Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Síða 38

Frjáls verslun - 01.10.2005, Síða 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 úr varð að við röltum saman yfir götuna að Hótel Borg. Þar bauð ég henni upp á súkkulaði og þáðu hún það með þökkum, enda hafði ég Lindu-súkkulaði í boði og ekki þótti Akureyrarmeynni það verra. Í anddyrinu spurði ég hvort þær væru með pantað borð inni. Svo var ekki. Þegar inn kom gerði ég það sem ég hafði aldrei gert áður, ég gekk til bassaleikarans og spurði hvort hann vildi ekki spila lagið Love Walked In. Hann svaraði: „Þú hefur góðan smekk.“ Kannski átti hann við lagið, en ég held að hann hljóti að hafa séð Hebu fyrir aftan mig. Við fórum út á gólf og dönsuðum við þetta einstaka lag. Ég fylgdi dömunni að sjálfsögðu heim um kvöldið. Á miðvikudeginum bauð ég henni svo í bíó. Ég man náttúru- lega ekkert hvaða mynd við sáum, ég var með hugann við annað.“ Það þarf ekki að rekja tilhugalífið í þessu ævintýri frekar. Eins og í öllum góðum ævintýrum endaði það bara á einn veg, með brúðkaupi og hringum; hönd í hönd uppi við altarið. Fljót- lega eignuðust þau tvo stráka, þeir komu hvor á sínu árinu, ‘63 og ‘64. Þau Helgi og Heba voru því „barna- fólk“ þegar Helgi var í lögfræðinni við Háskóla Íslands. Strákarnir tveir eru fyrra hollið, eins og stundum er sagt. Börnin eru fjögur: Þrír strákar og ein stúlka. Barnabörnin eru sextán. Í einu orði sagt; ríkidæmi. Ég fékk boltann óvænt í hendurnar Helgi segir það hreina tilviljun að hann hafi sótt um starf í utanríkisþjónustunni. Það hafi aldrei verið eitthvert þaulhugsað markmið - þótt hann hefði leitt hugann öðru hverju að utanríkisþjónustunni. „Hér má ég til með að koma aftur með líkingu úr íþrótt- unum - ég fékk boltann óvænt í hendurnar. Ég fékk tæki- færi, ákvað að grípa það, kanna að minnsta kosti mögu- leika mína í stöðunni og fylgja tækifærinu eftir. Ég held að þannig gerist hlutirnir oft, boltinn berist í hendurnar á fólki, kannski án þess að það átti sig sjálft á því, tækifærin eru oft í námunda við okkur. Við ungt fólk vil ég segja þetta: Það er mikilvægt að grípa boltann, grípa tækifærin sem bjóðast - skynja stundina og tækifærið. Seinna getur einfaldlega verið of seint,“ segir Helgi með áherslu. „Ég hafði tekið fjögurra mánaða starfsnámskeið í dóms- málaráðuneytinu þegar ég var í lögfræðinni í stað þess að vinna hjá lögmanni, sýslumanni eða bæjarfógeta. Þannig kynntist ég stjórnsýslunni og hvernig það væri að vinna í ráðuneyti. Mér líkaði það ágætlega. En boltinn kom hins vegar óvænt í hendurnar á mér tveimur árum síðar þegar S E N D I H E R R A Í S L A N D S Í B A N D A R Í K J U N U M Í íþróttum læra menn að hvetja, skipuleggja, gera kröfur til sín sjálfra, gera kröfur til annarra, læra að skilja mikilvægi þess að vinna saman og jákvæður stjórnandi er fremstur meðal jafningja, dreifir ábyrgðinni og ræktar með sér nauðsyn- legan metnað og vilja til að sigra og standa sig í lífinu. Víetnamski-veggurinn, veggurinn með nöfnum þeirra bandarísku hermanna sem féllu í stríðinu í Víetnam, dregur til sín milljónir ferða- manna á hverju ári. Horft frá Abraham Lincoln minnisvarðanum og við blasir hæsta byggingin í Washington, „nálin“ svonefnda, minnis- varðinn um George Washington.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.