Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 C onrad Black hugsaði í anda Sólkon- ungsins: „Fyrirtækið - það er ég“. Þegar hann fór á grímuball klæddi hann sig eins og hægri hönd Guðs almáttugs á jörðu, sem kardínáli. Honum fannst líka sjálfsagt að fyrirtækið sem hann stýrði, hlutafélagið Hollinger International Inc., borgaði þjórfé konu hans, blaðamannsins Barböru Amiel, í glæsiversl- unum New York, léti þeim í té fyrirtækis- þotuna til að fljúga í frí, pungaði út 62 þús- undum Bandaríkjadala fyrir afmælisveislu Amiel og 90 þúsund dali til að gera upp gamla Rolls-Royce límúsínu svo parið gæti ekið um London með stæl. Hann lét reyndar ekki þar við sitja: 1997-2003 er gert ráð fyrir að Black og einn samstarfsmanna hans hafi látið Hollinger greiða sér 391 milljón dala, 72% af nettótekjum Hollinger. Tweedy Browne Vorið 2003 þreyttist fjárfest- ingarfyrirtæki í New York, Tweedy Browne, eigandi 18% hlutar í Hollinger, á gamninu og gerði athugasemdir við óeðlilegar greiðslur og dugleysi stjórnarinnar í að hafa hemil á þeim. Í kjölfar þessarar fáheyrðu hlut- hafauppreisnar og athugunar Hollingers á greiðslum til Blacks og nokkurra stjórn- enda hætti Black sem forstjóri haustið 2003, sagðist vera farinn á eftirlaun en var áfram stjórnarformaður fram í janúar 2004 að hann var látinn hætta um leið og tilkynnt var um 200 milljón dala kæru Hollingers á hendur honum. Síðan hefur hann neyðst til að halda brunaútsölu á eignum sínum til að fjármagna langan hala kærumála. Nú er Black aftur forsíðuefni því saksóknari í Norður-Illinois hefur lagt fram kæru upp á 80 milljónir dala á hendur Black og þremur öðrum sem gæti leitt til allt að 40 ára fangelsis. Black byrjaði á að mæta ekki þegar málið var dómtekið því honum hafði ekki unnist tími til að finna sér lögfræðing. Það er úr tísku að iðrast og Black bregst við eins og nútíma umsvifamenn: er töff, seg- ist alsaklaus eins og málaferlin muni leiða í ljós, þetta séu allt bara tæknileg atriði og hann sé ofsóttur. Þegar rýnt er í kæruefnin spanna þau allan skala fjársvika, allt frá bókahaldssvikum til heimildalausrar eigna- sölu - eða eins og saksóknarinn segir: „Að stela og fela.“ Ýmsir undrast græðgina því jafnvel án svika og pretta væri Black samt forríkur. Lávarðurinn Black Black er kanadískur, fæddur 1944 og af auðugum ættum. Hann byrjaði að kaupa lítil kanadísk blöð á sjö- unda áratugnum, en fór síðan að kaupa blöð um allan heim. Veldi hans náði hámarki 1999 þegar hann var talinn þriðji stærsti blaðaútgefandi í heimi, átti þá rúm 60% í Holl- inger. Á þessum tíma voru tekjur Hollingers fyrir skatt 2 milljarðar dala. Í Englandi átti Hollinger Daily Telegraph, sem var þá að verða stærsta morgunblaðið hér, eftir að Times hafði átt það sæti um árabil. Tímaritið Spectator var einnig í eigu Hollingers, en auk þess átti fyrirtækið leið- andi blöð eins og Chicago Sun Times, Montr- eal Gazette og Jerusalem Post. Black er mikill íhaldsmaður og Hollinger-blöðin flest íhaldsblöð. Black fer ekki með veggjum, er stór og mikill og sláttur á honum. Hann kvæntist 1978, eignaðist þrjú börn en skildi og kvænt- ist aftur 1992 blaðakonunni Barböru Amiel sem var algjörlega með skoðanir í hans anda - mikil íhaldskona og skrifar gjarnan um hvernig þeir ríku eigi bara allt sitt skilið og öll gagnrýni á ríkidæmi beri vott um öfund. BLACK FYRIR DÓMSTÓLA L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Græðgi eða ofsóknir? Blaðakóngurinn fyrrverandi, Conrad Black, hefur núna verið dreginn fyrir dómstóla og ákærður fyrir að hafa haft ómældar upphæðir af hlutafélaginu sem hann rak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.