Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 61
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 61 J ónas Friðrik Jónsson forstjóri Fjármála- eftirlitsins er fæddur 10. nóvember 1966. Hann stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og LL.M.- prófi frá háskólanum í Cambridge í Englandi árið 1996. Að því loknu lauk hann MBA-prófi frá Vlerick Leuven Gent Management School í Belgíu. Jónas fékk málflutningsréttindi fyrir hér- aðsdómi árið 1993, hann hefur einnig lokið prófi í verðbréfamiðlun. Jónas sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og árið 1993 bauð Jónas sig fram í formannskjöri SUS á móti sitj- andi formanni, Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Hann hlaut 47% atkvæða en Guðlaugur 53%. Jónas er keppnismaður í eðli sínu og hefur gaman af keppnis- og afreksíþróttum, hann spilar fótbolta með félögum sínum einu sinni í viku og styður Fylki. Hann fer út að hlaupa reglulega. „Fjöl- skyldan hefur einnig mjög gaman af allri útivist, við förum á skíði og reynum að fara að minnsta kosti í eina langa göngferð á ári. Við höfum til dæmis gengið í Þórsmörk, um Lónsöræfi og upp við Langasjó svo eitthvað sé nefnt.“ Hann bætir svo við að áhugi á garðrækt hafi vaknað úti í Brussel og að hann hyggist sinna honum nánar í framtíðinni. Jónas starfaði sem blaðamaður á sumrin á námsárum sínum og í lausamennsku á veturna. Hann hóf störf sem lögfræðingur hjá Verslunar- ráðs Íslands árið 1991 og aðstoðarframkvæmd- arstjóri þess 1996. Jónas lét af störfum hjá Verslunarráði árið 1998 þegar hann hóf störf sem sérfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA til að fylgjast með fyrirtækjalöggjöf og löggjöf um starfsemi verðbréfamarkaðarins. Tveimur árum seinna var hann hækkaður í tign og ráðinn sem framkvæmdastjóri þeirrar deildar Eft- irlitsstofnunar EFTA sem hafði eftirlit með frjálsu flæði fólks, þjónustu og fjár- magns um Evrópu. Starfsvið Jónasar hjá Eftirlitsstofnuninni var aukið skömmu seinna og deild hans sameinuð annarri deild og bætt við hana starfsfólki og mál- efnum sem tengdust vöruviðskiptum og opinberum útboðum og kallaðist þá Innri markaðsdeild. Undir deildina féllu jafnframt umhverfismál, neytenda- vernd, fyrirtækjalöggjöf og jafnrétti kynjanna. Jónas segir að starfið hjá EFTA hafi verið afskaplega fjölbreytt og skemmtilegt. „Hjá deildinni starf- aði fólk með fjölbreytta menntun frá níu þjóðlöndum og málefnin sem við fjölluðum um voru afar margbreytileg. Andrúmsloftið var mjög dínamískt og maður þurfti að setja sig inn í alls konar mál eins og ferjusiglingar og heilbrigðis- kröfur í sláturhúsum. Jónas Fr. hefur því mikla reynslu af alþjóðlegu sam- starfi og flóknu lagaumhverfi. Jónas Fr. Jónsson var ráðinn for- stjóri Fjármálaeftirlitsins síðast liðið sumar auk þess sem hann sinnir stunda- kennslu við Háskólan í Reykjavík. Jónas er sonur Jóns Magnússonar lögmanns og Halldóru Það vakti mikla athygli nú á dögunum þegar Jónas Fr. Jónsson forstjóri Fjármálaeftirlits- ins lýsti því yfir á fundi hjá stofnuninni að eftirleiðis mundi Fjármálaeftirlitið nafngreina þá aðila sem hún beitir stjórnvaldssektum vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti og birta upplýsingar um efnisatriði hvers máls. Hann sagði einnig að í þeim tilvikum sem Fjár- málaeftirlitið teldi ástæðu til að vísa málum til lögreglu yrði greint frá efnisatriðun málsins en ekki greint frá nöfnum þeirra sem ættu í hlut. Jónas er í nærmynd að þessu sinni. AF FLÓKNU LAGAUMHVERFI TEXTI: VILMUNDUR HANSEN MYND: GEIR ÓLAFSSON Birgir Ármannsson þingmaður segir að Jónas sé fljótur að átta sig á aðalatriðum. „Hann setur sér skýr markmið sem hann vinnur eftir og ann sér ekki hvíldar fyrr en hann hefur náð þeim.“ N Æ R M Y N D - J Ó N A S F R I Ð R I K J Ó N S S O N Nafn: Jónas Friðrik Jónsson. Fæddur: 10. nóvember 1966. Maki: Lilja Dóra Halldórsdóttir. Börn: Steinunn 15 ára og Jónas Rafnar 8 ára. Menntun: Lögfræðingur og fram- haldsmenntun í stjórnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.