Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 JÓLIN KOMA KYNNING F ramtíðin er að hver maður verður með „skrifstofuna í vas-anum“, les og svarar tölvupósti, nálgast upplýsingar og gögn sem hann þarf á að halda vegna starfs síns, sama hvar hann er, allt í gegnum farsímann,“ segir Ásgeir Sverrisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Tæknivörur. Fyrirtækið er heildsala með fjarskiptabúnað og er með endursöluaðila um land allt. Tæknivörur er dótturfélag Símans, í 100% eigu hans, og sér um allan innflutning á notendabún- aði fyrir Símann. „Í rauninni er ekki langt þangað til menn sjá við hvern þeir tala í símann. Þetta hefur breyst hratt frá því við sátum við skrifborðið og afgreiddum öll mál þaðan. Nú eru þau afgreidd á hlaupum!“ Ásgeir heldur áfram: „Fjarskiptaheimurinn eru orðinn svo full- kominn og þróunin í raun ótrúleg. Tæknivörur eru með stór umboð eins og Sony Ericsson, Samsung, Thomson og fleiri vörumerki og hjá þeim er þróunin geysimikil, t.d. í fjarskiptum svo menn þurfa að hafa sig alla við til að fylgjast með.“ Leitað ráða hjá Íslendingum Ekki er síður athyglisvert, að mati Ásgeirs, hversu framarlega Íslendingar eru á ýmsum sviðum tækninnar. Hann nefnir sem dæmi að Síminn sé farinn að gera fólki kleift að fylgjast með sjónvarpi í gegnum ADSL tenginguna. „Ísland er fyrsta Evrópulandið sem gerir þetta. Áður sóttum við alla þekkingu til meginlands Evrópu en nú er það að breytast og aðrir eru farnir að leita til okkar, enda erum við ótrúlega fljót að tileinka okkur nýjungar. France Tele- come hefur t.d. viljað fá að kynna sér hvernig Síminn hefur þróað sjónvarp í gegnum ADSLið. Því má bæta við að þótt við seljum kannski ekki mörg tæki hér á landi þá erum við í uppáhaldi hjá Sony Ericsson af því að við erum svo fljót að nýta okkur nýja tækni. Þeir kunna að meta hversu áhugasöm við erum, en eru ekki að hugsa um fjölda tækjanna sem við kaupum. Mörg stórfyrirtæki líta á Ísland sem tilraunamarkað þar sem þau vilja fá að prófa búnað sinn vegna þess hve tæknisinnuð við erum. Gangi vel hér, vita þeir að það gengur í Evrópu líka. Þróunin í farsímunum er eiginlega að breyta þeim í flókin tæki sem flytja okkur tónlist því að geyma má í þeim hundruð laga og í þeim eru líka myndavélar eins og t.d. Walkman W800i síminn frá Sony Ericsson. Svo má hlusta á tónlist hvar sem menn eru staddir, taka myndir og fara svo heim og horfa á þær í sjónvarpinu eða á tölvuskjánum. Sony Erics- son er farinn að sameina símann í fullkomna stafræna myndavél og MP3 spilara sem má gera öflugri með því einu að stækka minnið gerist þess þörf. Fyrir nokkrum árum var markaðshlutdeild Sony Ericsson ekki mikil hér en nú er hún komin yfir 50%. Ásgeir fullyrðir að það byggist ekki eingöngu á því hvað sölumennirnir séu duglegir heldur miklu fremur því hve öflugir Sony Erics- son menn eru og að þeir skuli sífellt vera að koma fram með búnað sem allir vilja eignast eins og til dæmis símana með tónlistar- möguleikunum. Síminn, græjurnar og myndavélin sam- einast í einu tæki. Málum sinnt á hlaupum í gegnum símann Ásgeir Sverrisson, framkvæmdastjóri Tæknivara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.