Það er alltaf hægt að nefna dæmi um
menn sem eru að spara krónuna á meðan þúsund
kallarnir fjúka. Ég gleymi aldrei manni sem var
að bæta hljóðkerfið sitt og var fastur í
að kaupa tiltekinn magnara. Hugsaði
mun minna um hátalarana sem voru
þó margfalt þýðingarmeiri. Svona geta
menn verið fastir í meinlokum og þær
reynast mörgum dýrar þegar uppi er
staðið,“ segir Þorsteinn Halldórsson
og bætir við:
„Hvað góður ráðstefnubúnaður
fyrir meðalstórt fyrirtæki kostar er
fyrst og síðasta spurning um hvað
viðskiptavinurinn sjálfur vill. Upphæð-
irnar geta fljótlega farið yfir í djúpa endann
á lauginni. Með útsjónarsemi og mátulegri
sparsemi ætti þó að vera hægt að koma upp
sæmilega búnu fundarherbergi í fyrirtæki fyrir um
hálfa milljón og þá erum við að tala um að keyptur sé
skjávarpi, tölvubúnaður og notalegt hljóðkerfi.“
Tæknilausnir
fyrir fundi
TÆKNIVAL HF
Fjölbreyttur búnaður og
mörg vörumerki. Sérfræð-
ingar Tæknivals kapp-
kosta að finna bestu lausn
í hverju tilfelli.
„Verkefnin eru æði misjöfn og sum hver mjög flókin. Því er mikilvægt
að viðskiptavinurinn fái góða ráðgjöf,“ segir Þorsteinn Halldórsson hjá
Tæknivali.