Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 11
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 11
FRÉTTIR
Hvíta húsið bauð viðskipta-
vinum sínum og samstarfsfólki
til veislu í Iðu við Lækjargötu í
lok nóvember. Þar var nýtt útlit
stofunnar kynnt, greint frá sam-
starfi og kaupum á hlut í auglýs-
ingastofunni The Loewy Group í
London og bestu sjónvarpsaug-
lýsingar í heimi sýndar. „Að und-
anförnu höfum við endurskipu-
lagt starfsemi okkar og kaup
okkar á hlut í stofunni í London
blásið fólki kapp í kinn. Mörg
spennandi verkefni á ýmsum
sviðum eru framundan og við
erum bjartsýn,“ segir Magnús
Loftsson, nýr framkvæmdastjóri
Hvíta hússins.
Hátíð Hvíta hússins
Viðskiptavinir. Heklumennirnir Davíð Harðars-
son, Jón Hjálmarsson, Sigurður Sigurðsson,
Sigurður Björnsson og Matthías Ægisson.
Á góðri stundu. Þórdís Ólafsdóttir, Lilja Valdemarsdóttir, Gunnar Beinteinsson og Hinrik
Pétursson sem öll eru frá Actavis. Í bakgrunni er Halldór Lárusson frá Base Camp.
Jónsi söng fyrir gesti
og gerði góða lukku.
Gestir á kynningunni
voru fjölmargir, þar á
meðal frá helstu apó-
tekum landsins.
Globus kynnti á dögunum nýja
herralínuna Men’s Expert sem
kemur frá Loreal, það er rakakrem
fyrir alla aldurshópa, hreinsigel, rak-
froðu, rakgel og fleira slíkt. „Þessi
vara frá Loreal hefur fengið frábæra
dóma og hefur slegið í gegn þar
sem hún hefur verið kynnt erlendis.
Sama hefur raunar gerst á mark-
aðnum hér þann skamma tíma
sem hún hefur fengist í verslunum
hér,“ segir Jensína Böðvarsdóttir
markaðsstjóri Globus.
Starfsfólki Lyfja og heilsu, Lyfju,
Hagkaupa, Lyfjavals og annarra
útsölustaða var boðið til þessarar
kynningar sem haldin var á Nord-
ica. Tók fólk kynningunni fagnandi
enda fer markaðurinn í herrasnyrti-
vörum sífellt stækkandi.
Globus kynnir Men’s Expert
Jensína Böðvars-
dóttir kynnti herralín-
una frá Loreal sem
hafa fengið einkar
góðar viðtökur.
Hvítar og kátar. Anna Margrét Sigur›ardóttir, Bjarney Hinriksdóttir
og Rósa Hrund Kristjánsdóttir sem allar starfa hjá Hvíta húsinu.