Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 36

Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 En hvernig varð hann þá KR-ingur? „Ég ólst upp sem strákur við Laugaveg 61, í húsi Alþýðubrauðgerðarinnar, en fluttist þaðan 12 ára með foreldrum mínum í Vestur- bæinn, að Öldugötu 50. Þar með varð ég KR-ingur í húð og hár.“ Helgi var kunnur leikmaður með KR í körfubolta og spilaði þar með mönnum eins og Einari Bollasyni, Kolbeini Pálssyni, Kristni Stefánssyni, Halldóri Sigurðssyni og Jóni Otta Ólafssyni, svo nokkrir séu nefndir. Jón Otti og Halldór eru hans bernskuvinir. Þessi hópur heldur enn vel saman og þeir eru ófáir útreiðatúrarnir sem hópurinn hefur farið undir stjórn þeirra hjóna Einars Bollasonar og Sigrúnar Ingólfsdóttur. Helgi var ekki aðeins leikmaður, hann var líka þjálfari. Hann var um árabil for- maður stjórnar körfuknattleiksdeildar KR og sat nánast samfellt í stjórn í allt að tvo áratugi, tók fyrst sæti í stjórninni aðeins 18 ára, þegar hann var nemandi við Verslunarskóla Íslands. Síðar sat hann í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands í allnokkur ár, þar af eitt ár sem formaður. „Við strákarnir rákum körfuknattleiksdeildina og það gaf okkur sjálfstraust. Okkur fannst við færir í flestan sjó og fyrir vikið mikluðum við mál aldrei of mikið fyrir okkur,“ svo notuð séu hans orð. „Einvígi KR og ÍR á árunum frá 1960 til 1970 eru mörgum afar minnisstæð. Þessir leikir unnust yfirleitt með eins stigs mun. Tap gegn ÍR gat setið lengi í manni,“ segir Helgi og engum dylst að um þennan tíma hefur hann rætt nokkrum sinnum áður - og það án þess að þykja það leiðinlegt. Íþróttir eru harður stjórnunarskóli „Þetta var harður skóli sem hefur verið mér gott veganesti í starfi sem sendiherra. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því hvað keppni og íþróttir eru góður stjórnunarskóli. Við lærðum að bera ábyrgð, líka fjárhagslega ábyrgð með því að reka körfuknattleiksdeild KR. Við lærðum að hvetja, skipuleggja, gera kröfur til okkar sjálfra, gera kröfur til ann- arra og lærðum að skilja mikilvægi þess að vinna saman. Við komumst að eigin raun um að jákvæður stjórnandi er fremstur meðal jafningja, dreifir ábyrgðinni og ræktar með sér nauðsynlegan metnað og vilja til að sigra og standa sig í lífinu. Ég hef stundum sagt að í íþróttum lærist mönnum að gera sitt besta; læri bæði að sigra og tapa. Íþróttamenn læra þá lexíu, að undirbúi þeir sig illa fyrir leik séu þeir í raun að undirbúa sig fyrir tap. Sá sem ekki undirbýr sig nægilega vel í starfi og leik lýtur yfirleitt í lægra haldi. Þess vegna leggja sannir keppnismenn oft á sig meiri vinnu en aðrir, þeir vita hvað þarf til að sigra. Í íþróttum læra menn líka að það er í lagi að alvara og gleði eigi samleið; að það felst mikill drifkraftur í leikgleð- inni; að hungur keppnismanns í sigur fer vel saman við ánægjuna af að keppa og taka þátt. Íþróttaiðkun nýtist vel í mannlegum samskiptum og gerir flesta opnari í sam- skiptum við aðra.“ Helgi segist geta nefnt ótal dæmi um það hvernig vanda- mál í stjórnun hafa verið leyst með því að setja þau í sam- hengi við vandamál í íþróttum. Hann tekur nærtækt dæmi af því þegar undirmaður hans var eitt sinn ekki byrjaður að vinna verk sem hann átti að vera löngu byrjaður á, verk sem var framarlega í forgangsröðinni og átti að vera komið á góðan rekspöl. „Ég var verulega óánægður og þess vegna bað ég hann um að fá sér sæti með mér. Ég ákvað að vísa til körfu- boltans og fékk um leið athygli hans. Hann hlustaði. Ég sagði honum að í körfubolta hefðu menn þrjá kosti inni á vellinum; þeir gætu rakið boltann upp völlinn, gefið hann á næsta leikmann eða reynt körfuskot. Ég spurði hann síðan hvað hann myndi gera sem þjálfari ef einn leikmaður træði boltanum skyndilega undir skyrtuna og gengi bara um. Það þurfti ekki frekari málalengingar; þetta skildist, það vafðist ekki fyrir honum hvað hann gerði við þennan leikmann - tæki hann út af.“ Áður en við segjum skilið við körfuboltann má geta þess að Helgi þjálfaði m.a. Geir H. Haarde í yngri flokk- unum. Hvernig var hann? spyr ég. „Hann var góður. Geir var stór strákur sem spilaði miðherja og tók mikið til sín undir körfunni. Hann hætti snemma, á unglingsárunum. Þarna voru með honum strákar eins og John Fenger og Vilhjálmur Fenger. Þetta voru allt strákar sem hafa klárað sig af í lífinu.“ Stofnaði fjárfestinga- og frímerkjafélag 14 ára Þótt Helgi hafi valið sér lögfræði í háskólanum og lífsstarf hans liggi í ótal verkefnum fyrir hið opinbera í utanríkis- þjónustunni þá beygðist krókurinn snemma til viðskipta og sem strákur stofnaði hann lítið fjárfestingafélag með þremur vinum sínum, þetta félag fjárfesti í frímerkjum. „Í þá daga var algengt að strákar söfnuðu frímerkjum,“ segir Helgi. „En þegar við vorum komnir í 1. bekk í gagn- fræðaskóla vorum við nokkrir vinir sem töldum að hag- kvæmt gæti verið að safna frímerkjum; að það væri hægt að græða á því. Ég man að við töldum góð kaup í því að kaupa frímerkjaröð sem kallaðist hesturinn, að hægt væri að kaupa hvert merki á 10 aura og selja það síðar á 20 aura. Við keyptum heilmikið af „ónotuðum hesti“ og við högn- uðumst. Þar með komumst við á bragðið. Við stofnuðum félag, eins konar fjárfestingafélag.“ S E N D I H E R R A Í S L A N D S Í B A N D A R Í K J U N U M „Okkur fannst ekkert mál að stofna þetta fyrirtæki, við vorum alltaf að reka KR á þessum tíma og það gaf okkur sjálfstraustið og eldmóðinn um að allt væri hægt.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.