Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 21
FORSÍÐUGREIN • GRÁÐUSNOBB
BS nám í viðskiptafræði Þetta er 90 eininga nám sem tekur að jafn-
aði 3 ár. BS námið veitir góðan alhliða undirbúning fyrir ýmis störf í
atvinnulífinu. Námið í viðskiptafræði er byggt þannig upp að á fyrsta
ári er sama námsefni fyrir alla nemendur viðskiptaskorar, þar á
meðal rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, reikningshald, stærðfræði og
tölfræði. Á öðru ári velja nemendur á hvaða sviði viðskiptafræðanna
þeir vilja sérhæfa sig. Þriðja árið er síðan sjálfstætt framhald annars
árs sem lýkur með BS gráðu í viðskiptafræði.
Á öðru ári viðskiptafræðinnar er um 6 námsleiðir að velja:
BS-A er viðskiptafræði án sérhæfingar, þar sem boðið er upp á allar
helstu greinar innan viðskiptafræði. Námið veitir góðan grunn fyrir
almenn stjórnunar- og sérfræðistörf og hentar einnig þeim sem ætla
í framhaldsnám.
BS-F er viðskiptafræði með áherslu á fjármál og reikningshald. Á
öðru ári er lögð áhersla á stærðfræði og tölfræði og þriðja árið bygg-
ist á námskeiðum í reikningshaldi og lögfræði auk fjölbreytts úrvals
fjármálanámskeiða. Einnig gefst nemendum tækifæri til að velja val-
greinar innan reikningshalds og fjármála.
BS-M er viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóða-
viðskipti. Markmið námsins er í fyrsta lagi að búa nemendur undir
almenn stjórnunarstörf sem og sérfræðistörf í markaðsdeildum
fyrirtækja og í öðru lagi að búa nemendur undir framhaldsnám
á sviði markaðsfræði og alþjóðaviðskipta. Lögð er áhersla á fög
eins og markaðsfræði, markaðsrannsóknir, viðskiptaensku og
nýsköpun.
BS-S er viðskiptafræði með áherslu á stjórnun. Markmiðið með
stjórnunarlínunni er að útskrifa nemendur með haldgóða og hagnýta
þekkingu á lykilatriðum í markvissri stjórnun fyrirtækja og stofn-
ana. Nemendur taka fög eins og stjórnun, stefnumótun fyrirtækja,
stjórnun starfsmannamála og vinnu- og skipulagssálfræði. Námið
hentar vel þeim nemendum sem vilja undirbúa sig fyrir stjórnun-
arstörf, ráðgjafastörf og hvers kyns sérfræðistörf sem tengjast
stjórnun og rekstri fyrirtækja og stofnana. Námið hentar einnig þeim
sem stefna á framhaldsnám og sérhæfingu á sviði stjórnunar og
stefnumótunar og mannauðsstjórnunar svo dæmi séu tekin.
BS-T er viðskiptafræði með áherslu á tungumál og alþjóðasamskipti.
BS-T er viðskiptafræðinám þar sem lögð er áhersla á tungumálaþekk-
ingu, samskiptahæfni og menningarlæsi. Nemendur taka almenn
grunnnámskeið í viðskiptafræði auk námskeiða sem leggja sérstaka
áherslu á alþjóðaviðskipti og samskipti, td utanríkisverslun og
alþjóðasamningatækni. Þá er hægt að taka 21 einingu í þeim tungu-
málum sem kennd eru við Hugvísindadeild.
BS-U er viðskiptafræði með áherslu á upplýsingatækni. Námið
nýtist til starfa hvort sem er innan tölvudeilda eða annarra stjórnun-
arstarfa í fyrirtækjarekstri. Þá veitir námið góðan undirbúning fyrir
framhaldsnám sér í lagi á sviði stjórnunar upplýsingakerfa og kerfis-
fræða. Nemendur taka fög eins og þróun hugbúnaðar, forritunarmál
og tölvunarfræði.
Viðskiptafræði sem aukagrein (30 einingar) - mögulegt er að velja
viðskiptafræði sem 30 eininga aukagrein sem hluta af BS eða BA
námi í annarri deild og útskrifast með BA eða BS próf með viðskipta-
fræði sem aukagrein.
BS nám í hagfræði Þetta er 90 eininga nám sem tekur að jafnaði 3
ár. BS námið hentar vel nemendum sem ætla að leggja fyrir sig störf
sem hagfræðingar, við ráðgjöf, rannsóknir á sviði efnahagsmála og
ýmiss konar störf sem krefjast sérfræðiþekkingar, t.d. í fjármálum.
BS nám í hagfræði hentar einnig þeim nemendum sem hyggja á fram-
haldsnám í hagfræði. Hægt er að velja um tvær leiðir að BS prófi í
hagfræði, annaðhvort almenna hagfræði eða hagfræði með áherslu
á fjármál.
BA nám í hagfræði Þetta er 90 eininga nám sem tekur að jafnaði 3
ár. BA nám í hagfræði hentar vel nemendum sem vilja öðlast skilning
á efnahagslífinu en hafa ekki hug á framhaldsnámi í hagfræði eða
störfum við rannsóknir á efnahagsmálum. Lögð er áhersla á að veita
nemendum staðgóða þekkingu á grundvallarlögmálum efnahags-
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 21
Háskóli Íslands.
GRÁÐUR Í BOÐI
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
býður upp á 18 námsleiðir, þar af 9 í grunn-
námi og 9 í framhaldsnámi. Á hverju námsári
eru yfir 150 námskeið í boði.