Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 100

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR T æknival hefur upp á að bjóða mikið úrval lausna fyrir fundar-aðstöðu – alveg upp í ráðstefnusali. Við höfum marga virta og öfluga samstarfsaðila á þessu sviði - svo sem Sony, Canopus, Epson, HHB, Ztech, Panasonic og Elan Systems - sem við nýtum okkur við úrlausnir verkefna. Þá býður Tæknival upp á allan helsta tæknibúnað sem þörf er á, til að mynda skjávarpa, flat- og plasmaskjái, hljóðkerfi, kioska, IP-myndavélakerfi, LCD sjónvörp og fleira. Tæki sem flest eru í dag orðin ómissandi tæki í daglegum rekstri fyrir- tækja,“ segir Þorsteinn Halldórsson sérfræðingur í hljóð- og myndlausnum Tæknivals, sem hefur yfir 20 ára reynslu úr þessum geira í Bandaríkjunum. Finnum bestu lausn Ráðstefnuhald í dag kallar á viðamikinn búnað og úrlausnir eru oft allflóknar. Með nýrri og meðfærilegri tækni verður öll fram- kvæmd þó mun auðveldari – og jafnvel skemmti- legri. Tæknival býður upp á mjög fjölbreyttan ráðstefnubúnað. „Við erum stöðugt að bæta við vörumerkjum og efla þjónustu. Í gegnum samstarfsaðila víða um heim tel ég okkur geta útvegað flest sem okkar viðskiptavinir þurfa í ráðstefnubúnaði,“ segir Þorsteinn. Þegar viðskiptavinir leita til Tæknivals segir Þorsteinn metn- aðarmál fyrirtækisins að bjóða góða úrlausn mála og tryggja árangur sem allir geti sætt sig við. „Verkefnin eru æði misjöfn og sum hver mjög flókin. Því er mikilvægt að viðskiptavinurinn fái góða ráðgjöf í þessum efnum. Menn setjast yfir þarfir viðskipta- vinar og þeir sérfræðingar Tæknivals sem þekkja best til á viðkom- andi sviði dregnir inn í verkefnið. Að takast á við hlutina á þennan máta er mjög mikilvægt atriði,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að margir gera stór mistök við kaup á tæknibúnaði. „Eftir tuttugu ára feril á þessu sviði hefur maður upplifað mörg ævintýri.“ Gott fyrir hálfa milljón „Það er alltaf hægt að nefna dæmi um menn sem eru að spara krónuna á meðan þúsund kallarnir fjúka. Ég gleymi aldrei manni sem var að bæta hljóðkerfið sitt og var fastur í að kaupa tiltekinn magnara. Hugsaði mun minna um hátalarana sem voru þó margfalt þýðingarmeiri. Svona geta menn verið fastir í meinlokum og þær reynast mörgum dýrar þegar uppi er staðið,“ segir Þorsteinn Halldórsson og bætir við: „Hvað góður ráðstefnubúnaður fyrir meðalstórt fyrirtæki kostar er fyrst og síðasta spurning um hvað viðskiptavinurinn sjálfur vill. Upphæð- irnar geta fljótlega farið yfir í djúpa endann á lauginni. Með útsjónarsemi og mátulegri sparsemi ætti þó að vera hægt að koma upp sæmilega búnu fundarherbergi í fyrirtæki fyrir um hálfa milljón og þá erum við að tala um að keyptur sé skjávarpi, tölvubúnaður og notalegt hljóðkerfi.“ Tæknilausnir fyrir fundi TÆKNIVAL HF Fjölbreyttur búnaður og mörg vörumerki. Sérfræð- ingar Tæknivals kapp- kosta að finna bestu lausn í hverju tilfelli. „Verkefnin eru æði misjöfn og sum hver mjög flókin. Því er mikilvægt að viðskiptavinurinn fái góða ráðgjöf,“ segir Þorsteinn Halldórsson hjá Tæknivali.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.