Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 37
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 37 Með Helga í þessu fjárfestinga- og frímerkjafélagi voru vinir hans í Vesturbænum, þeir Jón Otti Ólafsson, Halldór Sigurðsson og Sigtryggur R. Eyþórsson. „Þetta eru mínir æskuvinir og við höfum alla tíð staðið þétt saman. Við byrjuðum að leggja peninga til hliðar og setja í sjóð. Þetta félag hét svo sem ekkert sérstakt, en við vorum á því að sameinaðir gætum við gert okkur meiri mat úr þessu, en ef hver og einn væri að safna og bauka þetta upp á eigin spýtur - að betra væri að snúa bökum saman.“ Frímerkjasöfnunin vatt upp á sig á unglingsárunum og þeir félagar færðu út kvíarnar. „Við keyptum Saab-bíl og leigðum hann út til bílaleigunnar Lönd og leiðir sem Steinn Lárusson rak á þessum tíma. Saabinn var eins konar tísku- bíll á þessum tíma, með tvígengisvél og nokkuð sérstakur. Við þénuðum talsvert á þessum bíl og peningarnir fóru allir í frímerkjafélagið okkar.“ Það fór eins og þá félaga hafði grunað, frímerkjasöfn- unin rentaði sig vel. Þegar þeir slitu félaginu og seldu öll frímerkin hefðu þeir getað keypt þrjá Saab-bíla og eitt ein- býlishús á Vesturgötunni fyrir andvirðið. „Þegar þarna var komið sögu máttum við ekkert vera að þessu lengur, við vorum farnir að eltast við stelpur og allur tíminn fór í KR.“ Félagarnir fjórir, Helgi, Jón Otti, Halldór og Sigtryggur, höfðu þó ekki sagt alveg skilið við viðskiptin eftir að þeir náðu tvítugsaldrinum því þeir stofnuðu saman fyrirtæki sem hét XCO - og af öllum atvinnugreinum átti það fyrir- tæki eftir að láta að sér kveða í sölu æðardúns! „Okkur fannst ekkert mál að stofna þetta fyrirtæki, við vorum alltaf að reka KR á þessum tíma og það gaf okkur sjálfstraustið og eldmóðinn um að allt væri hægt. Við náðum í fullt af umboðum. Náðum t.d. Smirnoff-umboð- inu, en enginn vildi kaupa það af okkur. Það var þá ekki orðið þekkt hér á landi. Raunar misstum við það umboð á endanum.“ En hvernig í ósköpunum stóð á því að þeir fóru út í við- skipti með æðardún? „Það var maður í Þýskalandi sem hafði samband við okkur og spurði um æðardún. Við urðum hálf hvumsa en áhugi hans var svo mikill að við eygðum þarna viðskipta- tækifæri. Þetta endaði á því að þeir Sigtryggur og Halldór fóru hringferð um landið og sömdu við marga bændur í þessari búgrein, sjálfir borgardrengirnir. Þetta var gott hjá þeim því Sambandið var auðvitað allsráðandi á þessum tíma. Við borguðum hins vegar 10% hærra verð en risinn og það hafði sitt að segja. Við létum Sambandið samt hreinsa æðardúninn fyrir okkur og það var ekki fyrr en eftir marga mánuði sem Sambandsmenn uppgötvuðu hve mikið þeir hreinsuðu fyrir okkur og hve mikil æðardúns-viðskipti þeir höfðu misst til okkar. Þá tóku þeir við sér.“ Helgi segir að XCO hafi ekki verið slitið formlega fyrr en í október síðastliðnum og að Sigtryggur R. Eyþórsson hafi þá átt fyrirtækið að langmestu leyti einn, þótt þeir hinir félagarnir hafi alltaf átt smávægilega hluti. Rómantík - fyrstu kynni Helga og Hebu Ég vendi mínu kvæði í kross og spyr um það hvernig þau Heba hafi kynnst. Sagan á bak við það er skemmtileg og mjög svo í takt við þá tíma sem voru í skemmtanalífinu í höfuðborginni upp úr 1960. Herrar voru með pöntuð borð og dömum datt náttúrulega aldrei í hug að bjóða herrunum upp, það var herranna. Ævinlega var talað um dansherra. Myndir af fólki sitjandi við borð á danshúsum í þá daga segja þessa sögu oft ágætlega. Allir skörtuðu sínu fínasta pússi, glös og gosflöskur á borðum, herrarnir með vindla og dömurnar með túperað hár. Þetta var einfaldlega allt formlegra í þá daga. Heba lýsir fyrstu kynnum þeirra skemmtilega. Hún segist hafa tekið eftir Helga strax um haustið árið 1961 fyrir það hvað hann væri glæsilegur og dansaði öðrum mönnum betur. „Hann bar af úti á gólfi fyrir það hvað hann var góður dansherra. Ég fylgdist með honum, en ég dans- aði aldrei við hann á þessum tíma. Dömur buðu herrum aldrei upp, það var útilokað.“ Hann bað um lagið Love Walked In En stundin kom nokkrum mánuðum síðar. Það reyndist vera á fallegu vorkvöldi í Reykjavík, 14. apríl 1962. Hann 20 ára, hún 18 ára, hann Reykvíkingur, hún frá Akureyri en flutt í bæinn í framhaldsnám. „Þetta var mjög fallegt kvöld; einstakt veður,“ segir Helgi. „Við Halldór Sigurðsson vinur minn áttum pantað borð á Hótel Borg en þar var hljóm- sveit Björns R. Einarssonar að spila þetta kvöld, þetta var dixielandhljóm- sveit; klassaband sem lék reyndar alla tónlist. Hinum megin við Austurvöllinn var hljómsveit Svavars Gests að spila í Sjálfstæðishúsinu. Það iðaði allt af lífi í bænum þetta laugardagskvöld. Við Halldór félagi minn ákváðum að fara í gönguferð í kringum Tjörnina áður en við færum inn á Borgina. Við gengum til baka eftir Austurstrætinu og komum við í söluturni sem hét London. Þar keyptum við okkur súkkulaði, ég fékk mér Lindu-súkkulaði. Þegar við komum út þá bar þar að leigu- bíl og út úr honum stigu tvær fallegar stúlkur. Ég bað Hall- dór um að staðnæmast og ég spurði stúlkurnar hvert þær væru að fara, þær sögðust á leiðinni á Borgina. Ég hafði strax mjög sterka tilfinningu gagnvart annarri þeirra og S E N D I H E R R A Í S L A N D S Í B A N D A R Í K J U N U M Fas Helga er rólegt og yfirvegað og hann hefur afslappaða nærveru. Hann er engu að síður nokkuð formlegur, að sið diplómata. Hann á mjög auðvelt með að skipta um gír, færa sig úr alvarlegum málum yfir á léttari nótur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.