Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 130

Frjáls verslun - 01.01.2005, Blaðsíða 130
130 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 Howard er fæddur 1941 í Wales og er því um áratug eldri en hinir flokksleiðtogarnir tveir. Faðir hans var búðareigandi og fjölskyldan er af rúmenskum gyðingaættum, hét Hecht en nafnið var enskað í Howard. Hann hefur aldrei gert mikið úr gyðingaætterni sínu, en í fyrra sagði hann frá því á áhrifamikinn hátt í ræðu að ef ekki hefði verið fyrir breska hjálp við gyðinga hefði fjölskylda hans farist í hel- förinni. Þessi opinberun nýtist honum til að mýkja harða afstöðu sína gagnvart flóttamönnum og innflytjendum, en þau mál verða vísast ofarlega á baugi í kom- andi kosningum. Howard var stúdentaleiðtogi í Cambridge, þar sem hann nam lög. Eftir tvær misheppnaðar tilraunir til að komast á þing hlaut hann kosn- ingu 1983, og varð því samferða bæði Tony Blair og Gordon Brown fjármálaráðherra þangað inn. Howard fékk fljótt orð á sig fyrir harð- snúna hægrimennsku og þó hann ætti marga aðdáendur í flokknum bakaði hann sér líka andstöðu leiðandi afla. Það er í sífellu rifjað upp að samflokkskona hans sagði opinberlega að á honum væri einhver „skuggabaldurssvipur“. Grínistar bregða oft upp mynd af honum í gervi skrattans því stórar augntennur og hvasst augnaráð leiða hugann ósjálfrátt í þá átt. Undir Thatcher gegndi Howard ýmsum ráðherrastöðum. Árið 1990 varð hann atvinnuráðherra og leiddi samningaviðræður Breta um undanþágu þeirra frá félagsmálapakka Maastrichtsáttmálans. Eftir kosningarnar 1992 varð hann umhverfisráðherra og síðan innanríkisráðherra 1993-1997. Þá stöðu tók hann með trompi, var harður í horn að taka og prédikaði harðar refsingar og enga miskunn. Glæpatíðnin féll um 15% og stjarna Howards snarhækk- aði. Það spillti heldur ekki fyrir að hann var Evrópuandstæðingur. Þá vildi svo óheppilega til að hópur fanga flýði úr fangelsi og því máli þótti hann klúðra illilega. Yfirmaður fangelsismála sagði af sér og það lá í loftinu að Howard hefði gert hann að blóraböggli í staðinn fyrir að axla ábyrgðina sjálfur. Málið skaðaði Howard mjög, svo í staðinn fyrir að vera sjálfsagður arftaki Major 1997 laut hann í lægra haldi fyrir Hague. Eftir það hafði hann hægt um sig, líka af því að Evrópuandstaða Hagues var af öðru sauðahúsi en Howards. En eftir tvo misheppnaða íhaldsleiðtoga fékk Howard tækifærið. Hann hefur að mörgu leyti átt góða spretti sem leiðtogi. Hér er mjög horft á hvernig leiðtogunum tekst til í kappræðum í þinginu og framan af hafði hann Blair hvað eftir annað undir. En undanfa- rið hefur Howard einhvern veginn ekki tekist vel upp – þó aðalástæða þess sé einfaldlega stefnugjaldþrot flokksins. Ósmekkleg kosningaplaköt Leiðtogar Verk- amannaflokksins líta ljóslega á Howard sem erfiðan og verðugan andstæðing og minna stöðugt á að mildur málflutningur hans nú stingi í stúf við fyrrum harðsvíraða hægri- stefnu hans. Í komandi kosningum verður án efa sótt hart og fast að Howard persónulega eins og nýleg uppákoma sýndi. Verkamannaflokkurinn birti tvö kosningaplaköt, sem þóttu ósmekklega svínsleg – að hluta í orðsins fyllstu merkingu. Annað var nærmynd af glottandi Howard sveiflandi vasagullúri, með greini- legri tilvísun í gyðinginn og svikahrappinn Fagin í Oliver Twist. Hin var mynd af tveimur fljúgandi svínum með hausa Howards og Oli- ver Letwins fjármálaráðherraefnis flokksins. Forsvarsmenn Verka- mannaflokksins neituðu eindregið að plakötin væru andgyðingleg, heldur væru þau andíhald, en drógu þau þó til baka. Fjórir mánuðir geta verið langur tími í stjórnmálum, en eins og stendur dugir Íhaldsflokknum ekkert minna en kraftaverk til að vinna sér trúnað kjósenda. Hvort sárt tap núna dugir til að efla pólitíska sköpunargáfu þeirra kemur í ljós – en áhugaverðar íhalds- fyrirmyndir liggja ekki á lausu hér í Bretlandi, því eftir að Verka- mannaflokkurinn missti leiðarstjörnuna Clinton hafa þeir bara tekið Bush í staðinn – og líka að þessu leyti skilið íhaldið eftir eitt og villuráfandi… Kannanir sýna að stefna flokka vegur 40% þegar kjósendur ákveða hvað þeir ætla að kjósa meðan ímynd flokksins og ímynd leiðtogans vegur hvort um sig 30%. Michael Howard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.